Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 2
2 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs-
aldri, Ari Kristján Runólfsson,
hefur verið dæmdur í átta ára
fangelsi í Hæstarétti fyrir tilraun
til manndráps. Hann stakk mann í
brjóstkassann með hnífi í apríl á
þessu ári. Hæstiréttur þyngdi dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hnífstungan átti sér stað í íbúð í
Reykjavík, þegar Ari Kristján og
fórnarlambið sátu ásamt fleirum
við drykkju og horfðu á fótbolta-
leik. Samkvæmt vitnisburði hús-
ráðanda fóru mennirnir skyndi-
lega að rífast, og endaði rifrildið
með því að Ari stakk manninn
tvisvar í brjóstkassann.
Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
játaði Ari að hafa stungið mann-
inn, en það hefði gerst í kjölfar
ögrunar fórnarlambsins. Niður-
staðan var sex ára fangelsis dómur.
Hann undi þeirri niðurstöðu ekki
og áfrýjaði málinu til Hæsta réttar,
þar sem hann krafðist vægari
refsingar. Svar Hæstaréttar var
að þyngja dóminn um tvö ár.
Bótagreiðslur Ara til fórnar-
lambsins voru lækkaðar í dómi
Hæstaréttar. Í Héraðsdómi
Reykjavíkur var hann látinn
greiða eina og hálfa milljón króna,
en 1,2 milljónir í Hæstarétti. Þá
bættist við áfrýjunarkostnaður
málsins, tæp hálf milljón króna.
- sþs
Calia Italia Premium hvíldarsófi (Stærð: 222 sm)
Öll sætin eru með skemli. Fæst með ljósu, dökkbrúnu eða svörtu leðri
Fæst einnig sem 2ja sæta og 4ja sæta.
Verð kr. 179.900,-
SETT EHF • ASKALIND 2A • 201 KÓPAVOGUR • SÍMI: 534 1400 • WWW.SETT.IS
OPNUNARTÍMI:
MÁN. - FÖS 11:00 - 18:00
LAUGARDAGA 11:00 -16:00
SUNNUDAGA 13:00 - 16:00
BJÓÐUM
MIKIÐ ÚRVAL AF
HÚSGÖGNUM
Á HAGSTÆÐU
VERÐI
VÖNDUÐ HÚSGÖGN
SÓFASETT, HVÍLDARSÓFAR, BORÐSTOFUHÚSGÖGN, RÚM OG MARGT FLEIRA
LÖGREGLUMÁL Einn af fimm
Pólverjum sem eru í farbanni
vegna rannsóknar lögreglu Selfoss
á nauðgunarmáli er farinn úr
landi, að því er segir í tilkynningu
sem lögreglan hefur sent frá sér.
„Przemyslav Pawel Krymski, sem
kært hafði farbann til Hæstaréttar,
sem staðfesti það, hefur nú
yfirgefið Ísland,“ segir í tilkynn-
ingunni. Lýst hefur verið eftir
honum. Lögreglan á Selfossi hefur
vegabréf hans og hinna fjögurra í
vörslu sinni.
Rannsókn mála þessara manna
er ekki lokið þar sem enn er beðið
niðurstöðu úr rannsóknum lífsýna.
Farbann þess sem yfirgaf Ísland
átti að renna út hinn 17. desember.
- jss
Rannsókn á nauðgunarmáli:
Rauf farbann
LÖGREGLUMÁL „Svona lagað gengur
náttúrlega ekki,“ segir Hilmar
Ingimundarson hæstaréttarlög-
maður og skellir upp úr þegar
hann er spurður út í þjófnaðarmál
sem þingfest verður í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á mánudag-
inn. Hilmar er verjandi Lee
Reynis Freer, heimilislauss
manns sem freistaðist til að
stinga inn á sig lifrarpylsu-
keppi.
Tildrög þess eru þau að í mars
var Lee Reynir svangur og lagði
leið sína í 10-11 í Austurstræti og
keypti þar harðfisk, rjóma og
smjör. Þá voru peningar hans upp-
urnir. Hann segist hins vegar hafa
verið afskaplega svangur og því
freistaðist hann til að stinga inn á
sig lifrarpylsukeppi, sem hann
langaði mikið í. Þegar hann var
kominn að útgangi verslunarinnar
kom ungur starfsmaður 10-11 til
hans og bað hann um að koma með
sér inn á skrifstofu. „Ég skilaði
honum auðvitað keppnum og baðst
afsökunar. Maðurinn sagði að
þetta væri allt í lagi og hann hefði
fullan skilning á þessu. Hann hefði
þó áhyggjur af því hvað ég væri
illa til reika og spurði hvort ég
gæti ekki komist í gistiskýlið í
skjól. Ég sagði honum að það væri
fullt,“ segir Lee Reynir. Hann
segir unga manninn þá hafa
stungið upp á að hringja í lögregl-
una svo hann gæti komist út úr
kuldanum. Það þótti Lee Reyni
góð hugmynd.
Lögreglan tók skýrslu af Lee
Reyni daginn eftir vegna málsins
og sagði að keppinn yrði hann að
greiða. Hann segir verslunarstjór-
ann þó ekki hafa viljað þiggja
greiðslu þar sem keppurinn hefði
endað uppi í hillu og enginn skaði
orðið.
Hilmar furðar sig á því að
ákæruvaldið hafi stefnt Lee Reyni
fyrir dóm vegna málsins þótt for-
svarsmenn 10-11 hafi ekki lagt
fram kæru. „Þetta er svo mikið
smámál og ég skil ekki hvað þeim
gengur til, þetta mál kostar skatt-
borgara svo margfalt meira en
einn lifrarpylsukeppur gerir,“
segir Hilmar og kveðst steinhissa
á viðbrögðum lögreglu og bætir
við: „Þeir standa sig vel en það eru
takmörk fyrir öllu.“
Í sama streng tekur Guðjón Karl
Reynisson, framkvæmdastjóri 10-
11. „Mér þykir þetta alveg með
ólíkindum og finnst undarlegt að
einhver vilji elta ólar við heimilis-
lausa menn vegna svona lagaðs,“
segir Guðjón en tekur fram að
málið þekki hann ekki til hlítar.
karen@frettabladid.is
Dreginn fyrir dóm út
af lifrarpylsukeppi
Lee Reynir Freer stakk á sig lifrarpylsukeppi í verslun 10-11 í mars. Starfsmaður
hafði samband við lögreglu, aðallega til að koma Lee í húsaskjól. Málið verður
þingfest á mánudag. „Með ólíkindum,“ segir framkvæmdastjóri 10-11.
SEGIST HAFA VERIÐ AFSKAPLEGA
SVANGUR Lee Reynir hnuplaði
lifrarpylsukeppi en var gripinn af
starfsmanni verslunarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Undarlegt að einhver vilji
elta ólar við heimilislausa
menn vegna svona lagaðs.
GUÐJÓN KARL REYNISSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI 10-11
Þorsteinn, var þetta of dýrt
spaug?
„Nei, spaugið fæst ekki keypt nema
dýru verði!“
Ekkert tilboð hefur borist í sextíu sek-
úndna auglýsingahlé sem setja átti inn
í mitt Áramótaskaupið á gamlárskvöld.
Þorsteinn Þorsteinsson, markaðsstjóri
RÚV ohf., segist telja að markaðnum
hafi fundist verðið, þrjár milljónir króna,
of hátt.
SJÁVARÚTVEGUR „Vísbendingar eru
um að nýr árgangur þorsks sé
lélegur,“ segir Björn Ævarr
Steinarsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknarstofnun.
„Þetta er í stórum dráttum
staðfesting á niðurskurði
aflamarks í haust og gefur því
miður ekki tilefni að endurskoða
hann,“ segir Björn.
„Það sem þessi niðurstaða
þýðir í raun er að það mun taka
enn lengri tíma að ná stofninum
upp en áætlað hafði verið.“
Heildarvísitala þorska, eins árs
og eldri, hafi lækkað um tuttugu
prósent, sem sé í samræmi við
stofnmat í vor. - kóþ
Stofnmæling botnfiska:
Nýr árgangur
þorsks lélegur
Stakk mann tvisvar í brjóstkassann með hnífi yfir fótboltaleik í apríl síðastliðnum:
Átta ár fyrir manndrápstilraun
■ Í dómi Hæstaréttar segir að
ekkert hafi komið fram í málinu
sem leitt gæti til refsilækkunar Ara
Kristjáns.
■ Sérstaklega var tekið fram að
atlaga hans hefði verið slík að
hending ein hefði ráðið því að
fórnarlambið lést ekki samstundis.
■ Maðurinn sem var stunginn býr
enn við mikinn heilsubrest vegna
árásarinnar.
■ Sveinn Andri Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður var verjandi Ara
Kristjáns.
SLYS Tveir menn slösuðust
alvarlega í bílslysi nálægt
álverinu í Straumsvík um
fimm leytið í gær. Mennirnir fóru
í aðgerð á Landspítalanum í nótt.
Eftir aðgerðina var ráðgert að
færa þá á gjörgæsludeild.
Þá slasaðist þriðji maðurinn í
slysinu minna.
Áreksturinn varð um fimm-
leytið í gær þegar jeppi og
sendibíll skullu saman, en þeir
komu hvor úr sinni áttinni.
Reykjanesbrautinni var lokað
vegna slyssins og björgunar-
starfa og varð þá annar árekstur
vegna bílamergðarinnar. Enginn
slasaðist í það skiptið.
Mikið annríki var í gær hjá
sjúkraflutningamönnum vegna
þessara og annarra óhappa. - kóþ
Bílslys á Reykjanesbraut:
Tveir fóru í
aðgerð í nótt
BRETLAND, AP Eiginkona mannsins sem gaf sig fram
á lögreglustöð á laugardag eftir að hann hvarf
fyrir fimm árum viðurkenndi í gær að hafa vitað
af því að hann væri á lífi. Áður hafði hún sagst
koma af fjöllum við fregnir af endurkomu
eiginmanns síns.
Anne staðfesti í viðtölum í breskum fjölmiðlum
í gær að myndin sem birtist af hjónunum í blöðum
daginn áður, sögð ársgömul og tekin í Panama,
væri í raun af þeim.
Hjónin sæta nú rannsókn bresku lögreglunnar
vegna gruns um fjársvik en Anne Darwin fékk
greidda út líftryggingu John Darwin þegar
dánardómstjóri lýsti hann látinn eftir hvarfið.
Lögregla hóf rannsókn á málinu fyrir nokkrum
mánuðum eftir að ættingi taldi sig heyra Anne
tala við John í síma og tilkynnti það.
John Darwin hvarf fyrir fimm árum þegar hann
var á kanósiglingu í Norðursjó. Anne segist hafa
trúað því að eiginmaður sinn væri dáinn þangað til
hann hafði samband við hana nokkrum árum síðar.
Hún neitaði að greina nánar frá því hvernig það
bar að.
Tveir synir hjónanna segjast foreldrum sínum
reiðir og að þeir vilji ekki hafa neitt saman við
þau að sælda reynist satt að þau hafi sviðsett
dauða föður þeirra. - sdg
Eiginkona mannsins sem gaf sig fram eftir að hann hvarf fyrir fimm árum:
Vissi af eiginmanninum
JOHN DARWIN Tveir synir John og Anne Darwin segjast reiðir
föður sínum og móður og vilja ekkert samband við þau hafa.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HENDING AÐ MAÐUR-
INN LÉST EKKI
ÞORSKUR Niðurstöður stofnmælingar-
innar staðfesta niðurskurð kvóta í haust.
NÁTTÚRA Fólk rak upp stór augu
þegar sjaldséður íbúi undirdjúp-
anna kom úr kafi um fjögurleytið
við Grafarvogskirkju.
Engir dýrafræðingar voru
viðstaddir til að bera kennsl á
gestinn, en
áhorfendur
þóttust vissir í
sinni sök að
annað hvort
hrefna eða
höfrungur væri
þar á ferð.
Hvort sem var
hélt dýrið innar
í voginn og
synti þar hring
eftir hring,
sallarólegt og vært.
Albert Hauksson, sem fylgdist
með ferðum skepnunnar, segist
aldrei hafa séð þetta áður, enda sé
vogurinn afar grunnur á þessum
slóðum og eigi til að tæmast þegar
fjarar. - kóþ
Hrefna eða höfrungur:
Gæfur gestur í
Grafarvoginum
HREFNA EÐA
HÖFRUNGUR
MYND/ALBERT HAUKSSON
NÁTTÚRA Skeiðarárhlaup er hafið.
Gunnar Sigurðsson, verkfræðing-
ur hjá Orkustofnun, segir rafleiðni
í ánni hafa aukist undanfarna daga
og rennslið vaxið. Einnig hafi óróa
orðið vart á jarðskjálftamælum
Veðurstofunnar á Grímsfjalli í
fyrrinótt, sem merki að vatn sé
farið að streyma úr Grímsvötnum
í Skeiðará. Því sé enginn vafi á því
að hlaupið sé hafið.
„Við gerum ekki ráð fyrir stóru
hlaupi, þetta ætti ekki að vera neitt
til að hafa miklar áhyggjur af,“
segir hann. Síðasta Skeiðarárhlaup
var í nóvember 2004, og fylgdi því
eldgos í Grímsvötnum. - sþs
Órói á jarðskjálftamælum:
Skeiðarárhlaup
hafið á ný
SPURNING DAGSINS