Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 54
46 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
GAMLA MYNDIN
LÁRÉTT
2. víðátta 6. hvort 8. sæ 9. sunna 11.
mannþvaga 12. vinna 14. grín 16. gat
17. rá 18. meðvitundarleysi 20. tveir
eins 21. fyrstur.
LÓÐRÉTT
1. sæti 3. klaki 4. skratti 5. dolla
7. skref 10. gums 13. fljótfærni 15.
glyðra 16. heyskaparamboð 19. í röð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. vídd, 6. ef, 8. sjó, 9. sól,
11. ös, 12. starf, 14. spaug, 16. op, 17.
slá, 18. rot, 20. ll, 21. frum.
LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. ís, 4. djöfull, 5.
dós, 7. fótspor, 10. lap, 13. ras, 15.
gála, 16. orf, 19. tu.
„Ég er bara stolt af því að reyna
að fylgja tískustraumum hvers
tíma, þó að það sé ekki allt
vel heppnað svona eftir á að
hyggja. Ég hef verið mjög flott á
þessum tíma.“
Margrét K. Sverrisdóttir, forseti borgar-
stjórnar.
Myndin er tekin í kringum 1985, þegar
Margrét var forstöðumaður Fellahellis.
Tökum á Áramótaskaupinu lýkur
í dag. Mikil spenna er yfir útkom-
unni enda er því leikstýrt af
hinum margfalda Edduverð-
launahafa Ragnari Bragasyni.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
snemma á þessu ári fékk Skaup-
ið ógnarmikið áhorf síðast, en
tæp 95 þjóðarinnar kváðust hafa
fylgst með. Ragnar segist þó
ekki vera smeykur við þessar
gígantísku áhorfstölur þótt hann
geri sér vissulega grein fyrir því
að þetta sé einstök tölfræði á
heimsvísu. Hann hafi þó ráð ef
stórum rakettubombum verði
skotið á loft eftir að hálftími er
liðinn. „Fæ mér bara einn þre-
faldan,“ segir Ragnar og hlær.
„Ég tók þá ákvörðun eiginlega
strax og ég ákvað að gera þetta
að það væri lífsins ómöglegt að
höfða til allra. Þannig að Skaupið
verður bara það sem mér og
mínum samstarfsfélögum þykir
vera fyndið,“ segir Ragnar en
meðal þeirra sem koma að hand-
ritsgerðinni eru þeir Jóhann
Ævar Grímsson og Jón Gnarr
sem unnu að gerð Næturvaktar-
innar. Auk þeirra þriggja hafa
Baggalútsfélagarnir Guðmund-
ur Pálsson og Bragi Skúlason
lagt til nokkra velvalda og
hnyttna sketsa. Og þá aðallega
um stjórnmál og málefni líðandi
stundar.
Síðustu tökudögunum er ein-
mitt varið í það sem hefur verið
á forsíðum blaðanna og þar verð-
ur REI-málið fyrirferðarmikið
auk annarra eldheitra frétta. Svo
sem heimsókn Vítisengla.
Ragnar segist hafa leitað til
reynslubolta þegar kom að því
að velja í hlutverk þjóðþekktra
einstaklinga. En leikstjórinn
efaðist um að hann myndi taka
upp brandara síðasta árs sem
snéri að Hannes Smárasyni í
ljósi nýlegrar atburðarásar. „Eru
ekki allir komnir með nett ógeð
af þessum fjármálageira?“ spyr
Ragnar.
Leikstjórinn hefur lýst því
yfir í fjölmiðlum að Skaup árs-
ins 2007 verði með eilítið öðru-
vísi sniði og að þjóðarsálin sjálf
verði kannski meira fyrir barð-
inu á kolsvörtum húmor. Inn-
flytjendamál verði krufin til
mergjar og stór hópur erlendra
leikara komi fyrir að þessu
sinni.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur leikhópurinn
sjaldan eða aldrei verið jafn stór.
Yfir fimmtíu leikarar koma að
gerð Skaupsins og eru þá ekki
upptaldir þeir fjölmörgu
aukaleikarar sem fylla upp í
götin. freyrgigja@frettabladid.is
RAGNAR BRAGASON: TÖKUM Á ÁRAMÓTASKAUPINU LÝKUR Í DAG
Yfir 50 leikarar í Skaupinu
LEIKSTJÓRINN Miklar væntingar eru gerðar til hins margfalda Edduverðlaunahafa
Ragnars Bragasonar sem leikstýrir Áramótaskaupinu í ár.
JÓLAGJÖFIN MÍN Í ÁR Ef að líkum lætur eru þetta Fáfnismenn að senda jólagjafir til
félaga sinna í Vítisenglum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Anita Briem klæðist útivistarfatnaði frá
66°Norður í kvikmyndinni Journey to the
Center of the Earth en eins og komið hefur
fram í fjölmiðlum leikur Anita þar á móti
stórleikaranum Brendan Fraser.
„Anita leikur Íslending og er því auðvitað
í íslenskum útivistarfatnaði,“ segir Helga
Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri kynningar-
sviðs 66°Norður en merkið hefur á undan-
förnum árum verið að hasla sér völl meðal
kvikmyndastjarnanna og nýlega var
bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino
með húfu frá fyrirtækinu á forsíðu breska
blaðsins Telegraph. Anita leikur íslensku
leiðsögukonuna Hönnu sem heldur í mikla
hættuför með Fraser og þar kemur Snæ-
fellsjökull töluvert við sögu en myndin er
byggð á víðfrægri vísindaskáldsögu Jules
Verne sem hét einmitt upp á íslensku
„Leyndardómar Snæfellsjökuls“.
Journey to the Center of the Earth verður
frumsýnd næsta sumar og er búist við því
að hún gæti orðið mikill smellur. Myndbrot
úr myndinni hefur verið sýnt á undan
Bjólfskviðu í Bandaríkjunum og hefur
þegar vakið mikla athygli.
- fgg
Íslenskur fatnaður í bandarískri stórmynd
Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Anita Briem ásamt þeim Brendan
Fraser og Josh Hutchinson í Leyndardómum Snæfellsjökuls.
VEL MERKT Anita Briem klæðist fatnaði frá 66°Norður í
bandarískri stórmynd.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
fyrir skemmstu eignaðist Svan-
hildur Dalla Ólafsdóttir, önnur tví-
buradætra Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, myndarlegan son hinn 21.
nóvember síðastliðinn með manni
sínum Matthíasi Sigurðarsyni,
tannlækni. Drengurinn hefur
nú verið nefndur og fékk
hann nafnið Ólafur Ragnar
líkt og afinn.
Ólafur Ragnar yngri er
fjórða barnabarn forsetans
og fyrsti karlkyns afkom-
andi hans. Auk Ólafs
Ragnars eiga Svanhildur Dalla og
Matthías dótturina Urði og tví-
burasystir hennar, Guðrún Tinna,
á dæturnar Katrínu Önnu og
Kötlu með manni sínum Karli
Pétri Jónssyni. Svo skemmtilega
vill til að Ólafi Ragnari hinum
eldri var á sínum
tíma einnig gefið
nafn í höfuðið á
móðurafa sínum.
Svanhildur Dalla
vildi ekki ræða
nafngiftina við
Fréttablaðið í
gær og ekki
náðist tal af for-
setanum
vegna máls-
ins. - sók
Dóttursonur forsetans heitir Ólafur Ragnar
ÓLAFUR RAGNAR ELDRI Forseti Íslands fékk nafna á dögunum þegar dóttir hans,
Svanhildur Dalla, nefndi nýfæddan son sinn Ólaf Ragnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FJÖGUR BARNABÖRN
Tvíburadætur forsetans,
Svanhildur Dalla (til hægri)
og Guðrún Tinna, eiga sam-
anlagt fjögur börn.
Menn nota ýmsar aðferðir við
að vinna ástina sína aftur. Einn
umdeildasti fegurðarkóngur
Íslands, partíljónið Óli Geir Jóns-
son, hefur ákveðið að taka bloggið
í sína þjónustu við að koma á
framfæri ástarjátningu til sinnar
heittelskuðu, fyrirsætunnar Nönnu
Rakelar, en leiðir þeirra virðast
hafa skilið ef marka má skrif
hans. Augljóst er að Óli er
miður sín yfir sambands-
slitunum og lofar bót
og betrun. „Ég sé svo
mikið eftir öllu bullinu
sem ég hef gert. Ég
vildi að þú gætir
gefið mér einn séns
í viðbót þó svo ég
eigi hann ekki skil-
ið,“ skrifar Óli á 123.
is/oligeir. Og Óli
Geir getur ómögulega
hugsað sér að eyða
jólunum án stúlkunn-
ar sem hann elskar:
„Eina jólagjöfin sem
ég vil fá í ár á ekki að
kosta neina peninga.
Jólagjöfin sem ég vil
fá í ár á ekki einu sinni að vera inn-
pökkuð með slaufu. Jólagjöfin sem
ég vil fá í ár er manneskjan sem var
með mér síðustu jól, manneskjan
sem gerði jólin í fyrra skemmtilegri
sem aldrei fyrr.“
Sjónvarpsparið
Þóra Arnórsdóttir
og Svavar Hall-
dórsson eiga von
á öðru barni sínu
saman. Þóra er komin
rúmlega fjóra
mánuði á leið
og á von á sér í
byrjun maí. Þóra
og Svavar eiga fyrir tveggja ára son
og Svavar á auk þess þrjár dætur
af fyrra hjónabandi. Þetta eru mikil
gleðitíðindi fyrir sjónvarpsparið því
fyrr á árinu glímdi Svavar við erfið
veik- indi. Hann fékk þá hjarta-
áfall af völdum krans-
æðastíflu, aðeins 37
ára gamall. Svavar
hefur jafnað sig vel
eftir áfallið og sneri
nýverið aftur til
vinnu. - fgg/hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á blaðsíðu 8
1 Freyja Haraldsdóttir
2 Vantrúar
3 Ásthildur Helgadóttir