Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 102
66 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. teikning af ferli 6. kusk 8. spíra 9. svelg 11. berist til 12. kryddblanda 14. stoðvirki 16. nafnorð 17. eyða 18. erlendis 20. gangþófi 21. sjúkdómur. LÓÐRÉTT 1. ljómi 3. slá 4. hvítingi 5. flík 7. æði- bunugangs 10. dýrahljóð 13. þakhæð 15. fara aftur 16. nudda 19. ryk. LAUSN LÁRÉTT: 2. graf, 6. ló, 8. ála, 9. iðu, 11. bt, 12. karrí, 14. grind, 16. no, 17. sóa, 18. úti, 20. il, 21. asmi. LÓÐRÉTT: 1. blik, 3. rá, 4. albínói, 5. fat, 7. óðagots, 10. urr, 13. ris, 15. dala, 16. núa, 19. im. Leikaraparið Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir og Friðrik Friðriksson eignaðist myndarlega dóttur 29. nóvember síðastliðinn. Fæðingin gekk eins og í sögu og þeirri litlu hefur þegar verið gefið nafnið Margrét í höfuðið á bæði systur Álfrúnar og bestu vinkonu hennar. „Í augnablikinu sitjum við mæðg urnar bara saman og horf- um á snjóinn út um gluggann. Maður er náttúrlega bara svífandi um á bleiku skýi og ekki alveg lentur ennþá,“ segir Álfrún og hlær. Eins og margir muna líklega var hún gestur Ragnhildar Stein- unnar í Laugardagslögunum dag- inn sem fæðingin var áætluð, 17. nóvember. Áhyggjur af því að fæðingin yrði í beinni útsendingu reyndust algjörlega óþarfar. „Ég fór tæpar tvær vikur fram yfir settan fæðingardag og það stóð til að setja allt af stað daginn eftir að hún fæddist,“ segir Álfrún. Álfrún segir að Friðrik standi sig með prýði í pabbahlutverk- inu en meðfram því æfir hann nýtt leikhlutverk þar sem hann mun fara með eitt aðalhlutverkið í Vígaguðinum, frönsku leikriti eftir Yasminu Reza sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um miðjan janúar. Álfrún segist hins vegar ekki enn hafa gert upp við sig hversu langt frí hún muni taka sér frá leiksviðinu en reiknar með að það verði að minnsta kosti sex mánuðir. „Ég ætla bara að sjá til hvað ég nenni lengi að stara á barnið og gefa brjóst,“ segir Álfrún. „Í augna- blikinu get ég ekki hugsað mér að gera neitt annað.“ - sók Leikaraparið eignaðist dóttur „Við reynum að stilla á 96,7 til að fá dálítið af þessum gömlu jólalögum. Eitt lag sem ég heyri oft og er stoltur af að hafa verið hluti af er Hjálpum þeim. Ég var í kórnum sem söng lagið og það verður á hverju ári sterkara í mínu hjarta.“ Jakob Ragnar Garðarsson hárskeri. BÚIN AÐ NEFNA Dóttir leikaraparsins Álfrúnar Örnólfsdóttur og Friðriks Frið- rikssonar hefur fengið nafnið Margrét. Þeir fimmtíu fyrstu sem kaupa nýja bók um lista- manninn Erró fá óvæntan glaðning. Þeir fá nefnilega grafík þrykkt verk eftir listamanninn sem eru bæði árituð og tölusett en her- legheitin fara fram í bókabúð Máls og Menningar á Lauga- veginum á laugar- daginn um leið og búðin er opnuð. Umrædd bók heitir Erró í tímaröð – líf hans og list og er eftir Daniellu Kvaran. Sigurður Pálsson þýddi bókina sem í vikunni hlaut til- nefningu til íslensku bók- menntaverðlaun- anna í flokki fræðirita. „Erró er mjög ánægður með bók- ina en ákaflega leiður yfir því að geta ekki komist til að árita fyrir jólin. En hann ætlar að koma eftir jól,“ segir Bryndís Lofts- dóttir, vörustjóri íslenskra bóka í Máli og menningu, sem tók á móti listaverkunum og var ákaf- lega hissa en glöð yfir gjafmildi listamannsins. Bryndís segist ekki óttast að þarna eigi eftir að myndast örtröð og telur að bóka- búðirnar séu vel mannaðar nú þegar jólaösin nálgast óðum hámarkið. Og það eru eflaust ansi margir sem hugsa sér gott til glóðarinn- ar og gætu vel þegið að slá tvær flugur í einu höggi. Áætlað er að verðmæti listaverksins sé í kringum hundrað þúsund krón- ur. - fgg Erró gefur listaverk fyrir fimm milljónir VERK ERRÓS Þetta grafíkþrykkta verk verður gefið með fimmtíu fyrstu bókun- um um Erró en það er bæði tölusett og áritað af listamanninum. KEMUR EFTIR JÓL Erró er víst ákaflega leiður yfir því að komast ekki til að árita bókina fyrir jól en ætlar að mæta galvaskur eftir hátíðarnar. „Svona óþekkt, ef svo má kalla, hefur löngum verið þekkt í okkar fjölskyldu. Það má segja að hún sé mönnum inngróin og Vífill sver sig því vel í ættina,“ segir Bjarni Harðar son, alþingismaður og föð- urbróðir hins 16 ára gamla Vífils Atlasonar, sem komst í sviðsljósið í gær fyrir símahrekk sem hann gerði á Hvíta húsinu um síðustu helgi. Vífill var andartökum frá því að ná beinu sambandi við sjálfan for- seta Bandaríkjanna, George Bush, eftir að hafa farið í gegnum hin ýmsu skiptiborð Hvíta hússins undir þeim formerkjum að hann væri Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands. Eftir að hafa svarað fjölda spurninga um Ólaf Ragnar og Ísland með hjálp alfræðivefjar- ins Wikipedia náði Vífill loks sam- bandi við einkaritara Bush. Sá bók- aði símafund forsetanna sem átti að eiga sér stað klukkan 19 á mánu- daginn var. Upp komst um gabbið í tæka tíð og fékk Vífill þess í stað heimsókn frá lögregluyfirvöldum á mánudag. Atli Harðarson, faðir Vífils, sagði við Fréttablaðið í gær að sonur sinn hefði ávallt átt auðvelt með að láta fólk hlæja. Hann viti þó ekki alveg hvað hann eigi að segja við þessu nýjasta uppátæki hans. „Móðir hans ræddi við hann eftir að lögreglan hafði samband. Hún hló ekki, en við tökum þessu uppátæki hans nú ekki svo alvarlega,“ segir Atli. Yfirvöldum í Bandaríkj- unum er mikið í mun að komast að því hvernig leynilegt númer forsetaskrifstofunnar gat komist í hendur unglingspilts á Íslandi. Aðspurður segist Vífill ekki muna hvar honum áskotnaðist síma- númerið umrædda en hann staðfest- ir að hann hafi ekki fengið það frá Bjarna frænda sínum. „Enda gat það ekki verið. Það næsta sem ég hef komist Hvíta húsinu var þegar ég gekk þar framhjá í sumar sem ferðamaður,“ sagði Bjarni og hló. Lögreglan á Akranesi er með símahrekksmálið á borðinu hjá sér en hæpið er að ein- hver eftirmál verði af því. „Ég get allavega ekki séð að það sé saknæmt að gera léttan símahrekk. Ég var ekki dónalegur og var ávarpaður sem „herra forseti“ af starfsmönn- um Hvíta hússins, trekk í trekk. Þessi læti hafa öll verið vel þess virði,“ segir Vífill. vignir@frettabladid.is BJARNI HARÐARSON: VÍFILL SVER SIG Í ÆTTINA Bróðursonur alþingismanns pantaði símafund með Bush HREKKJALÓMUR Það kom Vífli Atlasyni mikið á óvart hversu auðvelt það var að ná beinu sambandi við einkaritara George Bush. FRÉTTABLAÐIÐ/SKESSUHORN FORSETARNIR George Bush hafði ekkert á móti því að eiga símafund með Ólafi Ragnari Gríms- syni, án þess að vita nokkuð um erindið. BJARNI HARÐARSON Er ánægður með uppátækjasemi frænda. Mikil traffík hefur verið inn á síðu Egils „Gillzeneggers“ Einars- sonar, gillz.is, eftir að Drífa Snædal vakti athygli lög- reglu á ósæmileg- um skrifum hans um fjórar konur sem m.a. hafa látið í sér heyra í tengslum við aukin réttindi kvenna. Í kjölfarið hélt Egill því fram í Fréttablaðinu að Ásgeir Kolbeinsson, fjölmiðlamaður með meiru, væri í raun ábyrgur fyrir skrifunum sem frétta- stjóri síðunnar. Ásgeir reiddist þeim yfirlýs- ingum Egils mjög og hefur nú verið birt leiðrétting á síðunni þar sem segir að Ásgeir sé módel gillz. is en ekki fréttastjóri og hafi ekkert með skrifin að gera. Hin umdeilda færsla var fjarlægð en var svo sett inn á nýjan leik með breyttu sniði. Síðdegis í gær hafði Egill svo tekið færsluna út að nýju. Mentor Reynis Traustasonar, ritstjóra DV og forveri, Jónas Kristjánsson, tekur í hnakkadramb lærisveins síns á blogginu jonas. is vegna leiðara sem Reynir skrifaði í vikunni. Þar fjallar Reynir af miklu vand- læti um kröfur vantrú- aðra um að Lofsöng- urinn skuli tekinn til endurskoðunar sem þjóðsöngur. „Aldrei hef ég lesið vitlausari leiðara,“ skrifar Jónas og segir Reyni rugla saman kristni og siðgæði í „ofstækisleiðara“. Jónas segir leiðara Reynis sýna hvar menn lendi þegar þeir rugli saman siðgæði og kristni. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur STÓR HUMAR, HÖRPUSKEL, LÚÐA RISARÆKJUR, SKÖTUSELUR, LAX NÝLÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.