Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2007, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 07.12.2007, Qupperneq 96
60 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR HANDBOLTI Þórir Ólafsson mun ekkert leika með félagi sínu, TuS N-Lübbecke, fyrr en eftir EM. Hann varð fyrir alvarlegum axlar- meiðslum á miðvikudag og leggst undir hnífinn í dag vegna þeirra. Læknar segja að hann geti byrjað að æfa í fyrsta lagi eftir átta vikur. „Ég braut viðbeinið í fernt og öxlin er því í slæmu standi. Ég lenti mjög illa á öxlinni og þetta var frekar sárt,“ sagði Þórir við Fréttablaðið í gær en það var lán í óláni að hann skyldi meiðast á hægri öxlinni enda er Þórir örv- hentur. „Þetta er hrikalega svekkjandi. Ég get ekki neitað því. Ég missi reyndar ekki af nema sex leikjum þar sem það kemur EM-hlé en þrátt fyrir það dettur maður út og þarf því að vinna sig inn í liðið aftur,“ sagði Þórir sem hefur spilað þónokkuð í vetur og þar á meðal á miðjunni sem er nýtt hlut- verk fyrir Þóri sem hefur hingað til haldið sig í horninu. „Það hefur gengið ótrúlega vel miðað við að ég hef aldrei spilað miðju áður. Þjálfarinn vildi fá boltann til að ganga hraðar í sókn- inni hjá okkur. Ég skoraði kannski ekki mikið fyrir utan en meira úr gegnumbrotum. Ég skoraði samt nokkur fyrir utan en var kannski ekki beint að lyfta mér mikið upp í loftið,“ sagði Þórir sem hefur haft talsvert gaman af því að spila á miðjunni þó svo að hann geri ekki ráð fyrir að gera það að framtíðar- stöðu sinni í handboltanum. Meiðslin gera það að verkum að Þórir kemur ekki til greina í EM- hóp Alfreðs Gíslasonar en það truflar hornamanninn lítið enda átti hann tæplega von á því að vera valinn. „Ég gerði mér ekki miklar vonir um að vera valinn miðað við hvernig hann hefur valið hingað til. Hann hefur ákveðið að nota aðra leikmenn og ég hef því verið að einblína á að spila fyrir mitt félag eins vel og ég get,“ sagði Þórir sem er að klára samning sinn við félagið í sumar. Hann segist enga ákvörðun hafa tekið um framhaldið en vill þó spila áfram í Þýskalandi. „Við erum í mikilli fallbaráttu og það breytir miklu hvort við föllum eða ekki. Ég fer ekkert í að skoða þessi mál fyrr en í mars í fyrsta lagi. Ég hef þó ekkert verið að hugsa um heimferð og vil endi- lega halda áfram að spila í Þýska- landi,“ sagði Þórir Ólafsson. henry@frettabladid.is Frá næstu átta vikurnar Handknattleikskappinn Þórir Ólafsson meiddist illa á hægri öxl á æfingu síð- asta miðvikudag. Hann fer í aðgerð vegna meiðslanna í dag en það er ljóst að hann æfir ekki handbolta næstu átta vikurnar hið minnsta. HRIKALEGA SVEKKJANDI Þórir Ólafsson verður skorinn upp vegna axlarmeiðsla í dag og hann æfir ekki næstu átta vikurnar. MYND/TUS N-LÜBBECKE FÓTBOLTI Danski þjóðarleikvang- ur inn í Kaupmannahöfn, þar sem íslenska landsliðið tapaði 0-3 á dögunum, mun taka breytingum á næstunni því hin 51 árs gamla norðurstúka vallarins verður nú rifin. Það eru þó engin tengsl milli þess og að flestallir íslensku stuðningsmennirnir hafi einmitt verið í þeirri stúku á landsleikn- um á dögunum. Tveir leikmenn FC København, Jesper Grønkjær og Michael Gravgaard, voru í aðalhlutverki þegar byrjað var að rífa gömlu stúkuna á Parken í gær en í framtíðinni verður hægt að skipta vellinum í tvennt þegar honum er lokað. Í nýju stúkunni verða ný búningsherbergi, 8.700 fermetrar af skrifstofuhúsnæði og fleiri betri sæti en áður. Framkvæmd- irnar munu taka um 19 mánuði og á meðan munu aðeins 34 þúsund manns sjá heimaleiki Dana í undankeppni HM 2010. Eftir byggingu nýju stúkunnar munu síðan aðeins 38 þúsund áhorfendur komast á Parken en hann tók 42.305 fyrir fram- kvæmdirnar. - óój Danski þjóðarleikvangurinn: Byrjað að rífa Parken FJÖR Íslensku stuðningsmennirnir skemmtu sér vel á Parken á dögunum. MYND/MARTIN SYLVEST FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hefur ákveðnar skoðanir á því hvers lenskur eftirmaður Steve McClaren í starfi þjálfara enska landsliðsins eigi að vera. „Að mínu mati verður enska knattspyrnusambandið að ráða enskan þjálfara, vegna þeirrar einföldu staðreyndar að þetta er enska landsliðið sem um ræðir. Það hryggir mig að ég sé þjóð- ræknari en þið, fjölmiðlar, sem talið endalaust um Fabio Capello og José Mourinho,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í kjölfar jafnteflis Arsenal gegn New- castle í fyrrakvöld. Wenger, sem er sjálfur stoltur af sínu franska þjóðerni, sagði einmitt á sínum tíma, þegar hann var spurður hvort hann væri til í að taka við enska landsliðinu, að hann gæti það ekki vegna þess að hann myndi ekki vita hvernig hann ætti að hegða sér. Til að mynda væri vandamál ef hann þyrfti að mæta franska landslið- inu sem þjálfari þess enska og þjóðsöngvar þjóðanna væru fluttir fyrir leik, hvorum ætti hann þá að taka undir með. - óþ Wenger um enska landsliðið: Þjálfarinn á að vera enskur ÞJÓÐRÆKINN Arsene Wenger skaut létt á breska fjölmiðla. NORDICPHOTOS/GETTY Magimix - réttu tækin fyrir eldhúsið KÖRFUBOLTI Jason Kidd er ekki sáttur með þróun mála hjá New Jersey Nets í NBA-deildinni og það vita allir innan félagsins að það var ekki mígrenikast sem hélt honum frá því að spila í 100-93 tapi gegn New York Knicks í fyrri- nótt. Fréttamenn í Bandaríkjunum hafa það eftir sínum heimildar- mönnum að Kidd hafi farið í verk- fall í þessum leik og muni hugsan- lega heimta að vera skipt frá liðinu á næstunni. Kidd er orðinn 34 ára gamall og er víst þreyttur á að bíða eftir meistarahringnum. Nets-liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu og það er fátt sem bendir til þess að liðið fari langt í vetur. Kidd er víst einkum ósáttur við hvað leikmenn eins og Vince Cart- er eru veikgeðja og geta ekki spil- að í gegnum svokölluð smámeiðsli en hann sjálfur hefur sýnt mikinn styrk og fórnað sér í ótal leiki þótt hann hafi verið eitthvað meiddur. Kidd á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum og beiðni hans um framlengingu á honum var hafnað á dögunum. Skemmtilegustu sögusagnirnar eru samt um smáskilaboðin sem hafa gengið á milli Kidd og LeBron James síðan þeir léku hlið við hlið með bandaríska landslið- inu í sumar. Þar kemur einnig fram að Kidd vilji helst fara til James í Cleveland. Forráðamenn Nets eru víst farnir að tala um leikmannaskipti við Dallas Mavericks, Los Angeles Lakers og Cleveland en það munaði víst litlu að Kidd færi til Lakers í febrúar síðastliðnum. Kidd átti mikinn þátt í að breyta Nets í eitt besta liðið á austur- ströndinni þegar hann kom þangað 2001 og hann er enn í hópi bestu leikstjórnenda deildarinnar. Kidd er sem dæmi annar í stoðsending- um í deildinni með 10,4 í leik og þá hefur hann náð fjórum þreföldum tvennum á tímabilinu. Hann er auk stoðsendinganna með 11,3 stig og 8,7 fráköst að meðaltali í leik. - óój Jason Kidd þreyttur á metnaðarleysi í New Jersey: Kidd fór í verkfall SPILA ÞEIR SAMAN? Jason Kidd og LeBron urðu góðir félagar í bandaríska landslið- inu í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.