Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 46
38 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is 1. deildarlið Víkings frá Reykjavík er öllum að óvörum komið í undanúrslit í Eimskipsbikar karla í handbolta og þjálfari liðsins, Reynir Þór Reynisson, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður, er því afar sáttur með árangur liðsins. „Það er afar sætt að við séum komnir alla leið í undanúrslit og þetta er vissulega skemmtilegt verkefni fyrir strákana í liðinu sem standa í ströngu í 1. deildinni,“ sagði Reynir Þór en Vík- ingsliðið vann Þrótt í Vogum í átta liða úrslitum í Eimskipsbikarnum í fyrrakvöld og er sem stendur í þriðja sæti 1. deildar- innar á eftir ÍR og FH. „1. deildin er mjög jöfn og sterk, en við setjum stefnuna að sjálfsögðu á að fara upp í efstu deild og ég held að bikarævintýrið sé skemmtileg gulrót fyrir okkur og á klárlega eftir að hjálpa okkur í deildinni,“ sagði Reynir Þór sem lék sjálfur með liðinu áður en hann neyddist til að leggja skóna á hilluna fyrir tveimur árum vegna meiðsla. „Það kitlar náttúrulega alltaf að spila, en ég finn mig ágætlega í hlutverki þjálfara og fæ alveg mína ánægju í gegnum það starf,“ sagði Reynir Þór sem vonast til þess að árangur liðsins verði til þess að auka áhugann á handboltanum í Fossvoginum. „Handboltinn hjá Víkingi er búinn að vera í talsverðri lægð í nokkuð langan tíma og bæði hefur verið erfitt að fá mannskap til þess að vinna í kringum liðið og einnig hefur gengið illa að fá fólk til þess að mæta á leiki liðsins. Það er búinn að vera lítill kjarni af fólki í kringum handknattleiksdeild Víkings sem hefur lagt á sig mikla vinnu fyrir liðið síðustu ár, en það er vægast sagt búin að vera lítil stemning hjá áhorfendum á leikjum liðsins undanfarið. En nú horfum við fram á að fá heima- leik í undanúrslitum Eimskipsbikarsins og ég skora á alla Víkinga að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á strákunum í baráttunni bæði í deild og bikar.“ REYNIR ÞÓR REYNISSON, ÞJÁLFARI 1. DEILDARLIÐS VÍKINGS: KOMNIR Í UNDANÚRSLIT Í EIMSKIPSBIKAR KARLA Skora á alla Víkinga að fjölmenna á völlinn HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson varð þess heiðurs aðnjótandi á dögun- um að vera valinn í heimsliðið sem spilaði gegn Egyptum í sýningar- leik í Kaíró. Leikurinn fór fram á sunnudag og mátti lítið út af bera til að Snorri missti ekki af leikn- um. Hann spilaði með félagi sínu, GOG, í undanúrslitum danska bik- arsins á laugardag og í stað þess að fagna sigrinum með félögum sínum fór hann til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann flaug til Vínar og þaðan til Kaíró. Þegar þangað var komið hafði leikurinn verið færður fram um tvo klukku- tíma og þurfti því að keyra hratt í íþróttahöllina svo að Snorri næði leiknum. „Það beið eftir mér maður á flugvellinum og við brunuðum beint út í bíl. Ég var hissa á því að hann skyldi ekki drepa okkur eða aðra vegfarendur á leiðinni, slíkur var hraðinn. Ég óttaðist verulega um líf mitt á leiðinni en hann skil- aði mér seint heilum í Höllina og þá var upphitun nánast búin þannig að ég kom eiginlega beint í leikinn,“ sagði Snorri sem hristi af sér ferðalagið og skoraði tvö mörk í 40-39 sigri heimsliðsins. „Bless- aður bílstjórinn var lítið stressað- ur. Hann var bara með tónlistina í gangi og söng með einhverju ömurlega lagi á leiðinni.“ Eftir leik var haldið samkvæmi en flestir leikmanna voru þreyttir og fóru snemma að sofa. Daginn eftir var svo farið í skoðunarferð að píramídunum og öðru áhuga- verðu áður en haldið var aftur heim á leið. „Ég vildi ekki gera þetta oft á ári en sé samt ekki eftir því. Þetta var mikil upplifun og svo er mikill heiður að vera valinn í þetta lið,“ sagði Snorri Steinn. - hbg Snorri Steinn Guðjónsson fór í mikla ævintýraferð til Egyptalands þar sem hann spilaði með heimsliðinu: Óttaðist um líf mitt á leiðinni í leikinn SNORRI STEINN Var næstum búinn að missa af leik heimsliðsins og Egyptalands í Kaíró en komst klakklaust á leiðarenda rétt fyrir upphaf leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETURW W W. I C E L A N DA I R . I S 49.300 KR. Verð á mann í tvíbýli frá + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 9 3 2 6 1 2 /0 7 Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Derby, Newcastle og Aston Villa. 4.–6. APRÍL P O R TS M O U TH W E S T H A M FÓTBOLTI Florent Malouda, leikmaður Chelsea, virðist ekki allt of hrifinn af enska boltanum og lifnaðarháttum tengdum honum samkvæmt nýlegu viðtali við kappann sem birtist í enska dagblaðinu Daily Mail. „Það er eins og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni slökkvi bara á heilanum um leið og þeir koma inn á völlinn í leikjum og menn eru á útopnu og gera bara það sem þeim dettur fyrst í hug. Æfingarnar eru alveg eins, og maður er í stórhættu á að meiðast,“ sagði Malouda og furðaði sig enn fremur á matar- æði leikmanna. „Hjá Chelsea er ekkert fylgst með því hvað leikmennirnir borða og þess vegna borða þeir bara það sem þeim lystir hverju sinni og drekka kók eða hvað sem þeir vilja með. Það er eins gott að ég kom hingað 27 ára en ekki fyrr, því þá væri ég kannski með jafn slæman grunn og reglur í mataræði og aðrir leikmenn,“ sagði Malouda hneykslaður. - óþ Enska úrvalsdeildin: Enska deildin alveg heilalaus HNEYKSLAÐUR Florent Malouda, leik- maður Chelsea, er afar hissa á enska boltanum og mörgu tengdu honum, svo sem æfingum og mataræði leikmanna. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Jón Heiðar Gunnars- son, leikmaður Stjörnunnar, lenti í óskemmtilegu atviki í leik gegn ÍBV 20. nóvember síðastliðinn í N1-deildinni þegar hann fékk heilahristing og hefur verið óleik- fær síðan þá. Jón Heiðar leikur sem línumað- ur hjá Stjörnunni og er afar mik- ilvægur hlekkur í varnarleik liðs- ins en hefur hvorki getað leikið né æft með liðinu eftir atvikið. „Ég var í baráttunni við línu- mann ÍBV, Nikolav Kulikov, þegar ég fékk olnbogaskot frá honum í andlitið og við það skekktist nefið á mér og ég fékk heilahristing,“ sagði Jón Heiðar sem lét meiðslin ekki aftra sér í fyrstu og mætti á æfingu daginn eftir leik. „Ég var eitthvað að reyna að æfa en það gekk ekki betur en svo að ég sá bara þrefalt og fékk svima. Ég ætlaði þá bara að mæta í næsta leik og taka bara manninn í miðjunni eins og Rocky en læknir liðsins var ekki hrifinn af því,“ sagði Jón Heiðar í léttum dúr og tók ráðum læknisins. „Ég fór svo í framhaldinu í sneiðmyndatöku og læknarnir þar sögðu að þetta væri mar á heila og í raun hefði ég verið í lífshættu hefði ég fengið annað högg á höfuðið í því ástandi sem ég var í. Þannig að samkvæmt læknisráði mátti ég ekkert gera í tvær vikur til að byrja með og núna eru þær vikur að vera liðnar,“ sagði Jón Heiðar sem vill ólmur spila á ný með Stjörnu- liðinu. „Ég get ekki beðið eftir því að spila á nýjan leik með Stjörnunni og set stefnuna klárlega á að spila næsta leik okkar í deildinni á móti Akureyri á laugardaginn í Mýrinni. Ég er reyndar ekki enn búinn að ná mér alveg og fæ svimakast um leið og ég fer til dæmis í lyftu, en ég hef fulla trú á því að þetta fari allt að koma. Ég set því stefnuna á næsta leik og ef ég verð ekki góður fyrir laugardaginn, þá set ég bara stefnuna á næsta leik þar á eftir. Læknarnir sögðu að ég ætti að finna mig sjálfur í þessu og að ég mætti fara að æfa um leið og ég væri laus við öll einkenni, sjón- truflanir og svima. En ég verð að fara rólega af stað samt og ætla auðvitað að gera það,“ sagði Jón Heiðar ákveðinn. omar@frettabladid.is Hefði verið í lífshættu hefði ég fengið annað höfuðhögg Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður og varnarjaxl hjá Stjörnunni, fékk mar á heilann eftir slæmt olnbogaskot í leik gegn ÍBV. Læknar sögðu að líf hans hefði verið í hættu hefði hann fengið annað högg í leiknum. Hann er á batavegi. HARÐJAXL Jón Heiðar Gunnarsson hefur leikið frábærlega í vörn hjá Stjörnunni í N1- deildinni í ár, en hefur nú misst af tveimur síðustu leikjum liðsins í deildinni vegna höfuðmeiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR > Kristinn dæmir á Goodison Park Kristinn Jakobsson dómari mun dæma leik Everton og Zenit St. Petersburg í UEFA-bikarnum sem fram fer á Goodison Park í kvöld. Kristni til aðstoðar verða þeir Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson. Fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19.35.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.