Fréttablaðið - 05.12.2007, Page 40
32 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
Nýverið kom út á vegum Smekkleysu geisladiskur-
inn Fyrstu íslensku sónöturnar. Á honum leika þau
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanó-
leikari sónötur eftir íslensk tónskáld.
Það eru þeir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Nor-
dal, Fjölnir Stefánsson og Karl O. Runólfsson sem
eiga heiðurinn að sónötunum sem þau Rut og Richard
flytja. Sónötunnar endurspegla tónsmíðastíl íslenskra
tónskálda á fyrri hluta tuttugustu aldar, sem hver um
sig hefur þó sitt einstaka höfundareinkenni. Svein-
björn er með rætur í rómantíkinni, Karl Ottó er með
rætur í klassíkinni og Jón Nordal og Fjölnir í tón-
smíðaaðferðum þeim er kenndar eru við Hindemith.
Rut Ingólfsdóttir stundaði fiðlunám í Reykjavík
undir handleiðslu Rutar Hermanns, Einars G. Svein-
björnssonar og Björns Ólafssonar. Hún stundaði
síðan nám við tónlistarháskólana í Málmey í Svíþjóð
og Brussel í Belgíu.
Rut hefur látið mikið að sér kveða í íslensku tón-
listarlífi. Hún var fastráðin í Sinfóníuhljómsveit
Íslands og um tíma ein af konsertmeisturum hennar,
Konsertmeistari með Pólýfónkórnum og fleiri kórum,
kennari við tónlistarskólann í Reykjavík frá 1975 og
leiðari í Reykjavíkurkvartettinum. Hún fékk meðal
annarra úthlutun úr starfsjóði listamanna árið 1995.
Rut hefur enn fremur hlotið hina íslensku fálkaorðu
fyrir framlag sitt í þágu tónlistar. - vþ
Íslenskar sónötur hljóðritaðar
Fræðsla um skaðsemi eiturlyfja
og áfengis með beittri samfélags-
ádeilu væri líklega ekki vinsælt
lesefni. Þráinn Bertelsson fléttar
fræðslu og áróður af ritsnilld inn í
spennusöguna Englar dauðans.
Þau Þórhildur meinafræðingur og
Víkingur yfirlögregluþjónn eru
lesendum kunn úr fyrri spennu-
sögum Þráins. Nú kynnast
lesendur þeim og sögu þeirra
nánar. Þessi bók gefur þeim fyrri
ekkert eftir. Nú er sjónum beint að
sífellt minnkandi heimi. Sakamál
eru ekki lengur einkamál þess
staðar sem þau eru framin á
heldur geta átt sér rætur eða skýr-
ingar í öðrum löndum. Ísland er
orðið hluti af veröldinni allri, ekki
bara góða hlutanum þar sem hag-
sæld og velsæld ríkir heldur líka
skuggahliðarinnar þar sem morð,
græðgi og firring ráða ríkjum.
Baráttan við Bakkus og eitur-
lyfjadjöfulinn er mikilvægur
þáttur í bókinni. Lesendur eru
vaktir til meðvitundar um stöðu
samfélagsins á Íslandi í dag. Í
samfélagi sem státar af velmegun
og hagsæld, verða fjölmörg ung-
menni háð eiturlyfjum ár hvert
með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um. Sú staðreynd er meginefni
bókarinnar.
Í Englum dauðans er fléttan
hnitmiðuð. Alkóhólismi, fíkn og
sakamál sem þarf að leysa.
Fléttingarnir þrír vinna hver með
öðrum, en fá þó hver fyrir sig sitt
pláss í frásögninni. Þráinn
Bertelsson er þrælvanur penni og
frásögnin afslöppuð og fljótandi.
Lýsingar á atvikum og aðstæðum
verða ljóslifandi í hugum lesenda.
Það er jafnan talinn kostur í frá-
sögn en verður nánast að teljast
galli hér. Morð og misþyrmingar
verða svo skelfileg í meðförum
Þráins að rétt er að vara við-
kvæma lesendur við lestrinum.
Með því að tengja alla þætti við
samfélag sem við þekkjum verður
áróðurinn sterkari. Það er
freistandi að hugsa sér að svona
nokkuð gæti aldrei gerst hér á
landi en þeirri hugsun er eytt með
tengslum við raunveruleikann.
Allar persónur eru vandlega
smíðaðar og raunverulegar. Í
sumum persónum og atburðum
má þekkja fólk úr íslenskum sam-
tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem höfundur daðrar við að skrifa
lykilskáldsögu án þess að ganga
alla leið. Sagan er lituð af þeim
raunveruleika sem við þekkjum í
dag og um leið af því fólki sem
ratar á síður blaðanna.
Englar dauðans er spennandi
saga. Henni er greinilega ætlað að
vekja lesendur til umhugsunar og
skilja þá eftir upplýstari um
skelfilegar afleiðingar neyslu
eiturlyfja og áfengis en áður. Í
henni er saga um sorg og sár von-
brigði fléttuð við hrottalega
glæpasögu og sagnfræðilegar
staðreyndir. Hildur Heimisdóttir
Eiturlyfjadjöfullinn og dárar hans
Dr. Ármann Jakobsson flytur í dag
fyrirlestur á vegum Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum. Fyrirlesturinn ber yfir-
skrifina Þáttur um þætti og í
honum fjallar Ármann um bók-
menntagreinina Íslendingaþætti.
Jón Þorkelsson, rektor Reykjavíkur-
skóla, var einna fremstur íslenskra
málfræðinga á 19. öld. Þó að það sé
ekki á allra vitorði má einnig líta á
hann sem föður Íslendingaþátta
því að hann gaf fyrstur manna út
safn þátta af Íslendingum, árið
1855. Öllu áhrifameiri hefur lík-
lega verið útgáfa síra Þorleifs
Jónssonar á Skinnastað á vegum
Sigurðar Kristjánssonar bóksala
árið 1904 og ekki má heldur gleyma
vinsælli útgáfu Guðna Jónssonar
magisters og síðar prófessors frá
árinu 1935.
Ármann mun segja frá þessum
útgáfum og velta um leið fyrir sér
bókmenntagreininni þáttum á
gagnrýninn hátt. Ármann Jakobs-
son er dr. phil frá Háskóla Íslands
og hefur samið eða ritstýrt sex
fræðibókum. Hann gegnir nú rann-
sóknarstöðu Árna Magnússonar
við SÁMÍF og vinnur að útgáfu
Morkinskinnu fyrir Hið íslenzka
fornritafélag.
Fyrirlesturinn fer
fram í stofu 101 í
Odda við Sturlugötu
og hefst kl. 17.
Aðgangur er öllum
opinn. - vþ
BÓKMENNTIR
Englar dauðans
Þráinn Bertelsson
★★★★★
Óhugguleg spennusaga með
fræðslu og ádeilu sem hreyfir við
lesandanum.
ÁRMANN
JAKOBS-
SON Segir
frá bók-
menntagrein-
inni Íslend-
ingaþáttum í
Odda í dag.
Þáttur um
Íslendingaþætti
RUT INGÓLFSDÓTTIR Leikur fiðlusónötur á nýjum geisladiski.
Þjóðleikhúsið
um helgina
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Leitin að jólunum lau. 8/12, sun. 9/12
örfá sæti laus
Hjónabandsglæpir fös. 7/12, lau. 8/12
síðustu sýningar
Óhapp! sun. 9/12 allra síðasta sýning
Skilaboðaskjóðan sun. 9/12 (aukasýn.)
örfá sæti laus
Konan áður sun. 9/12
7. og 8. des uppselt
30. des
Framsóknarfólk, munið jólafund FFK 6. des. 2007 kl. 20.00
að Hverfi sgötu 33. M.a. munu Guðni og Sigmundur Ernir
lesa úr bókinni “Guðni af lífi og sál”.
Njótum aðventunnar, súkkulaði, jólabakkelsi,
málsháttapakkar og harmonika.
Stjórnin
Auglýsingasími
– Mest lesið