Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 64
BLS. 14 | sirkus | 7. DESEMBER 2007
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
Rétt svör 1. RommTommTechno 2. Egill Örn Egilsson, eða Eagle
Egilsson. 3. Súkkulaði og rósir. 4. Hátíðarskap. 5. Vigdís
Grímsdóttir. 6. Ólafur Jóhannesson. 7. Birgir Örn Steinarsson. 8.
Pressa 9. Ragnar Bragason. 10.Brasilíumaðurinn Kaká.
■ Davíð Þór
1. RommTommTechno.
2. Man ekki nafnið.
3. Backmann.
4. Möller Jól.
5. Sæunn eitthvað.
„Buffið“ Hannes Heimir sigraði Flís-töffarann Davíð Þór Jónsson með glæsibrag. Hannes hlaut níu stig af
tíu mögulegum á móti þremur stigum Davíðs. Davíð Þór skorar á Jóel Pálsson saxófónleikara til að binda
enda á sigurgöngu Hannesar.
1. Hvað heitir plata Tómasar R. Einarssonar sem
kom nýverið út?
2. Hvaða íslendingur hefur leikstýrt þremur
þáttum af spennumálaþættinum C.S.I: Miami?
3. Hvað heitir verslunin sem Edda Heiðrún
Backman opnaði í tilefni 50 ára afmælis síns?
4. Á dögunum gaf Helga Möller út jólaplötu,
hvað heitir platan?
5. Hvað rithöfundur sendi frá sér bókina „Sagan
um Bíbí“?
6. Hver er landliðsþjálfari íslenska landsliðsins í
knattspyrnu?
7. Hver ritstýrir tímaritinu Monitor?
8. Hvað heitir íslenska spennuþáttaröðin sem
hefur göngu sína á Stöð 2 síðar í mánuðinum?
9. Hver leikstýrir áramótaskaupinu í ár?
10. Hver var valinn besti knattspyrnumaður
Evrópu nú á dögunum?
SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR GÖNGU SINNI ÁFRAM. HANNES HEIMIR, TROMMULEIKARI
HLJÓMSVEITARINNAR BUFF, HEFUR HALDIÐ ÞÉTT Á SPÖÐUNUM OG HEFUR ALLS UNNIÐ NÍU MÓT-
HERJA. HÉR REYNIR HANNES VIÐ DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON TÓNLISTARMANN Í HLJÓMSVEITINNI FLÍS.
10 RÉTT SVÖR 3 RÉTT SVÖR■ Hannes Heimir
1. RommTommTechno.
2. Eagle Egilsson.
3. Súkkulaði og jarðarber.
4. Hátíðarskap.
5. Vigdís Grímsdóttir.
6. Ólafur Jóhannesson.
7. Birgir Örn Steinarsson.
8. Pressa.
9. Ragnar Bragason.
10.Kaká.
6. Hef ekki hugmynd.
7. Birgir Örn Mausari.
8. Í heljargreipum.
9. Ragnar Bragason.
10. Ronaldo.
RÚDOLF MEÐ RAUÐA NEFIÐ Ferð í IKEA
getur hleypt jólahreindýrinu innra með
þér af stað. Jólapappír, jólaskraut,
jólasvuntur, jólaviskustykki og jólateppi
hleypa heilli hreindýrahjörð af stað ef út
í það er farið og tæma sömuleiðist
budduna fyrir jólin.
KLUKKURNAR DINGALINGLING Kláraðu
allan jólaundirbúning fyrir 10. desember.
Hver veit nema jólunum verði varið á
heilsuhælinu í Hveragerði?
ILMURINN ÚR ELDHÚSINU ER SVO
LOKKANDI Bakaðu tíu smákökutegundir
fyrir jólin, spesíur, hálfmána, vanillu-
hringi, mömmukökur, piparkökur, sörur,
kókostoppa, loftkökur, blúndur og
súkkulaðibitakökur. Nýársheitið verður
bókað að byrja í ræktinni og ganga í
vinnuna.
BLIKAR JÓLASTJARNA
Gerðu þitt eigið
jólaþorp.
Upplýst lítil
hús með
bómullarhnoðr-
um og krúttlegir
„dverga“-
jólasveinar
færa jólaland
Blómavals í
stofuna til þín.
HÓ HÓ HÓ Leyfðu
jólasveininum í
hjarta þínu
að blómstra
og
fjárfestu í
jólasveina-
húfu sem
getur nýst við
öll tækifæri.
Það verður þó
að teljast
ólíklegt að
auðkenni
sveinka kveiki
áhuga hjá hinu
kyninu.
Þegar Fjóla María var í mastersnámi í viðskipt-
um og stjórnun í Skotlandi
2003 kviknaði hugmyndin að
tölvutöskum sem væru
smart en hefðu jafnframt
notagildi. Hún klófesti
hugmyndina og sleppti ekki
takinu á henni fyrr en
töskurnar voru komnar í
framleiðslu.
Nú eru töskurnar komnar
til Íslands og fást í Kraumi í
Aðalstræti. Fjóla María hefur
alltaf haft mikinn áhuga á
hönnun og hefur unun af því
að sauma og gera mósaík- og
þófaverk.
„Þegar ég var í Skotlandi var ég með tölvuna mína með mér alla daga. Mig langaði til að
hanna fallega tölvutösku fyrir konur, þar sem mjög lítið úrval er af slíkum töskum. Flestar þær
töskur sem eru í boði eru úr svörtu gerviefni og hannaðar með karlmenn í huga og fram-
leiddar af tölvufyrirtækjunum,“ segir hún. Hugmyndin varð svo að veruleika síðastliðið vor
þegar hún komst í samband við framleiðanda í Kína en hún vann með honum í sumar. „Það
er mjög gaman og lærdómsríkt að vinna með fólkinu úti þótt tungumálið sé smá vandamál en
fólkið hefur mjög góðan enskumælandi túlk svo þetta hefur allt gengið vel, og það er mjög
vandvirkt og duglegt. Ég hef einnig notið góðs af því að maðurinn minn á stundum leið um
Kína og hefur búið þar og stofnað fyrirtæki og þekkir því ágætlega inn á viðskiptahættina.“
Töskurnar eru úr íslensku roði og áströlsku nautaleðri. „Roðið er ótrúlegt efni og sútunin er
einstök í heiminum, þar sem þekkingin hér á sútun á roði og litun á engan sinn líka. Roðið er
mjög sterkt og endingargott. Roðinu hefur stundum verið ruglað saman við snákaleður en
það getur verið býsna líkt.“ Til að byrja með verður ein gerð af tölvutöskunum sett í sölu en
strax eftir áramót koma fleiri á markað. „Tölvutöskurnar verða til í ellefu mismunandi
litasamsetningum og úr nílarkarfa-, hlýra- og laxaroði.“ Þess má geta að töskurnar verða
einnig fáanlegar á hönnunar- og handverkssýningu í Norræna húsinu 15.-16. desember.
martamaria@frettabladid.is
FJÓLA MARÍA ÁGÚSTSDÓTTIR LÉT DRAUMINN RÆTAST
Hannar töfrandi tölvutöskur
LÚXUSEFNI Fjóla María notar íslenskt roð og ástralskt nautaleður í
tölvutöskurnar. MYND/ANTON BRINK
H annes Smárason er fæddur 25. 11. 1965 og er með lífstöluna fimm. Það gefur honum mikinn kraft og hann
er mjög orðheppinn,“ segir spákonan Sigríður Klingenberg
um Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóra FL Group.
„Margir prestar og predikarar með þá lífstölu hafa til dæmis
komist langt í lífinu. Fimmurnar eru miklir húmoristar og
vilja hafa glens og grín í kringum sig. Þess vegna er alltaf
gaman að vera í kringum Hannes og alltaf stuð á honum. Það
er alveg sama hvaða snúning fólk ætlar að taka á hann, alltaf
mun hann vinna það tafl. Hann er líka þannig gerður að
hann vinnur langbest ef hann er króaður af úti í horni og
öfugt við marga aðra þá eflir streita hann milljónfalt. Hannes
hefur mikla næmni á fólk. Hann vill að það sé skarpt en
jafnframt létt og skemmtilegt. Hann hefur sérstaka færni í að
velja starfsfólk og samverkamenn og hann þarf aldrei að
kvíða því að hann fari á hausinn. Það verður aldrei gúrkutíð í
kringum hann og blaðamenn eiga eftir að
elska hann í framtíðinni. Innst inni
finnst honum það dálítið skemmti-
legt. Það er gaman að segja frá því
að þar sem hann er nýbúinn að
eiga afmæli þá er hann á nýrri
árstölu. Það að öll ósköpin hafi
gerst núna er honum í vil. Næsta
ár verður töluvert á brattann að
sækja. En þar sem hann er mikill
göngugarpur verður það ekkert
mál fyrir hann. Hann verður hins
vegar í bestu orkunni sinni árið
2009 og þar á eftir svo bíðið þið
bara. Hann á eftir að gera eitthvað
stórkostlegt.“
Verður upp á sitt
besta 2009
Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus
www.klingenberg.is
HEFUR GAMAN AF
HASAR „Það verður
aldrei gúrkutíð í
kringum hann og
blaðamenn eiga
eftir að elska hann í
framtíðinni. Innst
inni finnst honum
það dálítið
skemmtilegt,“ segir
Sigríður Klingen-
berg um Hannes
Smárason.
FJÓLA MARÍA
ÁGÚSTSDÓTTIR
Lét drauminn
rætast og
hannaði sínar
eigin
tölvutöskur.
■ 5 leiðir til að missa
tökin í jólaundir-
búningnum