Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 44
BLS. 6 | sirkus | 7. DESEMBER 2007
Ég tók þátt í fyrirsætukeppninni Face North fyrir þremur árum og bar sigur úr býtum en þá var ég 19 ára. Í kjölfar keppninnar fékk ég tækifæri sem
mörkuðu upphaf ferilsins hjá mér,“ segir Tinna Bergs-
dóttir fyrirsæta, Þrátt fyrir ungan aldur hefur Tinna náð
langt í fyrirsætuheiminum og myndir af henni hafa birst í
tímaritunum Elle, Marie Claire og Harpers Bazaar þótt
fátt eitt sé nefnt. Fljótlega eftir Face North-keppnina var
Tinnu boðið að starfa á vegum módelskrifstofunnar
Eskimo Models á Indlandi. „Frá unga aldri hafði mig
dreymt um að koma til Asíu og þurfti því ekki að hugsa
mig tvisvar um þegar ég fékk þetta tilboð upp í hendurn-
ar. Í upphafi ætlaði ég mér að vera 1-2 mánuði en var í
tæpt ár.“ segir hún. Indlandsdvölin gaf henni ekki einugis
dýrmæta reynslu því Tinna fann ástina á Indlandi. „Ég
var nýkomin til Indlands þegar ég hitti Acquin kærastann
minn. Við hittumst í partíi hjá Bjarneyju hjá Eskimo og
upp úr því þróaðist samband okkar.“ Í dag búa þau Tinna
og Acquin saman í London og starfa bæði við
fyrirsætustörf. Tinna hefur náð langt í
fyrirsætuheiminum þar úti og sat nýverið
fyrir í auglýsingaherferð H&M. „Það er búið
að vera rosalega mikið að gera hjá mér og ég
er alsæl með lífið og tilveruna í London. Ég er
nýkomin frá Þýskalandi, en þar sýndi ég á
tískusýningu fyrir Burberrys,“ segir Tinna
sem er bókuð langt fram í tímann. Tinna og
Acquin taka sér þó frí frá fyrirsætustörfunum
um jólin. „Við komum heim til Íslands 15.
desember og hlökkum mikið til. Acquin var á
Íslandi síðustu jól og var yfir sig hrifinn af
landi og þjóð,“ segir að lokum ofurfyrirsætan
Tinna sem á framtíðina fyrir sér.
Bergthora@frettabladid.is
TINNA BERGSDÓTTIR FYRIRSÆTA
Situr fyrir í nýrri
auglýsingu fyrir H&M
TINNA BERGSDÓTT-
IR ER AÐ GERA ÞAÐ
GOTT Í FYRIRSÆTU-
HEIMINUM Nýlega
sat hún fyrir hjá
sænska tískurisan-
um H&M.
Brátt munu myndir af Tinnu prýða auglýsingar
H&M.
Hárgreiðslumaðurinn Baldur Rafn
Gylfason og fegurðardrottningin og
flugmaðurinn, Sigrún Bender, eiga
von á sínu fyrsta barni saman en
fyrir á hann soninn Tristan Gylfa.
Barnið á að koma í heiminn 22. maí
en Sigrún er komin 16 vikur á leið.
Parið er búið að vera saman í nokk-
ur ár en þau trúlofuðu
sig á Bahamaeyj-
um í fyrra. Bald-
ur hefur getið
sér gott orð
sem einn af
færustu hár-
greiðslu-
mönnum
landsins en
hann átti
hár-
greiðslu-
stofuna
Mojo ásamt Guðmundi Hall-
grímssyni. Í fyrra seldi Bald-
ur sinn hlut og keypti heild-
söluna Árgerði sem flytur
inn hársnyrtivörur ásamt
Ástu Margréti Birgisdóttur
en þau breyttu nafninu í
Proact. Heildsalan er ekk-
ert venjuleg en hún sérhæf-
ir sig í því að kynna nýja
tískustrauma fyrir hár-
greiðslufólki á Íslandi.
Proact hefur umboð fyrir
merki á borð við Matrix,
L‘Oreal, Joico og Kerast-
ase. Sigrún er við það að
ljúka flugnámi en hún
hefur starfað sem flug-
freyja hjá Iceland Express
og svo hefur hún verið
flugkennari hjá Flugskóla
Íslands. Þegar Sirkus náði
tali af þeim voru þau
mjög spennt yfir tilvon-
andi erfingja. - mmj
BALDUR RAFN OG SIGRÚN BENDER
EIGA VON Á ERFINGJA
KOMIN 16
VIKUR Á LEIÐ
TRÚLOFUÐU SIG Á BAHAMAEYJUM
Baldur Rafn og Sigrún eru yfir
sig ástfangin. Nú hefur ástin borið
ávöxt því þau eiga von á erfingja.
BALDUR RAFN GYLFASON HÁR-
GREIÐSLUMAÐUR
Gleraugnasmiðjan
KRINGLUNNI - Sími 588 9988
Laugavegi 36 - Sími 551 1945
Afnemum
VSK í dese
mber
Gjafakortin
tilvalin jóla
gjöf