Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 48
● hús&heimili ● STELLA MCCARTNEY Tískuhönnuðir eru yfirleitt einni árstíð á undan okkur hinum og þar er Bítladóttirin Stella McCartney engin undantekning. Meðan við skjálfum af kulda hérna á skerinu, dúðuð í ullar- kápur og bryðjandi hálsbrjóstsykur, hefur McCartney sent frá sér vor- og sumarlínu næsta árs og er frem- ur spör á efnið eins og sjá má. Enda kannski frekar hugsað fyrir baðstrandarferð í steikjandi hita en jeppaferð upp á jökul. Við bíðum þess tíma með öndina í hálsinum. 1 2 3 4 5 Frakkar eru það heitasta í ár að sögn Sighvats og ef verið er að hugsa um yfirhöfn þá er það frakki en ekki úlpa eða útijakki. Alveg sama hvort það er yfir gallabuxur eða jakkaföt. „Fyrir þremur til fjórum árum notuðu menn frakk- ana sína bara spari en nú eru þeir orðnir aðalyfirhöfnin í stað- inn fyrir úlpuna, stutta jakkann eða annað slíkt,“ segir Sighvatur en tekur fram að það sé svo sem ekkert nýtt undir sólinni því auð- vitað komi tískan alltaf aftur. Sighvatur segir boli gjörsam- lega vera á útleið og að skyrt- urnar komi inn í staðinn. „Þetta hefur verið þróunin síðasta árið að skyrtan hefur leyst bolina af hólmi,“ segir Sighvatur og tekur sem dæmi að í stað þess að vera í bol undir peysu með v-hálsmáli þá sé nú málið að vera í skyrtu undir peysunni. „Þá er auðvitað hægt að skella bindinu upp líka. Aftur á móti er það algjört bannorð að vera í bol undir skyrtunni. Menn sem vilja vera í bol undir skyrt- unni hafa meira að segja rifið bolinn yfir bringuna til að ekki sjáist í hann,“ segir Sighvatur og bætir því við að tískan sé að verða fínni aftur. Spurður hvað sé að gerast í bindatískunni, segir Sighvatur: „Það er allt að gerast í bindunum. Þau fara mjókkandi og gardínu- efnin eru að koma inn aftur en við eigum auðvitað gríðarlegt úrval af bindum.“ - sig Frakkar eru málið ●Sighvatur Halldórsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, hefur tískustraum- ana alveg á hreinu. Hann mælir með því að frakki sé notaður sem alhliða yfirhöfn í dag. Starfsmaður Herragarðsins skartar hér millisíðum frakka sem Sighvatur Halldórsson verslunarstjóri segir að sé aðalyfirhöfn herramannsins þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Gallabuxur og stælleg skyrta frá Zink í Smára- lindinni. Buxur 5.990 krónur og skyrta 4.990 krónur. 2. Tískan er dökk. En þó má hressa upp á svarta litinn með skemmtilegum fylgihlutum og lífga upp á stemninguna. Rokkaður tjullkjóll með bleikum borða fer vel með bleikum skóm. Kjóllinn kostar 5.990 krónur í Debenhams og skórnir fást líka þar á 2.990 krónur. 3. Svart er inni en einnig er til mikið af fötum í bjartari litum. Í Debenhams geta ungir herrar fundið ljósröndótta skyrtu á 2.990 krónur og svo bláar sparibuxur við á 5.490 krónur. 4. Svartir skór eru ávallt klassískir og þægilegt að þurfa ekkert að reima. Svartir skór í Debenhams á 5.490 krónur. 5. Svartar satínbuxur við svartan topp með púffermum er einföld samsetning sem hægt væri að rokka upp með t.d bleikum skóm. Buxur 4.490 krónur og toppur 3.990 krónur úr Zink Smáralind. Rokkað um jólin ●Svarti liturinn er áberandi í fötum fyrir unglinga í vetur og jólafötin gætu því orðið svört og rokkuð. Svört föt eru þó notadrjúg þannig að jafnvel er hægt að endurnýta jóladressið í skólann eftir áramótin. Hönnuður Nú er verslun Lauru As- hley í Faxafeni 14 farin að selja kvenfatnað auk hús- búnaðarvörunnar sem er víðfræg. „Þetta er dömuklæðn- aður fyrir allan aldur og í miklu úrvali,“ segir Rósa Björg Óladóttir verslunar- stjóri þegar hringt er í hana og forvitnast um vöruúrvalið í fatadeildinni. „Hér eru samkvæmis- kjólar, aðrir kjólar, yfir- hafnir og ullarpeysur, skyrtur, pils, bolir og allt mögulegt. Við erum með ilmlínu líka sem hentar vel til jólagjafa og svo má nefna tískuskartið, bæði fínlegt og gróft. Það er mjög vinsælt.“ Rósa rifjar upp að Laura Ashley hafi verið með fatadeild á Snorrabrautinni fyrir nokkrum árum. Nú hafi verið ákveðið að prófa hana aftur. „Það gengur rosa vel,“ segir hún. „Laura Ashley er með flotta hönnun. Þar eru margar nýjungar auk þess sem haldið er í gamlar hefðir og eldri munstur eru endurgerð.“ - gun Ný hönnun en haldið í gamlar hefðir Jólakjólar eru meðal þess sem Laura Ashley býður upp á. 7. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.