Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 88
52 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Söngkonan Birgitta Hauk- dal hélt útgáfutónleika á skemmtistaðnum Rúbín í tilefni af sinni fyrstu sólóplötu, Ein. Bæði Magni Ásgeirsson og Hreimur Örn Heimisson stigu á svið sem leynigestir og sungu með henni jólalög við góðar undirtektir viðstaddra. Níu manna hljómsveit spilaði með Birgittu á tónleikunum, þar á meðal Vignir Snær Vigfússon sem stjórnaði upptökum á plötunni. Hafa þau tvö starfað saman í fjölda ára í hljómsveitinni Írafár sem er í fríi um þessar mundir. Tónleikarnir voru afar einlægir hjá söngkonunni. Aðeins 200 miðar voru seldir og var stemning góð. Leynigestir á tónleikum Birgittu Í GÓÐUM GÍR Þær Vala Laufey og Íris, sem eitt sinn söng með Buttercup, skemmtu sér vel á tónleikunum. KRISTBJÖRG OG ÖRN Þau Kristbjörg og Örn hlýddu á Birgittu syngja sín nýjustu lög. Faðir söngkonunnar Amy Winehouse hefur miklar áhyggjur af hrakandi heilsu dóttur sinnar og segir hana djúpt sokkna í heim áfengis og eitur- lyfja. Faðirinn, Mitch Winehouse, segir enn fremur að dóttir sín hafi verið alfarið á móti hörðum eiturlyfjum, allt þar til hún giftist Blake Fielder-Civil fyrir hálfu ári. Blake þessi er þekktur vandræðagemlingur í Bretlandi og hefur verið ákærður vegna líkams- árásar. „Amy notaði kannabisefni á árum áður og fór aldrei í felur með það. En hún var algjörlega á móti harðari efnum. Hún skildi aldrei hvernig fólk í tónlistariðnaðinum hafði það í sér að taka svona sterk örvandi efni. En hugar- far hennar breyttist eftir að hún giftist Blake. Hörðu fíkniefnin komu í kjöl- farið á hjónabandinu,“ segir Mitch í viðtali við The Times í Bretlandi. Mitch segir dóttur sína hafa náð ágætis tökum á áfengisfíkn sinni en að hún geti með engu móti losað sig við eiturlyfjadjöfulinn. Þá glímir hún á sama tíma við lotu græðgi, sem veldur því að heilsu hennar hrakar hratt. Og Mitch hefur miklar áhyggjur. „Við veltum því fyrir okkur hvar þetta muni enda. Sannleikurinn er sá að við vitum það ekki. En eins og ég hef alltaf sagt við Amy: Þegar hún ákveður að hætta í þessu rugli þá munum við fjölskyldan styðja hana af öllum mætti.“ Ófarir Winehouse skrifast á eiginmanninn VAFASAMT PAR Hjónakornin Amy Winehouse og Blake Fielder-Civil eru bæði djúpt sokknir eiturlyfjasjúklingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY BIRGITTA OG MAGNI Magni Ásgeirsson steig á svið með Birg- ittu og söng með henni jólalag. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R BROSMILDAR Daníelína og Erla Dan voru brosmildar á tónleikunum. ÞRÍR FÉLAGAR Félagarnir Magni, Hreimur Örn og Svali sátu saman. Tónlistarmaðurinn Antony Hegarty, sem spilaði hér á landi fyrir tveimur árum, lauk nýverið upptökum á tónlistarmynd- bandi Bjarkar Guðmundsdóttur við lagið Dull Flame of Desire. Antony og Björk syngja dúett í laginu, sem er að finna á nýjustu plötu hennar Volta. Þriðja plata hljómsveitarinnar Antony and the Johnsons hefur fengið nafnið The Crying Light og kemur út næsta vor. „Hún fjallar um landslag og framtíðina. Ætli ég sé ekki að hugsa mikið um þessa hluti þessa dagana, um landslag heimsins og landslagið inni í hverri mann- eskju,“ sagði Antony. Með Björk í myndbandi ANTONY HEGARTY Næsta plata írsku hljómsveit- arinnar U2 verður að sögn söngvarans Bono afar dansvæn og ólík öllu öðru sem sveitin hefur gert áður. Sveitin hefur eytt undanförn- um mánuðum í hljóðveri með upptökustjóranum og vini sínum til margra ára, Brian Eno, og hefur allt gengið að óskum. „Venjulega þegar maður spilar lag með U2 tæmist dansgólfið. Það er ekkert víst að það gerist í þetta skiptið,“ sagði Bono. „Þarna eru „trans“-áhrif en auðvitað kemur The Edge með sinn kröftuga gítarleik. Þetta er ekki líkt neinu sem við höfum gert áður og okkur finnst þetta ekki heldur hljóma eins og neitt annað sem hefur verið gert.“ Dansvænir og öðruvísi U2 Bono, söngvari U2, segir að dans- áhrifin verði mikil á næstu plötu sveitarinnar. > TEKUR SÉR FRÍ Leikkonan Liv Tyler hefur ákveðið að taka sér hlé frá kvikmynda- leik til að einbeita sér að upp- eldi tveggja ára sonar síns, Milo. „Ég get ekki beðið eftir því að vera heima, elda og eyða tíma með syni mínum,” segir Tyler, sem vill einnig flytja með fjöl- skyldu sína burt frá New York og í hljóðlátari og barnvænni bæ. www.isam.is Merki ÍSAM tryggir íslenskum heimilum hagkvæmar og góðar vörur. Myllan er eitt af gæðavörumerkjum ÍSAM. Það eru engin jól án gómsætu jólatertanna frá Myllunni. Jólatertur Myllunnar eru ómissandi þáttur í jólahaldi landsmanna. Þú velur um þrjár vinsælar tegundir í öllum betri verslunum. Nú fást allar jólatertur Myllunnar bæði heilar og hálfar, með kremi, með sultu, og með sultu og kremi. Nýjung ! Jólatertur Myllunnar eru ómissandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.