Fréttablaðið - 05.12.2007, Side 44

Fréttablaðið - 05.12.2007, Side 44
36 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 10 7 12 12 16 16 14 HITMAN kl. 6 - 8 - 10 DAN IN REAL LIFE kl. 6 - 8 RENDITION kl. 10 16 16 16 12 16 14 HITMAN kl.5.50 - 8 - 10.10 DAN IN REAL LIFE kl.5.45- 8 - 10.15 LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl.5.20 - 8 - 10.40 LIONS FOR LAMBS kl. 8 - 10 THIS IS ENGLAND kl.6 HITMAN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 HITMANLÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 DAN IN REAL LIFE kl. 8 - 10.15 WEDDING DAZE kl. 3.40 - 5.50 - 8 -10.10 BALLS OF FURY SÍÐUSTU SÝN. kl. 4 - 6 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 4 THE HEARTBREAK KID kl. 8 - 10.30 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu ACROSS THE UNIVERSE kl. 5.20 - 8 - 10.40 RENDITION kl. 5.30- 8 -10.30 EASTERN PROMISES SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.30 - 8 - 10.20 VEÐRAMÓT SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.40 - 8 - 10:20 NÝTT Í BÍÓ! BRÚÐKAUPSBILUN DAN Í RAUN OG VERU LÍF RÓSARINNAR ÁSTARSORG LOFORÐ ÚR AUSTRI ÞETTA ER ENGLAND LJÓN FYRIR LÖMB Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd MÖGNUÐ MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF STÚTFULL AF ÆÐISLEGRI BÍTLATÓNLIST! Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. ALHEIMSFERÐ LEIGUMORÐINGINN - bara lúxus Sími: 553 2075 HITMAN kl. 6, 8 og 10-POWER 16 RENDITION kl. 5.30, 8 og 10.30 16 AMERICAN GANGSTER kl. 10 16 MR. WOODCOCK kl. 8 L LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á SV MBL LIB TOPP5.IS VJV - TOPP5.IS LIB - TOPP5.IS HJ - MBL TSK - 24Stundir Hljómsveitin Hjaltalín er ekki nema tveggja ára gömul, en hefur þegar vakið töluverða athygli. Hið frábæra lag Goodbye July/Margt að ugga sló í gegn í vor og verður eflaust ofarlega á listum þegar lög ársins 2007 verða valin. Hljóðfæra- skipan sveitarinnar hefur líka vakið athygi, en auk hefðbundinna rokk- hljóðfæra eins og gítars, bassa, trommusetts og hljómborða spila meðlimir hennar sem eru níu tals- ins á fiðlu, selló, klarinett, fagott og fleira. Reyndar er komin fram hér á landi bylgja af fjölmennum sveitum sem hafa óvenjulega hljóð- færaskipan, en Hjaltalín er sennilega þekktust þeirra. Maður tekur eftir því strax við fyrstu hlustun að Sleepdrunk Sea- sons er óvenjulega heilsteypt og sannfærandi frumsmíð. Það eru ellefu stykki á plötunni og nokkur þeirra eru hreint magnaðar laga- smíðar. Hljómur, útsetningar og flutningur eru sömuleiðis framúr- skarandi. Lögin eru sum nokkuð flókin að uppbyggingu og meira um takt- og kaflaskiptingar en gengur og gerist í poppinu. Þau eru samt á sama tíma melódísk og grípandi og útsetningarnar eru óvenjulegar. Ég er mjög hrifinn af því hversu vel strengja- og blásturshljóðfærin falla inn í tónlistina. Sellóið, fiðlan, fagottið og klarinettið eru ekki aukahljóðfæri sem skreyta tónlist- ina eins og algengt er í poppinu heldur eru þau notuð sem grunn- hljóðfæri rétt eins og gítarinn og bassinn. Fagottið rokkar til dæmis í Traffic Music og í rokkkaflanum í lokalaginu, Trailer Music, spýta fiðluleikararnir í lófana rétt eins og trommarinn og gítarleikarinn... Ég er eiginlega gapandi af hrifningu yfir þessum útsetningum. Hjaltalín hefur tekist að búa til hljóm sem er einstakur og sækir bæði í popp og klassíska tónlist. Það er líka gaman að heyra dökkan og hlýjan hljóm fagottsins í poppinu. Fagott hefur frekar lítið verið notað í rokktónlist. Ég man í fljótu bragði ekki eftir fagotti í íslensku poppi síðan Rúnar Vilbergsson fór á kostum á hljóð- færið með Þursaflokknum fyrir tæpum þrjátíu árum síðan. Flytjendurnir standa sig líka allir mjög vel. Söngvararnir eru góðir og raddútsetningarnar eru pott- þéttar. Hljóðfæraleikararnir eiga líka góð tilþrif, sérstaklega er ég hrifinn af trommuleiknum og bassaleiknum. Á hinni alþjóðlegu tónlistarsenu væri Hjaltalín flokkuð sem indie- sveit. Þó að hún eigi sér ekki skýra fyrirmynd þá á hún heima með listamönnum eins og Sufjan Stevens, Architecture in Helsinki og Jens Lekman svo nokkur af þeim nöfnum sem koma upp í hugann séu nefnd. Hjaltalín er ekki beint lík neinum þeirra en það er svipuð nálgun í gangi. Sama opna hugar- farið og sami metnaðurinn. Hjaltalín er oft nefnd í sömu andrá og Sprengjuhöllin sem hluti af nýju íslensku poppkynslóðinni. Eflaust eiga þær eitt og annað sam- eiginlegt, en samt eru þetta mjög ólíkar sveitir. Tónlist Sprengju- hallarinnar er einfaldari, en fjöl- breyttari og hjá henni eru textarnir mikilvægur hluti af heildinni. Tón- list Hjaltalín er fágaðari og fram- sæknari og textarnir sem eru á ensku skipta eiginlega engu máli. Það er varla að maður heyri þá, þó að maður staldri við stöku hend- ingu. Báðar þessar sveitir koma þó með ferska vinda inn í íslenska poppheiminn. Á heildina litið er Sleepdrunk Seasons frábær plata. Poppverk í sérflokki og ein af plötum ársins. Trausti Júlíusson Poppverk í sérflokki TÓNLIST Sleepdrunk Seasons Hjaltalín ★★★★★ Magnaðar lagasmíðar, framúrskarandi flutningur og frumlegar útsetningar gera þessa fyrstu plötu Hjaltalín að einni af bestu plötum ársins. „Okkur fannst dálítið spennandi að umslagið væri í rauninni hætt að vera umslag þegar maður væri búinn að opna það,“ segir tónlist- armaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson um óvenjulegt umslagið á nýjustu plötu sinni Ein í leyni. Kona Benna, Auður Jörunds- dóttir, hannaði umslagið rétt eins og hún hefur gert með önnur umslög hans. Hún er menntuð myndlistarkona og starfar í gall- eríi. „Við gerðum litla plötu 2003 í dálítið stóru krossviðar-koveri og okkur langaði að gera eitthvað í þá áttina. Það var upprunalega hug- myndin og svo gerði hún alla restina.“ Benni hvetur fólk til að hengja umslagið upp sem plakat eftir að það hefur opnað það í stað þess að setja það upp í hillu. „Fólk hefur áhyggjur af því hvernig það eigi að koma þessu saman aftur. Mér finnst spennandi að sjá svipinn á fólki og það verður alveg ruglað í ríminu. Svo byrjar það að pæla í hvernig þetta sé og finnst þetta þá rosalega flott.“ Ein í leyni, sem hefur að geyma sjö lög, kemur aðeins út hér á landi. Platan var prentuð í sex hundruð eintökum og óvíst er hvort fleiri líti dagsins ljós. Fram undan hjá Benna Hemm Hemm eru tvennir tónleikar í London í næstu viku. Upptökum á stórri plötu sem áttu að hefjast í lok árs- ins hefur verið seinkað og hefjast þær í janúar eða febrúar. - fb Plötuumslagið upp á vegg BENNI HEMM HEMM Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm hefur gefið út plötuna Ein í leyni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.