Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 05.12.2007, Qupperneq 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ JÓLIN KOMA O.FL. Erling Jóhannesson leikari fór með fjölskylduna í stórreisu um Skandinavíu í sumar. Erling Jóhannesson leikari lagði í sumar af stað með fjölskylduna, konu sína Sigríði Heimisdóttur og tvo syni, í stórreisu um Skandinavíu. Förin hófst á ættar- móti í Færeyjum þaðan sem Erling á ættir að rekja. Frá Færeyjum lá leiðin til Noregs, þaðan til Danmerkur og loks aftur til Færeyja. „Við bjuggum fyrir nokkrum árum í Danmörku og höfum verið að bíða eftir tækifæri til að fara aftur þangað,“ segir Erling og bætir við að það hafi síðan gefist með ættarmótinu. Sá fjölskyldan sér þann kost vænstan að sigla með Norrænu þar sem flugmiðinn til Færeyja kostaði jafn mikið og öll siglingin. „Við sigldum til Bergen og vorum svo heppin að ná í Noregi mestu rigningu sem um getur. Á leiðinni til Osló keyrðum við framhjá fljótandi hjólhýsum og tjaldvögnum úti á engjunum og flutum nánast niður Skandinavíu til Hróarskeldu, þar sem unglingarnir veltust um í forinni. Við vorum svo heila viku úti á Jótlandi,“ útskýrir Erling, sem freistaðist ekki til að kíkja á útihátíðina þrátt fyrir það góða orð sem af henni fer. „Nei, enda kannski ekki mikið um að fólk á miðjum aldri sæki hana. Aftur á móti er ofsalega þægilegt að ferðast með krakka í Danmörku, þar er alls staðar eitthvað í boði fyrir þá.“ Hápunkt ferðarinnar segir Erling hins vegar hafa verið endurkomuna til Færeyja sem var notuð til almennrar afslöppunar. „Færeyingar eru enn í svo miklum tengslum við náttúruna. Þeir hafa ekki plebbast upp eins og Íslendingar sem hafa hent ýmsum hefðum út um gluggann eftir að þeir urðu nýríkir. Þarna vinna margir við samfélagsþjónustu og sumir halda kindur sem þeir setja á beit upp í fjöll yfir sumarið. Það er gríðarlega mikið fyrir steikinni haft. Þetta er eins og að koma á íslenskan sveitabæ. Ég er auðvitað svolítið hlutdrægur en þetta er með skemmtilegri stöðum sem ég hef komið til.“ roald@frettabladid.is Í siglingu með fjölskylduna Erling æfir um þessar mundir fyrir nýtt íslenskt verk, Höllu og Kára, eftir Hávar Sigurjónsson í uppsetn- ingu Hafnarfjarðarleikhússins. Þar leikur hann aðra aðalpersónuna, Kára, en verkið segir hann vera kolsvarta kómedíu. Frumsýning á verkinu er áætluð í janúarlok 2008. GJAFIR BARNANNA Misjafnt er eftir löndum hver er talinn færa börn- unum jólagjafirnar. JÓL 3 DÓNASKAPUR AÐ AKA BÍL MEÐ BILUÐ LJÓS Ljósastilling bifreiða er vanda- samt verk og það er ekki á allra færi að skipta um perur í bílum. BILAR 2 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Breiðhöfða MMC Pajero, Intense, Nýr bíll. 7 manna, Dísel, ssk, CD magasín. Verð 5.550.000.- Toyota Corolla S/D sol, sjálfskipt, 5/05, 50þ.km. álfelgur. Verð 1.590.000.- Range Rover Sport TDI V8 Nýr, 20“ felgur, dvd, 272 hö. Verð 11.900.000.- Range Rover, 6/04, 68þ.km. álfelgur, krókur, Innfl uttur af umboði. Verð 7.890.00.- Lexus RX 300, 5/03, 74þ.km. ssk, CD magasín, raf. sæti. Verð 3.890.000.- Jeep Grand Cherokee, 5,7 hemi, limited,37þ. km. 7/05, Innfl uttur nýr. Verð 4.140.000.- M. Benz G 270 cdi, 12/05, ssk, 50þ.km. hlaðinn búnaði. Verð 990.000.- Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.