Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 48
 13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● norðurland Innst í Skíðadal kúrir bærinn Klængshóll þar sem heimafólk býður upp á heilsutengda ferðaþjónustu og mat úr lífrænu hráefni. „Við erum með sértæka ferða- þjónustu sem skiptist í tvennt. Á veturna, eða frá mars og fram í maí, erum við með þjónustu fyrir fjallaskíðahópa sem hafa komið hingað frá árinu 1999. Þetta eru mest erlendir gestir en á tveim- ur síðustu árum hafa Íslendingar einnig bæst í hópinn. Þarna tökum við á móti fólki og bjóðum upp á mat, gistingu og kósíheit í öllum hornum. Þessir hópar eru með eigin leiðsögumenn, dvelja í svona viku og nota fjöllin hérna í kring. Þetta er fólk sem vill ekki sjá skíðalyftur, heldur þrammar upp sín fjöll og lætur sig húrra niður,“ segir Anna Dóra Hermannsdóttir jógakennari sem rekur heilsu- tengda ferðaþjónustu á Klængs- hóli í Skíðadal. Hún er sjálf fædd og uppalin á bænum og hefur rekið ferða- þjónustuna frá árinu 2002 ásamt manni sínum Erni Arngrímssyni, sem vinnur einnig við höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. „Ég hef ferðast mikið um heim- inn síðastliðin tuttugu ár, bæði af ævintýramennsku og við störf og nám. Þar á meðal dvaldi ég í ár á jógasetri í Bandaríkjunum og kom heim með jógakennararéttindin í farteskinu og er búin að koma mér vel fyrir hérna á æskuheimil- inu. Það má segja að ég sé búin að loka hringnum,“ segir Anna Dóra, og bætir því við þau Örn stefni nú að því að stokka upp í ferðaþjón- ustunni sem er í boði á Klængs- hóli á sumrin. „Við ætlum að færa okkur meira yfir í heilsutengdan geira. Þá getur fólk komið hingað og fengið þjónustu á borð við jóga, hugleiðslu og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð ásamt öðru sem er gott fyrir bæði líkama og sál,“ segir Anna Dóra, en ásamt Klængshóli reka þau Örn einnig jógasetur á Húsabakka í Svarfaðardal og ætlunin er að tengja þá starfsemi við ferða- þjónustuna á Klængshóli. Einnig tekur Anna Dóra fram að göngufólk sé sérstaklega vel- komið eins og áður, en Anna Dóra hefur starfað við gönguleiðsögn um margra ára skeið og er Trölla- skaginn allur paradís göngufólks. „Markmiðið er að fá til okkar nuddara og fólk með spennandi heilsutengda fyrirlestra ásamt því sem ég mun áfram bjóða jóga. Einnig verður Örn áfram með höf- uðbeina- og spjaldhryggsjöfnun,“ útskýrir Anna Dóra, sem segir eftirspurn eftir heilsutengdri ferðaþjónustu í streitulausu um- hverfi sífellt vera að aukast. „Ró og friður ásamt heilsu- samlegu mataræði er ofarlega á lista hérna hjá okkur á Klængs- hóli. Við erum innsti bær í Skíða- dal og því nánast engin umferð, auk þess sem farsímasamband er af skornum skammti. Við notum jurtir og grös í matseldina og getum því boðið fæði sem er að miklum hluta af lífrænum toga og við höfum fengið vottorð um það frá Vottunarstöðinni Túni,“ segir Anna Dóra. Ferðaþjónustan á Klængshóli er opin frá mars og fram í sept- ember en að sögn Önnu Dóru er fólki velkomið að hafa samband ef það hefur áhuga á gistingu yfir langa helgi á veturna. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.skidadalur.is. rh@frettabladid.is Endurnærandi ferðaþjónusta Anna Dóra Hermannsdóttir og Örn Arngrímsson bjóða upp á heilsutengda ferðaþjónustu í sveitasælunni á Klængshóli í Skíðadal. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Aðventuævintýri er heiti á jóla- dagskrá sem hófst á Akureyri um síðustu helgi, en þetta er í fyrsta sinn hún fer fram. „Við leituðum til Akureyringa eftir skemmtiatriðum og öðrum uppákomum og auðvitað stóð ekki á því. Við náum engan veginn yfir allar tillögurnar sem bárust,“ segir Hulda Sif Hermannsdótt- ir, verkefnastjóri Akureyrarstofu um Aðventuævintýri, jóladagskrá sem fer nú í fyrsta sinn fram á Ak- ureyri og hófst um síðustu helgi. Aðventuævintýrið er hugs- að sem fastur árlegur viðburð- ur þar sem alls kyns uppákomur verða í boði, allt frá jólamarkaði þar sem handverk heimamanna verður haft til sölu, og upp í tón- listarviðburði, á borð við aðventu- tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Það er jafnframt hugsað sem fyrsti liður af nokkr- um árlegum viðburðum. „Við ætlum að ramma inn nokk- ur tímabil á árinu,“ segir Hulda. „Aðventan býður svo sannarlega upp á það, en páskarnir verða næstir. Hugmyndin býður upp á að vera víkkuð í samvinnu við kaup- menn og aðra á svæðinu og svo verður utanbæjarmönnum boðið að vera með í framtíðinni. Við reiknum með að geta boðið upp á enn fleiri viðburði þegar menn- ingarhúsið verður opnað 2009. Almenningi var einmitt boðið að skoða afmörkuð svæði hússins um síðustu helgi, meðal annars stóra salinn, og er óhætt að segja að það hafi verið mikil upplifun.“ Aðventuævintýrið fór vel af stað um síðustu helgi að sögn Huldu, sem reiknar með að að- sóknin aukist næstu daga enda dagskráin stútfull. Hún nefnir þar ýmsa viðburði en sérstaka athygli vekur Kóradagurinn mikli, en þá munu kórar flytja sígild jólalög og þar með syngja jólin inn eins og heimamenn orða það. Allar nánari upplýsingar um dagskrána er að finna www.akur- eyri.is/adventuaevintyri. - rve Ævintýrið er hafið Ekki er annað að sjá á þessari mynd en að yngsta kynslóðin hafi skemmt sér konung- lega á Aðventuævintýrinu. MYND/RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.