Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 18
18 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ekki hætt „Ég legg áherslu á að þetta er bara skref, við erum alls ekki hætt.“ GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐ- HERRA UM AÐGERÐIR STJÓRN- VALDA Í ÞÁGU ALDRAÐRA OG ÖRYRKJA. Fréttablaðið 6.desember. Hinn mikli þjófur „Það er enginn meiri þjófur til, hvað lífskjör allra varðar, en verðbólgan, sem öllu vill stela.“ GUÐNI ÁGÚSTSSON VONAR AÐ VERÐBÓLGAN HIRÐI EKKI KJARA- BÆTUR ÖRYRKJA OG ALDRAÐRA. Fréttablaðið 6. desember. Bílddælingar voru vanir að geta gengið til vinnu sinnar enda er þorpið lítið og fámennt. Því er ekki þannig farið með Jón Hákon Ágústsson, sem þarf að ferðast 384 kílómetra til vinnu sinnar í Skútuvogi í Reykjavík. „Það er ekkert gaman að þessu en maður lætur sig hafa það,“ segir Jón Hákon Ágústsson, sem búsett- ur er á Bíldudal en starfar sem vaktstjóri og aðstoðarrekstrar- stjóri í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Það er að segja 384 kílómetrum frá heimili sínu. „Sem betur fer búa móðir mín og bróðir hérna í bænum og ég hef fengið herbergi hjá þeim. Þetta væri nú varla hægt ef maður þyrfti að leigja hérna. Venjulega kemst ég heim aðra hvora helgi með því að skipta, þá legg ég í hann á fimmudagskvöldi og svo legg ég í hann aftur frá Bíldudal um miðjan dag á sunnudegi.“ Jón Hákon ólst upp á Bíldudal eins og kona hans, Guðbjörg J. Theódórs, en þau fluttu til Reykja- víkur þegar komið var að fram- haldsskólanámi. Árið 2003 héldu þau aftur vestur og Jón Hákon opn- aði veitingastofu í gamla Kaup- félaginu en hún hártískuhúsið Centrum. „Svo var fólksfækkunin orðin svo mikil að það var ekki nokkur grundvöllur fyrir því að reka veitingastofuna áfram svo ég skellti bara í lás. Ég leitaði að vinnu fyrir vestan en það var enga vinnu að fá. Þegar mér bauðst svo þessi vinna í sumar hjá Húsasmiðjunni tók ég því með glöðu geði enda ekk- ert annað að gera eins og staðan var.“ Það er rífandi gangur hjá Guð- björgu á Centrum en vissulega unir hún þessum hag þeirra illa. „Þetta er náttúrlega ekkert skemmtilegt en maður lætur sig hafa það,“ segir hún. „Reyndar var faðir minn sjómaður og var því oft fjarverandi þannig að ég þekki þetta,“ segir hún. Dætur þeirra hjóna, Veroníka sem er sex ára, og Sylvía Björt sem er tíu ára, hafa þurft að búa við þetta fyrirkomu- lag frá því í sumar. „Þetta er ekk- ert auðvelt fyrir þær,“ segir Guð- björg meðan hún klippir viðskiptavin sem kominn er frá Tálknafirði til að láta hana fara höndum um hár sitt. „Þau eru líka þung skrefin fyrir mig þegar ég þarf að hafa mig af stað suður,“ segir Jón Hákon. Þótt vestfirskir sjómenn hafi mátt búa við álíka örlög heila ævi á árum áður ætla þau hjúin ekki að una þessu lengi. „Ég er að vonast til að atvinnumálin vænkist á Bíldudal, þá fer ég vestur alveg um leið. Nú fer kalkþörungaverk- smiðjan að fara á fullt svo vonir manns glæðast vissulega við það. Nú, ég tala nú ekki um ef af olíu- hreinsunarstöðinni verður. Eflaust þyrfti þá Húsasmiðjan útibú á Bíldudal, þá er ég með lausnina við því,“ segir hann og hlær. „Ef ekk- ert gerist í þeim atvinnumálum þá kemur Guðbjörg með stelpurnar suður þegar skólanum lýkur, það er ekkert annað að gera.“ Þessir 384 kílómetrar sem skilja heimili hans frá vinnustaðnum eru síður en svo greiðfarnir. „Ég held ég sé búinn að eyðileggja fjögur dekk á þessu,“ segir hann og hlær við. Og nú er sá tími genginn í garð að það þykir ekkert sjálfsagt að fært sé yfir Klettsháls eða aðrar heiðar á leiðinni vestur og því ekk- ert sjálfgefið að Jón Hákon komist heim til að njóta frídaganna þegar að þeim kemur. Jón Hákon er alls ekki eini Bíld- dælingurinn sem þarf að ferðast til vinnu sinnar. „Það eru nokkrir sem vinna í vegavinnu í Kollafirði og svo er það einn sem hefur verið að róa frá Grindavík í árafjöld,“ segir Jón Hákon. En hvar svo sem Jón Hákon sækir vinnu í framtíðinni og hvar sem þau hengja hattinn er alveg víst hvert vilji þeirra stefnir. „Við viljum eiga heima hér á Bíldudal,“ segir Guðbjörg. jse@frettabladid.is Heim frá Arnarfirði til vinnu í Skútuvogi JÓN HÁKON ÁGÚSTSSON Í HÚSASMIÐJUNNI Það er eins gott að það sé gaman í vinnunni hjá Jóni Hákoni því hann þarf að leggja að baki eina 384 kílómetra til að komast í hana heiman frá sér úr Arnarfirðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GUÐBJÖRG J. THEÓDÓRS Í hártískuhús- inu Centrum á Bíldudal. BÍLDUDALUR Vonast er til að atvinnuástandið batni á staðnum. „Ég var að koma aftur frá Gaza-svæðinu og get sagt þér hvað er að frétta þaðan,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Íslands-Palestínu. „Ég varð ekki var við aðra gesti á hótelinu mínu, því ég var kominn inn í eitt stórt fang- elsi. Þarna vantar allar helstu nauðsynjar, þar með talin næstum öll lyf og matvæli eru af mjög skornum skammti. Alla varahluti vantar fyrir rafeindatæki og allt þetta gerir að verkum að heilbrigðisþjónustan er lítil sem engin,“ segir Sveinn. Ísraelsmenn hafi hótað að taka rafmagnið af svæðinu í byrjun mánaðarins en því hafi verið frestað til 21. des. með dómsúrskurði. „Og ef þeir gera það þá stöðvast rafmagns- dælurnar sem pumpa söltu drykkjarvatninu úr brunnum, fyrir utan dælurnar sem pumpa skólpi.“ Sveinn hefur ferðast öðru hvoru til Palestínu allar götur síðan 1990. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn ömurlegt. „Þetta er einhvern veginn allt öðruvísi núna því það er verið að banna fólki allar bjargir. Það segir sig sjálft að þegar vatn og rafmagn er tekið af fólki þá er ekki mikið eftir. Það er alveg ótrúlegt ef heimurinn ætlar að horfa upp á þessar aðfarir án þess að gera nokkuð. Á sama tíma og menn þykjast vera að ræða frið og friðsam legar lausnir á málunum er fólk að deyja fyrir hendi Ísraelshers. Það var alveg voðalegt að koma þarna og að sjá að ástandið er jafn ægilegt og raun ber vitni.“ Á Gaza-svæðinu er yfir 70 prósenta atvinnuleysi og 80 prósent lifa undir hungur- mörkum, segir Sveinn. Fólk lifi á matargjöfum hjálpar- starfsmanna, sem komast inn á svæðið öðru hvoru, eftir duttlungum hersins. „Ég hvet fólk til að kynna sér þetta betur á www. end-gaza-siege.ps,“ segir Sveinn og kveður. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SVEINN RÚNAR HAUKSSON, LÆKNIR OG FORMAÐUR ÍSLANDS-PALESTÍNU Nýkominn aftur frá Gaza-svæðinu „Ég hef nú ekki sett mig mikið inn í þetta mál, en auðvitað er gott mál ef þeir eru að gera eitthvað í þessu,“ segir Ásdís Jóelsdóttir kennari um aðgerðir ríkisstjórn- arinnar í þágu öryrkja og aldraðra, sem kynntar voru í fyrradag. „Ég á sjálf aldraða foreldra sem eru á hjúkrunarheimili og kannast við allt baslið í kringum það.“ Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar miðast aðgerð- irnar meðal annars við að skerðing tryggingabóta vegna tekna maka verði afnumin og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækki í hundrað þúsund krónur. Ásdís segist þekkja vandamál sem tengist þessum málum, og líst ágætlega á lausn- irnar. „Síðan finnst mér rétt að nefna það að heimahjálp er engin lausn, aldraðir geta fengið þessa þjónustu en hún hentar ekkert öllum. Mér finnst að aldraðir eigi að hafa rétt á að fara á hjúkrunarheimili, þeir hafa greitt fyrir það með sínum sköttum.“ SJÓNARHÓLL AÐGERÐIR Í ÞÁGU ALDRAÐRA Gott að þeir geri eitthvað ÁSDÍS JÓELSDÓTTIR Kennari. OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 7. desember MIKIÐ STUÐ - HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 Dagskrá: ::: Séra Pálmi Matthíasson blessar vetrarstarfið ::: Bubbi Morthens kynnir nýju bókina sína ::: Guðmundur Guðjónsson kynnir 2 nýjar bækur ::: Einar Falur og Ingólfur kynna nýja bók ::: Guðmundur formaður segir frá nýjum svæðum SVFR ::: Veiðistaðalýsing, Langá á Mýrum ::: Myndagetraunin magnaða ::: Happahylurinn verður á sínum stað í boði Intersport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.