Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 12

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 12
 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR með flutningabílum búnum sérhönnuðum kæli- og frystitækjum og geymast í þar til gerðum vörumóttökum, vottuðum af gæðaeftirlitskerfi GÁMES. Vel skipulagt flutningakerfi og reynsla í faglegum matvæla- flutningum um allt land tryggja að neytand- inn fær vöru sína ferska innan 24–48 tíma og alla leið ... upp í munn og ofan í maga! Frekari upplýsingar um afgreiðslustaði er að finna á landflutningar.is Allur matur á að fara ... Skútuvogur Kjalarvogur Sæbraut B rú arvo g u r K lep p sm ýrarveg u r H o ltaveg u r Við erum hér Barkarvogur SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7Hannað af konum fyrir konur DÓMSMÁL Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn hefur áður hlotið ótal refsidóma, meðal annars tvisvar áður verið dæmdur fyrir kynferðis- brot. Maðurinn kom í lok febrúar 2006 óboðinn heim til vinkonu sinnar, sem lá veik fyrir með mígreni. Konan neitaði að hleypa manninum inn en hann kvaðst vera með hluti í hennar eigu í fórum sínum. Konan lagðist fyrir eftir að maður inn kom inn en hann lagðist hjá henni og fór að leita á hana. Hann hætti um stundarsakir, þegar hún bað hann um það en hóf svo aftur að leita á konuna og hafði loks samfarir við hana gegn vilja hennar. Við kærumeðferð kvaðst konan þekkja til ákærða, þau hefðu oft haft samfarir og maðurinn hefði meðal annars platað hana til þess að fá að taka af henni klámmyndir. Maðurinn játaði sök við yfir- heyrslur en dró játningu sína til baka fyrir dómi og sagði lögreglu hafa þvingað fram játningu. Hann sagðist einnig þjást af blóðtappa í höfði og ekki eiga nema tvö ár eftir ólifuð. Engin staðfesting fékkst hjá heilbrigðiskerfinu um meint veik- indi mannsins. Maðurinn var dæmdur til að greiða brotaþola átta hundruð þús- und krónur í skaðabætur. - æþe Maður dæmdur í þriðja sinn í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðisbrot: Nauðgaði veikri vinkonu sinni BANDARÍKIN, AP Robert Hawkins, nítján ára piltur sem varð átta manns að bana í verslunarkjarna í Banda- ríkjunum á miðvikudag, virðist hafa ætlað að tryggja sér frægð um leið og hann svipti sig lífi. Í verslun í verslunarkjarna í Omaha í Nebraska tók hann upp riffil og hóf skothríð á fólk af handahófi. Fólk reyndi að flýja inn í mátunarklefa og skrifstofur, en tveir starfsmenn verslunarinnar og sex viðskipta- vinir létu lífið. Fimm manns særðust. Að lokum beindi hann rifflinum að sjálfum sér og hleypti af. Hawkins var þunglyndur piltur sem hafði átt við erfiðleika að stríða í einkalífinu. Hann hafði nýlega skilið við kærustu sína, átti fáa vini og hafði einnig nýlega verið rekinn úr starfi hjá McDonald‘s-hamborg- arakeðjunni. Hann hafði nokkrum sinnum komist í kast við lögin, hafði hætt í námi og var fluttur út frá foreldrum sínum. Hann hafði fengið inni hjá foreldrum vina sinna, þar sem reynt var að hjálpa honum. „Þegar hann kom fyrst inn á heimilið var hann hlédrægur ungur maður sem átti í erfiðleikum, hann var eins og týndur hvolpur sem enginn vildi eiga,“ sagði Debora Maruca-Kovac, móðir vinanna sem skaut yfir hann skjólshúsi. Hún segir hann hafa hringt í sig um það bil klukkustund áður en hann framdi voðaverkin. Þá hafi hann skrifað sjálfsvígsbréf þar sem hann sagði að sér þætti þetta allt saman leitt og nú þyrfti hann ekki lengur að vera byrði á fjölskyldu sinni. Síðan bætti hann við: „Nú verð ég frægur.“ „Ég óttaðist að hann myndi reyna að fremja sjálfsvíg en mér datt aldrei í hug að hann myndi blanda svo mörgum öðrum fjölskyldum inn í þetta,“ sagði Maruca-Kovac. Voðaverkin á miðvikudag eru önnur fjöldamorðin á þessu ári sem framin eru í verslunarkjarna í Banda- ríkjunum. Í febrúar voru níu manns skotnir í verslunar kjarna í Salt Lake City og létust fimm þeirra. Lögreglumenn skutu til bana gerandann, átján ára pilt sem hét Sulejman Talovic. gudsteinn@frettabladid.is Vildi öðlast frægð Nítján ára piltur varð átta manns að bana í verslunarkjarna í Omaha á mið- vikudaginn. Síðustu vikurnar hafði allt gengið á afturfótunum hjá honum. Hann virðist hafa ætlað að tryggja sér frægð um leið og hann svipti sig lífi. SLOPPIN ÚT Viðskiptavinir koma út úr verslunarkjarnanum með hendur á lofti. NORDICPHOTOS/AFP ROBERT HAWKINS Morðinginn er nítján ára piltur sem átti fáa vini og hafði átt í erfiðleikum í einkalífinu. ■ Þegar lögregluskýrsla var tekin af manninum játaði hann að hafa haft samfarir við konuna án hennar vilja. Þá lýsti hann atburða- rásinni á mjög svipaðan hátt og konan lýsti í lögregluskýrslum. ■ Fyrir dómi dró hann játninguna til baka og þvertók fyrir að hafa haft samfarir við konuna. Lög- reglumaður hefði þvingað hann til að játa brotið og hótað sér gæslu- varðhaldi ef hann játaði ekki. JÁTAÐI OG NEITAÐI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.