Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 48
40 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR KÖRFUBOLTI Þórsarinn Cedric Isom og KR-ingurinn Monique Martin voru þeir leikmenn í Iceland Express deildum karla og kvenna sem voru mest hæsta framlagið í nóvembermánuði en til þess að ná inn á listann þurfa leikmenn að lágmarki að hafa tekið þátt í þremur leikjum. Þau Brenton Birmingham í Njarðvík, Hlynur Bæringsson í Snæfelli og Mar- grét Kara Sturludóttir úr Kefla- vík voru efst af íslensku leik- mönnum deildanna. Cedric Isom var með 30 stig að meðatali í fjórum leikjum Þórsara í nóvembermánuði auk þess að gefa 6,5 stoðsendingar og taka 5,0 fráköst í leik. Isom hitti úr tæp- lega 59 prósentum skota sinna og þar af setti hann niður 5 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Isom var aðeins hærri en Darrel Flake hjá Skallagrími sem var hæstur leikmanna í október. Flake var með 21,5 stig og 13,5 fráköst að meðaltali í nóvember. Njarðvíkingurinn Brenton Birmingham og Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson voru hæstir af íslensku leikmönnum Iceland Express deildanna en báðir voru þeir með 20,8 framlagsstig í leikj- um sinna liða. Brenton var með 19,5 stig, 5,3 fráköst og 4,5 stoð- sendingar í leik en Hlynur var með 11,3 stig, 14,4 fráköst og yfir 56 prósenta skotnýtingu. Þeir tveir eru einu íslensku leikmenn- irnir meðal tólf efstu á listanum. KR-ingurinn Monique Martin hefur verið illviðráðanleg í leikj- um KR-liðsins í Iceland Express- deildinni í vetur og hún var með hæsta framlag allra í deildinni í nóvember. Martin varð með 36,5 stig og 19,3 fráköst að meðaltali í leik og hjálpaði KR-liðinu til þess að vinna þrjá af fjórum leikjum sínum í mánuðinum. Martin stal auk þess 3 boltum, gaf 2,5 stoð- sendingar og varði eitt og hálft skot í leik. Næst á eftir var Tiffany Rober- son hjá Grindavík en þessar tvær voru í nokkrum sérflokki. Rober- son var með 24,2 stig, 18 fráköst, 3,4 stoðsendingar og 3 stolna bolta að meðaltali í leik. Keflvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir var efst af íslensku leikmönnum deildarinnar, aðeins á undan Valsskonunni Signýju Hermannsdóttur. Margrét Kara var með 15,2 stig, 11,6 fráköst, 4 stoðsendingar og 3,2 stolna bolta að meðaltali í fimm sigurleikjum Keflavíkur, en Signý var með 11,5 stig, 10 fráköst, 4,6 varin skot og 4 stoðsendingar að meðaltali í 5 leikjum Valsliðsins. ooj@frettabladid.is HÆSTA FRAMLAG LEIK- MANNA Í NÓVEMBER: Iceland Express-deild karla 1. Cedric Isom, Þór Ak. 30,8 2. Darrell Flake, Skallagrími 29,0 3. George Byrd, Hamar 25,25 4. Donald Brown, Tindastól 25,2 5. Joshua Helm, KR 25,0 6. Justin Shouse, Snæfell 24,0 7. Bobby Walker, Keflavík 23,6 8. Maurice Ingram, Stjörnunni 22,0 9. Brenton Birmingham, Njarðv. 20,8 9. Hlynur Bæringsson , Snæfelli 20,8 11. Allan Fall, Skallagrími 20,5 12. Samir Shaptahovic , Tindast. 20,2 Iceland Express-deild kvenna: 1. Monique Martin, KR 34,8 2. Tiffany Roberson , Grindavík 32,2 3. LaKiste Barkus, Hamar 23,5 4. Margrét Kara Sturlud., Keflavík 21,0 5. Signý Hermannsdóttir , Val 20,6 6. Slavica Dimovska, Fjölni 18,8 7. Gréta María Grétarsd., Fjölni 18,75 8. Kiera Hardy, Haukum 18,6 9. Sigrún Ámundadóttir, KR 16,2 10. Unnur Tara Jónsd., Haukum 16,0 10. Joanna Skiba, Grindavík 16,0 10. Ólöf Helga Pálsd., Grindavík 16,0 Leikmenn þurfa að hafa spilað 3 leiki Isom og Martin dýrmætust Cedric Isom hjá Þór Akureyri og Monique Martin hjá KR voru með hæsta fram- lagið í nóvembermánuði í Iceland Express-deild karla og kvenna. VIÐ 40 STIG OG 20 FRÁKÖST Monique Martin hefur spilað frábærlega með KR- liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR YFIR 30 STIG Í LEIK Cedric Isom skoraði yfir 30 stig að meðaltali með Þór í nóv- ember. Hér sést hann í sigurleik gegn Fjölni um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Dwight Howard hefur slegið í gegn vestra í vetur og framganga hans á mikinn þátt í því að Orlando Magic er búið að vinna 16 af fyrstu 20 leikjum sínum í vetur. Howard er efstur í deildinni í fráköstum með 15,1 í leik, hann er í 2. sæti í skotnýtingu (61 prósent), þriðji í vörðum skotum (3,0) og er jafnframt tíundi stigahæsti leik- maður deildarinnar með 23,2 stig að meðaltali í leik. Það er hins vegar einn tölfræði- listi þar sem þessi 22 ára og 211 cm miðherji er með algjöra yfir- burði, jú, hann treður boltanum langoftast í körfuna af leikmönn- um NBA-deildarinnar. Troðslur eru ávallt mikið augna- yndi og Howard gleður stuðnings- menn Orlando Magic reglulega með því að hamra boltanum í körfuna. Reyndar eru tilþrifin slík að sjónvarpsmenn í Bandaríkjunum eru farnir að rifja upp troðslur sínar í herbergiskörfuna í gamla daga því þeir finna engan annan samanburð til að lýsa því hversu auðvelt það er fyrir þennan 120 kílóa mann að troða boltanum í körfuna. Howard var búinn að troða bolt- anum 84 sinnum í körfuna fyrir sigurleik Orlando Magic gegn Golden State á mánudagskvöldið en það var 47 sinnum oftar en Andrew Bynum hjá Los Angeles Lakers sem er næsti maður á list- anum. Þá er ekki öll sagan sögð því aðeins tvö lið í deildinni, Den- ver (100) og Los Angeles Lakers (96), hafa troðið boltanum oftar í körfuna en Howard. Það er mögnuð staðreynd sem sýnir jafnframt þá gífurlegu yfir- burði sem framtíðarstórstjarna NBA-deildarinnar hefur haft inni í teig þennan fyrsta fjórðung NBA- tímabilsins. NBA-spekingarnir hafa verið duglegir að skrifa um afrek How- ards og hann var á dögunum val- inn besti leikmaður nóvember- mánaðar í Austurdeildinni og hafði þá betur en LeBron James hjá Cleveland og Kevin Garnett hjá Boston sem báðir hafa leikið frábærlega. Howard náði fimmtán tvennum í fyrsta mánuði tímabils- ins og skoraði meira en 30 stig í sex leikjanna. - óój FLESTAR TROÐSLUR Í NBA: (Til og með 3. desember) Dwight Howard, Orlando Magic 84 Andrew Bynum, L.A Lakers 37 Chris Wilcox, Seattle 34 Shawn Marion, Phoenix 30 Shaquille O’Neal, Miami 29 Dwight Howard hjá Orlando Magic er enginn smákarl undir körfunni: Búinn að troða boltanum oft- ar en 27 af 29 liðum í NBA EIN AF 84 Dwight Howard hefur troðið tæplega fimm sinnum að meðaltali í leik í vetur. NORDICPHOTO/GETTY FÓTBOLTI Fiorentina frá Flórens tapaði 0-2 gegn Ítalíumeisturum Inter frá Mílano í Serie A deildinni á síðastliðinn sunnudag, sem er ef til vill ekki í frásögur færandi þremur dögum seinna nema hvað að í leikslok átti sér stað athyglisverð uppákoma. Leikmenn Fiorentina stilltu sér upp í skipulagða röð fyrir utan leikmannagöngin sem liggja að búningsherbergjunum og tóku í hendur á leikmönnum Inter og þökkuðu fyrir leikinn. Uppákoman mun hafa verið fyrir tilstilli Cesare Prandelli, stjóra Fiorentina, en eiginkona hans lést nýverið af völdum krabbameins og því var einnig einnar mínútu þögn fyrir leikinn. Knattspyrnusamband Ítalíu tók þessari uppákomu fagnandi og strax á mánudag staðfesti forseti þess, Antonio Matarrese, í yfirlýsingu að á næstkomandi fundi sambandsins sem fram fer 13. desember myndi uppákoma sem þessi að öllum líkindum vera færð í reglur strax í janúar í Serie A og Serie B. - óþ Leikmenn í ítalska boltanum: Gert skylt að heilsast BRÓÐERNI Leikmenn Fiorentina röðuðu sér upp og tóku í spaðann á leikmönn- um Inter eftir 0-2 sigur Mílanóliðsins síðastliðinn sunnudag. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Joan Laporta, forseti FC Barcelona, er ekki sáttur við að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum. „Það er ekki hægt að nota Ronaldinho sem varamann því hann er einn að lykilmönnum í okkar liði. Hann hefur glímt við meiðsli og þurft að ferðast langt með landsliðinu en hann er enginn varamaður þótt hann hafi ekki náð sér á strik. Það veit Frank Rijkaard vel,“ sagði Laporta en eitt af fyrstu verkum hans sem forseti félagsins var að næla í Ronaldinho árið 2003. Ronaldinho kom inn á fyrir Bojan á 63. mínútu í 1-1 jafntefl- inu á móti Espanyol en í leiknum á undan sem var gegn Lyon í Meistaradeildinni leysti hann Eið Smára Guðjohnsen af hólmi á 71. mínútu. Eiður Smári hefur byrjað báða þessa leiki en nú er að sjá hvort Frank Rijkaard hlusti á forsetann sinn. - óój Krafa Laporta hjá Barca: Ronaldinho í byrjunarliðið Á BEKKNUM Ronaldinho sést hér á varamannabekknum í síðasta leik. NORDICPHOTOS/AFP NFL Hið virta íþróttatímarit Sports Illustrated hefur útnefnt Brett Favre, leikstjórnanda Green Bay Packers, íþróttamann ársins árið 2007. Hinn 38 ára gamli Favre hefur í raun risið upp frá dauðum í vetur og hefur sjaldan eða aldrei leikið betur. Síðasta tímabil var hans slakasta og bjuggust fáir við því að hann myndi snúa aftur og hvað þá að hann myndi spila jafn vel og raun hefur orðið með yngsta liði deildarinnar. - hbg Sports Illustrated: Favre íþrótta- maður ársins Sendu sms BTC BMF Á númerið 1900og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 6. desember!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.