Fréttablaðið - 05.12.2007, Side 42

Fréttablaðið - 05.12.2007, Side 42
34 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Bókaútgáfan Forlagið hélt jóla- gleði sína síðastliðið föstudags- kvöld í húsi Ferðafélags Íslands. Forlagið er stærsta útgáfufyrir- tæki Íslands og gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells og Iðunnar. Þar var því margt um manninn enda mikill fjöldi nýút- gefinna bóka til að fagna. Forlagið fagnar jólabókaflóðinu GAGNRÝNANDINN OG SPENNUSAGNA- HÖFUNDURINN Kolbrún Bergþórsdóttir og Viktor Arnar Ingólfsson tóku tal saman. PÉTUR OG BERGÞÓR Pétur Árnason og Bergþór Pálsson, sem nýverið gaf út bókina Vinamót með veisluráðum til gestgjafa. HIMNAFEÐGAR Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri og Jóhann Páll Valdimarsson stjórnarformaður fögnuðu jólabókaflóðinu með höfundum sínum. Þeir kalla sig nú Himnafeðga eftir útgáfu nýrrar Biblíu- þýðingar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VÖ LU N D U R >VILJA DEYJA SAMAN Rokkhjónin Sharon og Ozzy Osbourne hafa gert með sér sjálfsvígssamn- ing sem tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2012. „Við viljum ákveða sjálf hvenær við deyjum og við ætlum að fara saman,” segir Sharon Osbourne. „Jájá, Magnús mætir með kvennabúrið,“ segir Magnús Kjartansson, tónlistarmaður og kórstjóri Flugfreyjukórs- ins, hress að vanda. Í kvöld verða haldið aðventukvöld Flugfreyju- félags Íslands í Laugarnes- kirkju og vitaskuld mun Flugfreyjukórinn verða þar í lykilhlutverki. „Þetta eru aðventutónleik- ar í bland við þakkargjörð og innstillingu inn á aðventu. Já, þakkargjörð fyrir að árið hefur gengið vel í þessu ann- ars slóttuga umhverfi sem flugið er,“ segir stjórnandi kórsins. Magnús upplýsir jafnframt að á dagskrá séu eingöngu jólalög en þó með öðru sniði en má finna á dag- skrá flestra. Eingöngu er um að ræða amerísk jólalög – dægurjóladjass. Kórinn er að verða fimm ára gamall og Magnús hefur verið stjórn- andi kórsins frá upphafi. „Flugfreyjukórinn, þessi óviðjafnanlegi hópur, syngur jólamúsík öðruvísi en flestir. Ég er búinn að vera með þeim við strangar æfingar í Skálholti í þrjá daga. Hafði reyndar Villa Guðjóns með mér. En þetta er akkúrat rétti fjöldinn. Svona rúmlega tuttugu. Og þá sér maður í hendi sér að þetta er tapað spil. „Game over“ og maður heldur sig á mottunni,“ segir Magnús, sem einmitt er giftur flugfreyju sjálfur og veit því hvað til síns friðar heyrir. „Þetta er stórkostlegar stelpur. Og, jú, við Villi sváfum í hrútakofanum í Skálholti.“ - jbg Flugfreyjur syngja jóladægurlagadjass Íslenska fatamerkið Farmers Market er komið í úrslit í keppninni Brand New Award sem haldin er í tengslum við stærstu útivistarsýningu í Evrópu. Það hafnar þar í hópi þrjátíu fyrir- tækja, sem öll þykja koma með ferska strauma í iðnaðinn. Að baki merkinu standa Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir, sem eru afar ánægð með árangurinn. „Aðalatriðið er að komast í þennan hóp. Það er frábær stökkpallur fyrir okkur,“ segir Jóel, en sýninguna sækja árlega 50 þúsund gestir og tvö þúsund blaðamenn. Sýningin fer fram í München í janúar. Íslensk hönn- un í úrslit FARMERS MARKET Merki Jóels Pálssonar og Bergþóru Guðnadóttur er komið í úrslit í alþjóðlegri hönnunarkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Óheillakrákan Amy Winehouse hefur enn á ný vakið athygli fyrir undarlega hegðun sína. Snemma á sunnudagsmorgun náðust myndir af söngkonunni berfættri á ráfi um götur Lundúna, á gallabuxum og brjóstahaldara einum fata. Winehouse er sögð hafa verið í miklu uppnámi, grátið og muldrað eitthvað óskiljanlegt. Hún hafi virst afar ringluð og látið sem hún væri að leita að einhverju, en á endanum horfið inn í hús vinar síns. Talskona söngkonunnar segir hana rétt hafa skotist út til að kanna undarleg hljóð en verið of svefndrukkin til að átta sig á tímanum. Að læknisráði aflýsti Winehouse nýlega öllum fyrir- huguðum tónleikum sínum og fór í felur. Hálfnakin á ráfi um nótt AMY WIN- EHOUSE Berfætt úti á götu í annarlegu ástandi. Kvikmyndin Duggholufólkið eftir Ara Kristinsson verður frumsýnd í dag en Árni Beinteinn Árnason er einn af aðalleikurum myndarinnar. Hann lét sér þó ekki nægja að leika í myndinni því kynningarmyndband Duggholu- fólksins er klippt af Árna sem er aðeins tólf ára gamall. „Ég var að talsetja myndina þegar talið barst að því að ég hefði klippt svona „trailera“ fyrir Sjónvarpið,“ segir Árni en einhverjir kannast líklega við drenginn úr Laugardagslögun- um þar sem hann hefur tekið viðtöl við þjóðþekkta Íslend- inga. „Ari leikstjóri minntist á það í gamni að ég gæti klippt. Síðar spurði ég hvort ég ætti ekki bara að gera það og hann lét mig samstundis hafa efnið. Þetta tók mig þrjár til fjórar vikur í samvinnu við Ara og dóttur hans.“ Hæfileikar Árna í klippingu fengu víðar að njóta sín. „Í myndinni er söguhetjan að horfa á myndband með Sprengjuhöllinni. Ég klippti það líka. Það þurfti að fá einhvern til að klippa það til með stuttum fyrir- vara og ég var beðinn.“ Duggholufólkið fjallar um Kalla, tólf ára borgarbarn, sem er sendur vestur á firði til að eyða jólunum með pabba sínum á afskekktum sveitabæ. Þegar hann reynir að stinga af þaðan villist hann, lendir í snjóbyl og hittir fyrir bæði ísbjörn og dularfullar verur. „Þetta er rosalega skemmtilegt nútíma- ævintýri. Ég hef aldrei lagt eins mikið á mig og í tökum fyrir myndina. Maður var helfros- inn á Ísafirði í næfur- þunnum skinnskóm að taka upp á nóttunni,“ segir Árni en tekur þó fram að farið hafi verið vel með hann. „Ég vil segja sem minnst um mína persónu en hún er ekki af þessum heimi.“ Áhugasamir geta séð kynningarmyndbandið á YouTube með því að slá inn „Duggholu- fólkið“. sigrunosk@frettabladid.is Tólf ára klippti kynningar- myndband fyrir bíómynd FLUGFREYJUKÓRINN Í ÖLLU SÍNU VELDI Magnúsi kórstjóra er sjaldan orða vant en skortir lýsingarorð þegar hann tjáir sig um hversu stórkostlegar flugfreyjurnar í kórnum séu. UNGUR OG EFNILEGUR Árni Beinteinn Árnason leikur stórt hlutverk í Dugg- holufólkinu sem er frumsýnd í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.