Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 24
24 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Activision og Vivendi
saman
Tölvuleikjaútgáfurnar Activision
og Vivendi Games, sem á meðal
annars Blizzard Entertainment,
ætla að sameinast. Nýja fyrirtækið
mun heita Activision Blizzard, og
verður að meirihluta í eigu Vivendi.
Sameinaða fyrirtækið verður eitt
það allra stærsta í leikjaheiminum.
Fullyrt er að sameiningin hafi engin
áhrif á starfsemi Blizzard, sem gerði
meðal annars leikina Warcraft, Dia-
blo, Starcraft og World of Warcraft.
Jobs talar á Macworld
Steve Jobs, forstjóri
Apple, mun flytja
aðalfyrirlesturinn á
Macworld-ráðstefn-
unni sem haldin
verður í San Francis-
co í Bandaríkjunum
í byrjun janúar.
Búist er við að nýjar
vörur verði kynntar
á ráðstefnunni og er
ný fartölvulína oftast nefnd í því
sambandi.
Mest leitað að iPhone
iPhone var það leitarorð sem oftast
var slegið inn í Google á þessu
ári samkvæmt upplýsingum frá
fyrirtækinu. Facebook lenti í þriðja
sæti og YouTube var í því sjötta.
iPhone-síminn var fyrst kynntur
í janúar á þessu ári, og kom út í
Bandaríkjunum í júní.
Facebook biðst afsökunar
Stofnandi
Facebook
hefur beðið
notendur
afsökunar á því hvernig staðið var
að nýju auglýsingakerfi samfélags-
vefjarins. Kerfið fylgist með því
hvað notendur kaupa í gegnum
samstarfsvefi Facebook, og birtir
síðan auglýsingar sem tengjast
kaupum notenda. Eftir fjölda
kvartana hefur Mark Zuckerberg,
stofnandi Facebook, nú beðið
notendur afsökunar og boðið þeim
að slökkva á auglýsingakerfinu ef
þeir vilja.
taekni@frettabladid.is
Vefurinn: StumbleUpon
Rápaðu um vefinn með hjálp StumbleUpon.
Notendur mæla með sniðugum síðum og
birta tengla hingað og þangað á vefnum.
www.stumbleupon.com
TÆKNIHEIMURINN
Tvö ný fjarskiptafyrirtæki bætast í
flóruna hér á næsta ári: IceCell
og Amitelo. Þau koma bæði frá
Sviss, og voru með bestu til-
boðin þegar Póst- og fjarskipta-
stofnun bauð út rekstur tveggja
GSM-kerfa fyrr á þessu
ári. Ólafur Sigurvinsson,
framkvæmdastjóri
IceCell, segir undirbún-
ingsvinnu ganga vel
og stefnir á að hefja
starfsemi í júní á
næsta ári.
„Núna er í gangi undirbúningsvinna
hjá okkur, og síðan förum við af krafti í
uppbyggingu GSM-sendanna eftir áramót.
Við vorum með þýskt uppsetningarteymi hjá
okkur í vikunni að skoða aðstæður og þeim
leist mjög vel á þetta,“ segir hann. „Upp-
byggingin á netinu fer fram í febrúar og
mars, svo taka við prófanir og slíkt,
þannig að við erum að stefna á að
hefja starfsemi í júní.“
Aðspurður hvaða áhrif innkoma
Nova á fjarskiptamarkaðinn hafi á
IceCell segir Ólafur að fyrirtækin
leggi áherslur á mismunandi þjón-
ustu. „Þeir eru að leggja áherslu
á þriðju kynslóðina (3G), en við
verðum með venjulega GSM-
þjónustu á okkar eigin neti. Það
verður samt keppt um viðskipta-
vini, það er alveg ljóst. Við erum ekkert
feimnir við það.“
Ólafur segir að þrátt fyrir að IceCell verði
ekki með 3G-þjónustu, í það minnsta ekki
til að byrja með, muni fyrirtækið bjóða upp
á þjónustu sem ekki hafi sést hér áður.
Hann geti þó ekki farið nánar í útfærsluna.
„Nokkrir hluthafar okkar koma frá Asíu
þannig að við verðum væntanlega að horfa
á módel sem eru í gangi þar. Það kemur
bara í ljós þegar við ýtum úr vör, en þetta
verður alveg glænýtt.“
Að lokum bætir hann við að næsta ár
verði mjög áhugavert í farsímaþjónustu-
bransanum. „Það er náttúrlega rányrkja í
gangi á þessum markaði, en fjörið eykst eftir
því sem fleiri fara í loftið. Það sem skiptir
öllu máli er að á endanum er það neytand-
inn sem græðir.“
TÆKNISPJALL: FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ ICECELL UNDIRBÝR INNREIÐ SÍNA Á ÍSLENSKAN MARKAÐ
Stefna á að hefja starfsemina í júní
Ný viðbót við íslenska fjöl-
spilunarleikinn EVE Online
kom út í fyrradag. Útgáfan
gekk ekki snurðulaust fyrir
sig því margir notendur
lentu í því að geta ekki
kveikt á tölvunni sinni eftir
uppfærsluna.
Trinity, nýrri viðbót við
fjölspilunar leikinn EVE Online
fylgdi meinleg villa sem gerði
fjölmargar tölvur óstarfhæfar.
Fyrsta útgáfa viðbótarinnar, sem
sett var á netið í fyrradag, eyddi
mikilvægri stýrikerfisskrá sem
Windows XP þarf til að ræsa sig.
Fyrir vikið gátu þeir spilarar
sem settu inn gölluðu útgáfuna, og
nota Windows XP, ekki kveikt á
tölvunni sinni eftir að slökkt var á
henni. Til þess að komast aftur inn
í Windows þurftu þeir að gera við
stýrikerfið með sérstökum upp-
setningardisk, eða hreinlega setja
það upp aftur.
Gallinn var lagaður fljótlega
eftir að hann kom í ljós, og er ekki
til staðar í þeirri útgáfu Trinity
sem er nú á vef EVE Online. Fjöldi
spilara hafði þó náð í gölluðu
útgáfuna, enda jafnan mikil eftir-
vænting eftir nýrri viðbót við leik-
inn.
Viðbótin er ókeypis eins og
aðrar viðbætur við leikinn. Allt
frá því leikurinn kom út í maí 2003
hafa fimm eiginlegar viðbætur
komið út: Exodus, Cold War
Edition, Red Moon Rising og
Revelations I og II.
Sú nýjung sem helst er hampað
í Trinity-viðbótinni er stórbætt
grafík. Flikkað hefur verið upp á
áferð og útlit geimskipanna í
leiknum, sem eru til í yfir fimm
hundruð stærðum og gerðum,
þannig að þau virðast raunveru-
legri. Þess utan eru fimm nýjar
tegundir geimskipa kynntar í við-
bótinni, sem bætast við þær 25
tegundir sem fyrir voru í leikn-
um.
Engin svör fengust hjá forsvars-
mönnum CCP varðandi gallann
þegar Fréttablaðið leitaði eftir
því. Á EVE-vefnum er notendum
tilkynnt um gallann í frétt, og þeir
beðnir að slökkva alls ekki á
tölvum sínum sem settu upp göll-
uðu útgáfu viðbótarinnar. Þeir
sem eiga nú tölvu sem virkar ekki
eru beðnir innilega afsökunar.
salvar@frettabladid.is
Ný EVE-viðbót breytti
tölvum í bréfapressur
TRINITY Grafíkin hefur verið stórbætt í nýju viðbótinni og fimm nýjum tegundum geimskipa hefur verið bætt við. MYND/CCP
Spirit, geimbíll
NASA sem staddur
er á Mars, hefur
loksins náð að losa
sig úr jarðvegin-
um sem hann
hefur verið
fastur í
síðustu tvær
vikur. Vísindamönnum á jörðu
niðri tókst að losa bílinn með
gamalkunnugri tækni: að juða
honum fram og til baka þangað til
hann komst af stað.
Ævintýrið er þó ekki úti enn því
næsta mánuðinn þarf Spirit að
keyra 25 metra yfir svipað
torfæran jarðveg, til að komast í
skjól áður en veturinn hefst á
Mars. Þangað þarf hann að
komast fyrir 1. janúar, enda eru
orkubirgðir bílsins nánast
uppurnar vegna ryks á sólarraf-
hlöðum hans. - sþs
Spirit náði loksins að losa sig:
Fastur á Mars
vikum saman
Geimvísindastofnun
Bandaríkjanna,
NASA, hefur
slegið
geimskoti
ferjunnar
Atlantis á
frest vegna bilunar í eldsneytis-
tanki. Reynt verður að skjóta
geimferjunni á loft í dag, en í
ferðinni á að bæta við nýrri álmu
í Alþjóðlegu geimstöðina.
Samkvæmt fréttavef Reuters
er nýja álman, sem heitir
Columbus, stærsta framlag
evrópsku geimvísindastofnunar-
innar, ESA, til geimstöðvarinnar.
Upphaflega átti að setja hana upp
fyrir fimm árum en Columbia-
slysið, þegar geimferja sprakk
rétt eftir að henni var skotið á
loft, setti strik í reikninginn. - sþs
Ætla að bæta við geimstöð:
Atlantis bíður
eftir geimskoti