Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 36
36 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR
AF NETINU
Virði menntunar
UMRÆÐAN
Kjör kennara
Menntamálaráð-herra boðar nú
breytta tíma með
breyttri samfelldri
menntastefnu þar sem
hann (hún) talar um
meistaranám og að það
muni boða hærri laun til
kennara.
Samkvæmt kjarasamningi
Kennarasambands Íslands (KÍ)
og Launanefndar sveitarfélaga
(LN) hækkar leiðbeinandi, grunn-
skólakennari, umsjónarkennari,
sérkennari eða námsráðgjafi um
tvo launaflokka hafi hann tvöfalt
B.ed./BA/BS-próf eða MA/MS-
próf.
Ég er menntaður íþróttakenn-
ari frá Laugarvatni og er því með
B.ed.-próf þaðan. Ég settist aftur
á skólabekk árið 2002 er ég hóf
nám í viðskiptafræðum við Við-
skiptaháskólann á Bifröst. Árið
2004 lauk ég diplómagráðu sem
rekstrarfræðingur þaðan, en það
er 60 eininga nám á háskólastigi.
Hefði ég tekið 3ja árið, sem er 30
eininga nám, hefði ég útskrifast
sem viðskiptafræðingur, sem er
BS-gráða og þá hefði ég ekki
staðið í þessum skrifum. Ég hins
vegar sótti um að fara beint í
meistaranám og fékk samþykki
fyrir því, þar sem ég hafði kenn-
aramenntun fyrir. Ég hef lokið 30
einingum af meistaranámi frá
Bifröst. Ég hef fengið og látið í
hendur LN staðfestingu
frá Viðskiptaháskólnaum
á Bifröst þess efnis að
gæði þess náms sem ég
nam á Bifröst séu fylli-
lega jafngild gæðum BS–
gráðu og virði mitt því
sambærilegt virði ein-
stakings með BS–gráðu.
Samkvæmt réttu ætti
ég því að fá greidda
þessa tveggja launa-
flokka hækkun sem mér
ber fyrir skólaveturna 2005-2006
er ég kenndi á Flúðum og 2006–
2007 er ég kenndi á Blönduósi. Ég
kenndi stærðfræði þessa tvo
vetur og ég efa það að ég hafi
verið ráðinn vegna íþróttakennar-
menntunar minnar frá Laugar-
vatni. Það lítur því út fyrir að ég
hafi verið ráðinn vegna viðskipta-
fræðimenntunar minnar frá Bif-
röst en LN neitar að greiða mér
sanngjörn laun fyrir mín störf.
Það sem ég hafði því upp úr
krafsinu fyrir að auka menntun
mína var ca 3 ár í námi með litlar
tekjur og aukin námslán. Ég þarf
nú að borga 100.000-150.000 í
námslán næstu 30 árin eða svo og
hef engar tekjur á móti. Ég fæ
sömu laun fyrir að kenna í grunn-
skóla og ég hafði fyrir. Ég er verð-
mætari fyrir grunnskólana en ég
var þar sem hæfni mín hefur
aukist en þeir greiða mér ekki
laun fyrir aukna hæfni. Ég sit því
uppi með að minnka raunvirði
menntunar minnar fyrir mig, þar
sem nettótekjur vegna menntun-
ar hafa lækkað allverulega, óþökk
sé launanefnd íslenskra sveitar-
félaga.
Ég get því ekki séð annað en að
aukin menntun muni bara fela í
sér aukinn kostnað fyrir kennara,
því eins og sést á mínu dæmi hér
leitar LN allra leiða til þess að
greiða fólki ekki fyrir aukna
menntun.
Höfundur er kennari sem flúið
hefur grunnskólakennslu.
ÁSGEIR H.
AÐALSTEINSSON
Samkvæmt réttu ætti ég því
að fá greidda þessa tveggja
launaflokka hækkun sem
mér ber fyrir skólaveturna
2005-2006 er ég kenndi á
Flúðum og 2006–2007 er ég
kenndi á Blönduósi.
UMRÆÐAN
Kjör aldraðra
Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir til að búa í haginn
fyrir sjóðsfélaga til að njóta á
elliárunum. Ekki til að létta á
útgjöldum fyrir ríkissjóð.
Ríkissjóður notar lífeyrissjóð-
ina eins og tæki sem rænir og
skerðir lífeyrissjóðsgreiðslur
hjá elli- og örorkubótaþegum,
strax á fyrstu krónu sem þeir fá
úr lífeyrissjóði. Þar eru engin frítekjumörk eins og
svo margir halda.
Við búum í velferðarþjóðfélagi en það er
þjóðinni til skammar hvernig ríkisstjórnin hefur í
mörg ár verið í stríði við eldri borgara og öryrkja
þessa lands. Það er margbúið að benda á ósann-
gjarnar skerðingar á lífeyristekjur, aukalífeyris-
sparnað og margt fleira sem ekki verður rakið hér.
Hugsa sér að skattleysismörk eru 30% undir reikn-
uðum fátækramörkum Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands, fátækramörkin ættu að vera
samkvæmt þeirra útreikningum 130 þúsund kr. á
mánuði.
Margir stjórnmálamenn sögðu bæði í ræðu og
riti fyrir kosningar að lífeyrissjóðskerfið væri það
besta í heimi. En fyrir hverja? Ekki fyrir þá sem
þeim voru ætlaðir, ekki fyrir fólkið sem hefur
greitt í sjóðina frá upphafi. Eru það bara alþingis-
mennirnir sem eiga rétt á áhyggjulausu ævi-
kvöldi?! eigum við bara að horfa á og sleikja sárin,
því við vorum ekki nógu vel vakandi fyrir okkur
sjálf? Er ekki kominn tími til að verkalýðshreyf-
ingin og lífeyrissjóðirnir láti heyra í sér um þessi
mál, áður en ríkið er búið að þjóðnýta lífeyrissjóð-
ina?
Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völdum og er
búin að lögbinda það að 70 ára og eldri megi vinna
eins og þeir vilji án skerðinga á bótagreiðslum og
67-70 ára megi vinna fyrir 25 þúsund krónurá
mánuði án skerðingar.
Hvers eigum við að gjalda sem erum á lífeyris-
bótum í dag og höfum greitt í lífeyrissjóð hátt í 40
ár? Það er verið að hegna okkur sem greiddum í
lífeyrissjóð. Við fáum lægri heildargreiðslur en
þeir sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Það sést
best á þeim dæmum sem hér fylgja á eftir.
Auðvitað á ekki að skerða tekjurnar frá lífeyris-
sjóði. Til hvers vorum við að greiða í almennu
lífeyrissjóðina í öll þessi ár? Dæmin hér á eftir
sýna vel hvernig farið er með okkur í dag. Hæstu
greiðslur sem einstaklingur getur fengið greitt frá
Tryggingastofnun í dag eru 126.537 kr. á mánuði.
Hér eru dæmi um tvo ellilífeyrisþega sem búa
einir. A hefur greitt í lífeyrissjóð í 35 ár og fær 80
þús. kr. á mánuði frá lífeyrissjóði. B hefur aldrei
greitt í lífeyrissjóð en vinnur nú fyrir 80 þús.kr.á
mánuði. Hér eru sýnd dæmi sem sýna hvað þessir
einstaklingar fá til viðbótar frá Tryggingastofnun.
Hér sést vel hvað skerðingin er mikil á launatekj-
um sem koma frá lífeyrissjóði.
Hér eru dæmi um tvenn hjón önnur hjónin hafa
greitt í 35 ár í lífeyrissjóð en hin ekki.
Hér koma svo dæmi um 67 ára einstaklinga. A-
fær kr. 25 þúsund lífeyrissjóðstekjur, B-hefur ekki
greitt í lífeyrissjóð,en vinnur fyrir 25 þúsund á
mánuði.
Hér eru aðeins sýnd sex dæmi sem sýna glöggt
óréttlætið. Það er ekki sama hvaðan tekjurnar
koma. Skerðingin er mest ef tekjurnar koma frá
lífeyrissjóðum. Það skal tekið fram að í öllum
dæmunum er um heildartekjur að ræða – þarna á
eftir að taka skatt. Skattleysismörkin eru í dag 90
þúsund kr.
Þetta er ekki eina skerðingin í bótakerfinu því
þegar kemur að því að reikna desember og
orlofsuppbót þá er líka hægt að sjá óréttlætið þar.
Desemberuppbótin er reiknuð 30% á tekjutrygg-
ingu en orlofsuppbótin er reiknuð 20% á heimilis-
uppbót. Hjón fá ekki orlofsuppbót af því þau fá
ekki heimilisuppbót.
Ég treysti nýrri ríkisstjórn til að lagfæra þennan
óskapnað sem greiðslur lífeyrisbóta eru komnar í
og vinda ofan af vitleysunni. Er ekki kominn tími
til að Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin,
lífeyrissjóðirnir og ríkisstjórnin fari að tala saman?
Það er nauðsynlegt að hægri höndin viti hvað sú
vinstri er að gera.
Höfundur er formaður félags eldri borgara á
Suðurnesjum. Grein þessi birtist í blaðinu í gær en
fyrir mistök féllu skýringardæmin niður. Greinin er
því birt aftur.
Til hvers að borga í lífeyrissjóð?
GUÐRÚN E.
ÓLAFSDÓTTIR
Dæmi A: 70 ára maður býr
einn. Launatekjur frá líf-
eyrissj. 80 þús.á mánuði.
Ellilífeyrir kr.24.831
Tekjutrygging kr.46.582
Heimilisuppbót kr.13.740
Samtals kr. 85.153
Dæmi B: 70 ára maður býr
einn. Vinnur fyrir 80 þús.
á mánuði.
Ellilífeyrir kr.24.831.
Tekjutrygging kr.59.366.
Heimilisuppbót kr.17.510.
Samtals kr. 101.707
Dæmi C: Hjón 70 ára fá
hvort um sig 80 þús.kr.frá
lífeyrissjóði á mánuði:
Ellilífeyrir kr.24.831
Tekjutrygging kr.46.582
Heimilisuppbót 0
Samtals kr.71.413
Dæmi D: Hjón 70 ára hafa
aldrei greitt í lífeyrissjóð.
Vinna hvort um sig fyrir
80 þúsund á mánuði.
Ellilífeyrir kr.24.831
Tekjutrygging kr.66.078
Heimilisuppbót 0
Samtals kr. 90.909
Dæmi F: B-býr einn. Vinn-
ur fyrir 25 þúsund á mán-
uði.
Ellilífeyrir kr. 24.831
Tekjutrygging kr. 78.542
Heimilisuppbót kr. 23.164
Samtals kr. 126.537
Dæmi E: A- býr einn fær
25 þúsund kr. í launatekj-
ur frá lífeyrissjóði.
Ellilífeyrir kr. 24.831
Tekjutrygging kr. 78.542
Heimilisuppbót kr. 20.219
Samtals kr. 113.604
Heiðurslaun
Enn er Alþingi að garfa í heiðurslaun-
um listamanna. Núna á að hækka
þau úr 125 þúsundum í 150 þúsund
á mánuði. Vonandi gagnast sú hækk-
un útvöldum listamönnum – lista-
fólki, svo að maður sé korrekt – til að
geta einbeitt sér betur að listinni. Jón
Nordal (81) fær meiri tíma frá brauð-
stritinu til að semja tónverk. Matthías
Johannessen (77) getur ort fleiri ljóð
per mánuð. Guðmunda Elíasdóttir
(87) getur sungið meira en ella. Erró
(75) getur keypt sér snúða.
Hér vakna þó spurningar eins og
endranær.
Er það sérstakur heiður að vera á 150
þúsund króna launum? Meiri heiður
en að vera t.d. á eftirlaunakjörum
þingmanna og ráðherra, sem Alþingi
ákveður líka?
Hlynur Þór Magnússon
hlynur.eyjan.is
Hvar er Björn?
En það hefur vakið athygli margra,
hversu Björn hefur lítið haft sig í
frammi nú síðustu daga í einhverju
heitasta pólitíska deilumáli sem nú er
uppi. Sérstaklega er þetta athyglisvert,
þegar haft er í huga að Björn Bjarna-
son er ráðherra kirkjumála og ætti
þess vegna að vera öðrum fróðari um
þau mál. Þegar svo við bætist að um
fyrrverandi menntamálaráðherra er
að ræða, er eiginlega alveg magnað
að Björn skuli ekkert hafa tjáð sig
um þau áform ráðherra menntamála
að afnema markmið um kristilegt
siðgæði úr námsskrám leikskóla og
grunnskóla.
Er þetta þó ekki akkúrat vettvang-
urinn og málið, þar sem Björn Bjarna-
son hefði átt að taka til varna?
Björn Ingi Hrafnsson
eyjan.is/bjorningi