Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 104

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 104
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Í dag er föstudagurinn 7. desember, 341. dagur ársins. 11.00 13.19 15.38 11.11 13.04 14.56 „Aska er hörkuvel fléttuð glæpasaga … úthugsuð flétta … spennandi frá upphafi til enda … glæsilega tekst til að teyma lesandann frá einum kafla til þess næsta án þess að gefa nokkurn tíma slaka.“ – Áki G. Karlsson, www.kistan.is „Spennandi frá upphafi til enda“ 3.SÆTI Metsölulisti Eymundsson, skáldverk 28.11.-04.12. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Sér grefur gröf stökk beint á metsölulista vikunnar í Þýskalandi! Það fæðast ekki lengur börn á Íslandi. Nú tala allir um nýfædd kríli sem prinsa eða prinsessur enda duga fátækleg orð eins og drengur og stúlka varla til að lýsa þeim börnum sem fæðast á besta landi í heimi (samkvæmt nýjustu útreikn- ingum Sameinuðu þjóðanna). ÉG get ekki að því gert en mér finnst þetta prinsa- og prinsessutal ferlega væmið. Þar að auki er ég komin með nóg af prinsessuæðinu sem gegnumsýrir alla barnamenn- ingu. Fyrir öskudaginn auglýsa leik- fangaverslanirnar Harry Potter- eða Spiderman-búninga fyrir strákana meðan „hetjur“ stúlknanna eru uppstrílaðar prinsessur sem hafa fátt unnið sér til frægðar annað en að vera sætar og góðar. PRINSESSUÆÐIÐ hefur náð slíkri fótfestu að bókabúðir eru fullar af nýjum bókum um prinsess- ur. Litlar telpur geta lesið um Lilju prinsessu, Sóleyju prinsessu, Rósu prinsessu og prinsessuna Rósalind sem lendir í alls konar ævintýrum. Svo má glugga í Disney-bókina Prinsessur bregða á leik og Dagbók prinsessu. Eftir grófan lestur Bóka- tíðinda reiknast mér svo til að í kafl- anum „þýddar barna- og unglinga- bækur“ séu fimmtán titlar með orðinu prinsessa. Þá eru ótaldar bækurnar um Mjallhvíti og Ösku- busku og bókin um Þyrnirós og hvolpinn sem er, eins og segir í Bókatíðindum, tilvalin lesning fyrir litlar prinsessur. EIN þeirra bóka sem koma út fyrir þessi jól heitir Svona eiga prinsess- ur að vera. Í Bókatíðindum stendur að bókin kenni „ungum stúlkum allt sem þær þurfa að vita til að verða prinsessur, til dæmis hvernig eigi að vera falleg.“ Mér þykir boðskapur- inn jaðra við að vera jafn ósmekkleg tímaskekkja og sagan um negra- strákana tíu. HVAÐ er svona spennandi við að vera prinsessa og ganga um í stífum kjólum með kjánalega kórónu á höfðinu sem þvælist bara fyrir þegar maður er úti að leika? Má ég þá heldur biðja um fyrirmyndir á borð við Línu Langsokk eða Ronju Ræningjadóttur. ÍSLENSKAR stelpur geta orðið hvað sem er þegar þær verða stórar en prinsessur verða þær fæstar. Þrátt fyrir allt prinsa- og prinsessu- talið á fæðingardeildinni er nefni- lega ekkert íslenskt barn konung- borið og álitlegir erlendir konungs synir eru óvíða á lausu. Af jafnréttisumræðunni að dæma virð- ist líka lítil þörf á að innræta stúlk- um prinsessuhegðun. Bók með titl- inum Svona komast stelpur í stjórnir stórfyrirtækja ætti betur við. Prinsessu- væðingin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.