Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 22

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 22
22 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR > Spá um mannfjöldaþróun á Íslandi HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 43 7. 84 4 35 2. 70 5 38 5. 04 4 31 9. 12 2 41 2. 85 8 2010 2020 2030 2040 2050 Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is Flest tjón og slys í umferð- inni verða á föstudögum. Hættulegustu gatnamótin eru við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og sautján ára ökumenn ollu nær þriðjungi færri slysum en ökumenn sem eru einu ári eldri. Þeir stóðu sig einnig mun betur en nítján ára ökumenn. Föstudagur er í hugum margra dagur fagurra fyrirheita og marg- ir halda heim úr vinnu fullir til- hlökkunar. Ströng vinnuvika er þá að baki en frídagar í faðmi fjöl- skyldu fram undan. Ef rýnt er í tölur lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu má þó einnig sjá að föstu- deginum fylgja fleiri slys og tjón í umferðinni en aðra daga svo veg- farendur skyldu varast það að láta óþreyjuna ná tökum á sér þótt heimferðin geti reynst seinfarin í dag. Frá ársbyrjun og til nóvember- loka hafa orðið 852 slys í umferð- inni á höfuðborgarsvæðinu. Þar af hafa 146 komið upp á föstudegi, eða sautján prósent. Flest slys- anna verða milli klukkan fjögur og fimm síðdegis enda eru þá flestir á leið úr vinnu. Ef miðað er við gögn frá Sjóvá Forvarnarhúsi um slys og tjón er það sama uppi á teningnum; hvort sem tekið er höfuðborgarsvæðið eða landið allt verða flest slys og tjón á föstudegi. Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Mesta slysagildran á landinu er gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Ef miðað er við gögn frá Sjóvá Forvarnarhúsinu um slys og tjón á síðasta ári kemur í ljós að átján prósent slysa og þrettán pró- sent tjóna verða á þessum gatna- mótum. Hvað tjónum viðvíkur verða þau flest við aftanákeyrslur. „Oft eru þetta tjón þar sem ekið er aftan á heiðar lega ökumenn sem stoppa á gulu ljósi en eru svo óheppnir að fá næsta bíl aftan á sig þar sem ökumaður hans á ekki von á því að ökumaður bílsins fyrir framan virði gula ljósið og ætlar sér meira að segja sjálfur yfir á rauðgulu ef svo mætti segja,“ útskýrir Einar Guðmundsson, for- stöðumaður Sjóvár Forvarnarhúss. Ökumönnum er því hollast að fara sér hægt hjá umferðarljósunum og gera frekar ráð fyrir því að öku- maður í bifreiðinni á undan virði umferðarljós. Hugmyndir hafa verið uppi um að leiða Kringlumýrarbraut og Miklubraut í stokk neðanjarðar en hafa hringtorg ofanjarðar þar sem ökumenn geti beygt út af þessum götum. „Það voru því mikil vonbrigði að nýr meirihluti í borgarstjórn skyldi taka þessar framkvæmdir af dag- skrá miðað við þann fjölda slysa sem á sér stað þarna,“ segir Einar. Einnig er hægt að draga úr hætt- unni sem leynast á hinum ýmsu gatnamótum með því að liðka fyrir umferð á nálægum stöðum. Til dæmis hefur slysum og tjónum stórlega fækkað á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbraut- ar síðustu ár og spurning er hvort framkvæmdir við Mjódd sem liðk- aði fyrir umferð þar eigi þátt í þeirri heillaþróun. Karlar valda fleiri slysum og tjónum Þegar gögnin eru skoðuð út frá aldri og kyni þeirra sem verða fyrir slys- um og tjónum kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Til dæmis eru það mun fleiri karlar sem verða fyrir slysum og tjónum á höfuð- borgarsvæðinu, eða um 60 prósent, samkvæmt upplýsingum frá For- varnarhúsinu. Það sem af er þessu ári hafa 15 beðið bana í umferðinni á landinu öllu en þar af eru aðeins tvær konur. 145 hafa orðið fyrir alvarlegu slysi; 95 karlmenn og 50 konur. Ökunámið skiptir meira máli en aldur ökumanna Flestir skyldu halda að yngstu ökumennirnir yllu mestum skaða. Hugmyndir um að hækka ökuleyfis- aldurinn hafa farið fjöllum hærra undanfarin ár. Gögn Forvarnarhúss benda hins vegar til þess að öku- kennslan sjálf og aðgerðir sem bein- ast að nýjum ökumönnum hafa mun meiri áhrif en aldur ökumanna. Á síðasta ári voru langflestir tjónvald- arnir 18 og 19 ára. Hvor árgangur hafði valdið 129 þeim tjónum sem tilkynnt voru hjá Sjóvá. 17 ára nýgræðingarnir koma hins vegar langt á eftir með 79 tjón á sam- viskunni. En það þurfa heldur ekki allir að vera með ökuréttindi til að valda tjóni því 16 ára unglingar urðu valdir að 82 tjónum. Það er því ljóst að æfingaaksturinn tekur sinn toll en þó ber að geta þess að árangur yngri ökumanna hefur batnað með árunum en árið 1989 urðu 40 prósent nýrra ökumanna fyrir tjóni. Það sem er enn athyglisverðara er að þeir sem voru á 19. ári ollu 43 slysum í umferðinni af þeim sem eru einu ári yngri slösuðust ollu aðeins 17 eða næstum því þriðjungi færri. „Undanfarin ár hafa 17 ára öku- menn verið valdar að langflestum slysum en svo hefur það hlutfall farið minnkandi en nú er svo komið, í fyrsta sinn, að þeir valda færri tjónum en hinir sem eru einu og tveimur árum eldri,“ segir Einar. „Hugsanlega er skýringuna að finna í ökumatinu sem sett var á í fyrra en það þýðir að ef ökumaður fær fjóra refsipunkta meðan hann er með bráðabirgðaskírteini fer hann í akstursbann og þarf því að fara á námskeið og taka prófið aftur. Hugsunin er sú að sá sem fær fjóra punkta svona skömmu eftir að hafa farið í gegnum ökunámið hafi hrein- lega ekki verið að fylgjast með og hefur því þörf á að fara yfir þetta aftur. Ef þetta er ekki skýringin má velta því fyrir sér hvort þetta sé svona svakalega klár árgangur,“ segir Einar og hlær við. 35 ára ökumenn, sem ættu að hafa nokkuð góða ökureynslu, ollu 70 tjónum eða einungis níu færri en nýgræðingarnir. Eflaust gæti það reynst fleirum en nýgræðingum erfitt að sleppa við þessa fjóra punkta en það þarf ekki annað en að aka yfir á rauðu ljósi til að fá þá. En hvað sem allri tölfræði líður þá ættu ökumenn að fara varlega í umferðinni í dag sem og aðra daga; af hvaða aldri og kyni sem hann nú er og sama hvaða gatnamót hann fer um. Félagið Landsnet hf. á og rekur allar megin flutningslínur rafmagns á Íslandi. Til svokallaðs stofnulínukerfis telast allar rafmagnslínur sem eru með 66 kílóvatta spennu og hærri auk 33 kílóvatta. Hvert er hlutverk Landsnets? Hlutverk Landsnets er að annast flutning á raforku um landið og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum raforkulaga frá því árið 2003. Félaginu er ekki heimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem því er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt raforkulögum. Þó er félaginu heimilt að reka raforkumarkað. Stjórn félagsins á að vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu eða sölu raforku eftir því sem nánar er ákveðið í samþykktum þess. Hverjir eru eigendur Landsnets? Langsamlega stærsti eigandi Landsnets, með um 68 prósenta hlut, er Landsvirkjun en aðrir eigendur eru RARIK, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða. Félögin hafa lagt inn flutningsvirki sín sem hlutafé. Í ársbyrjun 2005 voru áætluð verðmæti flutningskerfis Landsnets um sjötíu millj- arðar að stofnvirði en bókfært virði þeirra var um 32 milljarðar. Verðmætin eru að mestu leyti bundin í háspennulínum og tengivirkjum. Hvaða veitur eru tengdar Landsneti? Allar dreifiveitur og stórnotendur eru tengdar við flutningskerfi Landsnets hf. Allar virkjanir sem eru sjö megavött og stærri eiga að tengjast flutningskerfinu samkvæmt lögum. Flest tjón verða við aftanákeyrslur UMFERÐ UM KRINGLUMÝRARBRAUT Umferðin um Kringlumýrarbraut getur verið þung og á henni er að finna mörg varasöm gatnamót. Það er því betra að passa sig í umferðinni í dag, föstudag, en flestu tjónin og slysin verða á þessum degi. TÍÐNI UMFERÐARSLYSA EFTIR VIKUDÖGUM 2007 Hlutfall tjóna og slysa tilkynnt trygg- ingarfélögum eftir vikudögum á land- inu öllu. Fjöldi tjóna Fjöldi slasaðra Sunnudagur 9,0% 16,7% Mánudagur 15,5% 15,9% Þriðjudagur 15,3% 12,3% Miðvikudagur 15,3% 11,7% Fimmtudagur 15,9% 14,2% Föstudagur 17,4% 18,7% Laugardagur 11,6% 10,6% Heimild: Forvarnarhús Sjóvár. Tjón Slys 15 25 35 45 55 65 75 85 91 129 38 43 86 70 30 16 1 5 15 0 7 aldur FJÖLDI TJÓNA OG SLYSA EFTIR ALDRI Uppi eru hugmynd- ir um að koma svokallaðri sjávar- fallavirkjun fyrir í Breiðafirði. Róbert A. Stefánsson er forstöðumaður Náttúrustofu Vestur- lands. Hvernig virka sjávar- fallavirkjanir? Þær nota sjávarfalla- strauma til að snúa hverflum og framleiða rafmagn. Þetta er frekar einföld eðlisfræði en Breiða- fjörðurinn hefur helst verið nefndur þar sem sjávarfallastraumar hér eru sterkari en annars staðar. Hvaða áhrif hafa sjávarfallavirkj- anir á lífríki sjávar? Það er nú talið að áhrifin á lífríkið séu minni háttar, en það á eftir að skoða þetta betur. Ég veit í raun ekki um nein neikvæð áhrif. Eru þessar virkjanir sniðugar? Ég veit ekkert um hagkvæmnina en menn telja að þetta sé möguleiki. Það sem ég hef mestar áhyggjur af eru landslagsáhrif, þá ræður mestu hvort menn sökkvi tækjabúnaðinum í sjó eða hafi hann uppi á landi og þá óttast ég sjónmengun af völdum virkjana af þessu tagi. SPURT & SVARAÐ SJÁVARFALLAVIRKJANIR Áhrif á lífríki minni háttar RÓBERT A. STEFÁNSSON Forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands. FBL-GREINING: LANDSNET HF. Sér um flutning rafmagnsins um landið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.