Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 88
 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR Árið 2007 var ár lögbrota og gleðskapar hjá þeim Lindsay Lohan, Paris Hilton, Britney Spears, Amy Winehouse og Nicole Richie þótt sú síðast- nefnda virðist hafa fundið beinu brautina. Stelpurnar hljóta að teljast umtöluðustu Hollywood-stjörnur ársins enda hefur blanda æsku, ríkidæmis og frægðar sjald- an klikkað þegar kemur að því að vekja umtal. Lindsay Lohan Janúar: Biður fatafellur afsökunar á að hafa kallað þær hórur í tölvu- pósti sem lak til fjölmiðla. Fer í meðferð aðeins tveimur vikum eftir botnlangauppskurð. Febrúar: Skellir sér á djammið degi áður en 30 daga áfengismeð- ferð hennar átti að ljúka. Maí: Handtekin fyrir ölvunar- akstur ellefu dögum eftir aðra áfengismeðferð sína. Júlí: Aftur tekin fyrir ölvunar- akstur og fyrir að hafa kókaín undir höndum. Október: Sættist við föður sinn meðan hún var í sinni þriðju með- ferð í Utah. Paris Hilton Janúar: Vefsíðan parisexposed. com opnuð með dagbókarfærslum, heimavídjóum og persónulegum skjölum Parísar. Maí: Dæmd til 45 daga fangelsis- vistar fyrir að aka um með útrunn- ið ökuskírteini. Júní: Sleppt úr fangelsi eftir aðeins þrjá daga. Síðan send þangað aftur til að ljúka við afplánunina. Október: Frestar ferð sinni til Rúanda þrátt fyrir að hafa heitið því að leggja góðgerðamálum lið eftir fangelsisvistina. Nóvember: Málar bæinn rauðan í Kóreu þar sem hún endurnýjaði samning sinn sem talskona Fila. Britney Spears Febrúar: Rakar af sér hárið og skráir sig í meðferð – tvisvar. Ákveður hins vegar að fara ekki fyrr en í þriðju tilraun. Eyðir mán- uði á meðferðarheimili. Maí: Heldur tónleika í nokkrum vel völdum klúbbum með döprum árangri. Júní: Rífst opinberlega við mömmu sína. Ágúst: Fyrrverandi eiginmaður Britneyjar, Kevin Federline, sæk- ist eftir fullu forræði yfir sonum þeirra. Dómarinn í málinu segir að Britney misnoti bæði áfengi og eit- urlyf í tíma og ótíma. September: Kemur fram á MTV- hátíð. Það sem átti að vera mikið „kombakk“ verður hneyksli á allra vörum sökum ömurlegrar frammi- stöðu poppstjörnunnar. Amy Winehouse Maí: Giftist Blake Fielder-Civil eftir að hafa verið trúlofuð honum í mánuð. Júní: Kemst á „topp tíu“ á Bill- board listann með lag sitt „Rehab“. Ágúst: Þjáist af ofþreytu og aflýsir öllum bókunum, meðal annars á verðlaunahátíð MTV. Sést skömmu seinna á götum Lundúna útötuð í blóði og með skurði á handleggj- um. Október: Handtekin fyrir að hafa maríjúana í vörslu sinni. Nóvember: Kallar áhorfendur á tónleikum „apapíkur“ eftir að þeir púa á hana. Tileinkar fangelsuðum eiginmanni sínum eitt lag. Desember: Fer í göngutúr um götur Lundúna í brjóstahaldara og galla- buxum einum fata. Tilnefnd til sex Grammy-verðlauna. Mamma hennar skrifar opið bréf og segist vilja dóttur sína aftur. Nicole Richie Júlí: Dæmd til fjögurra daga fang- elsisvistar fyrir ölvunarakstur. Til- kynnir í sama mánuði að hún sé komin fjóra mánuði á leið. Ágúst: Fer í fangelsi og situr inni í 82 mínútur. September: Ákveður að hætta að drekka og fer á námskeið um skað- semi áfengis. Nóvember: Gefur allar gjafir ófædds barns síns til góðgerða- mála. Desember: Heldur óvænta veislu fyrir 100 ungar mæður á heilsu- gæslustöð í Hollywood og gefur þeim gjafir fyrir jafngildi 12,5 milljóna króna. „Við ákváðum að virkja listræna hlið starfsfólks verslana á Lauga- veginum í tilefni af því að Lista- háskólinn er að flytja niður í bæ,“ segir Anna Rakel Róbertsdóttir, nemandi á fyrsta ári í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Hún fór ásamt tveimur bekkjar- systrum sínum, Kötlu Rós Völu- dóttur og Hildu Björgu Stefáns- dóttur, búð úr búð á Laugavegi í þeim tilgangi að fá starfsfólk til þess að teikna eitthvað úr umhverfi sínu á stuttum tíma. „Þetta var skólaverkefni sem var frjálst að öðru leyti en því að við áttum á einhvern hátt að gefa af okkur, sýna verkið utan skólans og höfðum aðeins tvo daga,“ segir Anna Rakel. „Við fengum frábær- ar viðtökur þótt sumir hafi haft áhyggjur af því að þeir væru ekki nógu flinkir að teikna. Fólk átti líka að skrifa eina setningu á annað blað – einhver hlý skilaboð sem myndu fá fólk til að brosa. Svo skönnuðum við þetta inn og bjuggum til tvö veggspjöld, annað með setningum og hitt með mynd- um. Þau voru hengd upp til sýnis í glugga á Prikinu og allir þeir sem tóku þátt fengu boðskort. Auk þess tókum við ferlið upp, klipptum það til og bjuggum til myndband. Þess ber að geta að Pixel styrkti gerð verkefnisins, án þeirra hefð- um við ekki getað gert þetta.“ Anna Rakel segir að bæði mynd- irnar og setningarnar hafi verið afar mismunandi. „Einn teiknaði jólatré og annar hundinn sinn. Af setningum má nefna „Pabbi, ég elska þig“, „Knúsa gamalt fólk“ og „Faðmlag er góð æfing fyrir brjóstvöðvana, best að gera nóg af því“.“ Verkefnið vakti mikla lukku og nú eru stelpurnar önnum kafn- ar við að búa til póstkort úr verk- unum sem þær ætla að selja í betri verslunum á Laugavegi til styrkt- ar Mæðrastyrksnefnd. -sók Listamenn virkjaðir á Laugavegi SÝNDU Á PRIKINU Þær Hilda Björg, Anna Rakel og Katla Rós framan við veggspjaldið á Prikinu. MIÐBÆJARTEIKNINGAR Teikningar afgreiðslufólksins á Laugavegi voru bæði fjölbreyttar og skemmtilegar. Vandræðakvendi ársins 2007 PA R IS H ILTO N NICOLE RICHIE AMY WINEHOUSEBRITNEY SPEARS Sendu sms BTC KUV á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . KOMIN Í VERSLANIR! LIN D SA Y LO H A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.