Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 84

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 84
 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR Saga Elísabetar Jökulsdóttur, Heil- ræði lásasmiðsins, fjallar um konu í álögum. Þetta er óvenjuleg bók, saga höfundarins af kynnum sínum af trommuleikaranum og hatta- gerðarmanninum Algea. Þetta er ástarsaga innan gæsalappa. Óvenju- legt par hittist í stórborginni New York þar sem sagan hefst og síðan berst leikurinn til Íslands, niður í miðbæ og upp á hálendi, yfir til Þingvalla og út um allt. Stelpa hittir strák, stelpa verður brjálæðislega yfir sig ástfangin, stelpan fær alls kyns efasemdir og óróa í sálina, strákurinn reynist vera óttalegur skíthæll, stelpan veit ekkert hvað hún á að gera, strákurinn lætur sig hverfa og stelpan lærir mikilvæga hluti um sjálfa sig. Þessi saga ber sterk höfundar- einkenni svo sem áberandi áherslur á tilfinningar, vísanir til stjórnleys- is, töfra og þess líkamlega. Líkt og síðasta ljóðabók Elísabetar, Vængjahurðin, er þetta bók um langanir og að sumu leyti er Heil- ræði lásasmiðsins eins og skýringar- texti fyrir önnur verk höfundarins, að minnsta kosti í ævisögulegu til- liti. Höfundurinn segir sögu sína á berorðan og óvæginn hátt, með blöndu af húmor og sársauka. Þau eru óneitanlega ólík – hún íslenskur rithöfundur með alls konar komplexa, hann framandlegur og frumstæður útlendingur en lag- hentur við kvenfólk og saumavélar. Samlíf þeirra var alls ekki dans á rósum og persóna Algea er ráðgáta alla bókina. Elísabet prófar hann við alls konar hlutverk svo sem flagarans, afætunnar og galdra- mannsins – hún veit ekki hvort hann er raðmorðingi eða maðurinn sem hún ætlar sér að giftast, djöf- ull eða draumaprins. Kynþáttahug- myndir koma mikið við sögu sem og hugmyndir um hið holdlega en hvort tveggja jaðrar við þráhyggju hjá sögukonunni. Tilfinningar einmanaleikans eru líklega það sem sameinar þetta ólíka fólk, Elísabet er líkt og umkringd vinum – í aðra röndina á kafi í ósk- hyggju og sjálfsblekkingu en í hina svo fallega trúuð á hugsjónir ástar- innar og allt sem þeim fylgir. Hún fær ráð og ábendingar víða en lása- smiðurinn rammar inn frásögnina. Höfundur notar býsna sniðugar lík- ingar og myndmál í þessari sögu en margar þeirra vísa til hliða og hurða, þess að loka inni, læsa og þagga. Þetta er bráð skemmtileg frásögn á köflum þó að hún fjalli um graf- alvarleg efni á borð við flótta, auð- sveipni, andlegt ofbeldi og þessa undarlegu merkimiða sem við hengjum utan á annað fólk. Ég sveiflaðist milli þess að halda að sögukonan væri að segja mér óþægi- lega mikið og þess að vilja vita meira. Mikilvægasti lærdómurinn er samt líklega staðfesting þess hversu hættulegt það er að læsa sjálfa sig úti. Kristrún Heiða Hauksdóttir Ástarsaga innan gæsalappa Ekki er það nafn á bát en fari: í félagsheimilli SÁÁ í Efstaleiti 7 verða tónleikar í hádeginu, og hefjast kl. 12.15, þeir þriðju í röðinni sem ber heitið hér að ofan. Þær Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari eru þar í aðalhlutverkum með sveit nemenda Auðar sér til fulltingis og flytja verk eftir Pachelbel og aðra barokkmeistara. Verður hin kunna Kanóna Pachelbels meðal annars leikin. Röðin er samstarfsverkefni Rásar 2, SÁÁ og er Nína Margrét listrænn stjórnandi hennar. Veitingasala er á staðnum og gefst mönnum úr Háaleiti, Fossvogi og nærliggjandi hverfum hér tækifæri á yndislegri stund í hádeginu. Nærsveitamenn geta komið bílandi því nóg er af stæðum við Von og nálægar byggingar í Efstaleitinu. - pbb VON103 TÓNLIST Auður leiðir fríða sveit nem- enda sinna. Auglýsingasími – Mest lesið BÓKMENNTIR Heilræði lásasmiðsins Elísabet Jökulsdóttir ★★★ Persónuleg bók ásta og áráttu. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR SKÁLDKONA Segir sögu af hinum undarlegu merkimiðum sem við hengjum á annað fólk. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hjónabands- glæpir Eftirminnilegt verk um ást og gleymsku Allra síðustu sýningar um helgina eftir Eric-Emmanuel Schmitt Óhapp! Stundarfriður okkar tíma Síðasta sýning sun. 9/12 eftir Bjarna Jónsson Konan áður Háski og heitar tilfinningar á Smíðaverkstæðinu Sýning sun. 9/12 eftir Roland Schimmelpfennig Gjafakort Þjóðleikhússins er frábær gjöf fyrir fjölskyldu og vini. Gefum góðar stundir ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 7. og 8. des uppselt 30. des Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn Frábær upplifun fyrir alla fjölskylduna! Sýningarstjórarnir, Una og Anik, taka á móti gestum á sunnudaginn kl. 14! Þetta vilja börnin sjá Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum 2007 Dimmalimm-verðlaun ársins hlaut Sigrún Eldjárn fyrir bókina Gælur, fælur og þvælur! Einn og átta Handgerðir jólasveinar, Grýla og Leppalúði Alíslensk jólasýning Sunnu Emanúelsdóttur, alþýðulistakonu, í Kaffi Bergi Málverkasýning Togga Þorgrímur Kristmundsson, alþýðulistamaður, sýnir landslagsmálverk unnin í olíu og vatnslit í Boganum Listamaðurinn tekur á móti gestum um helgina! Sýningarnar standa til 13. janúar og eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.