Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 84
52 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Hvaða matar gætirðu síst verið án? Skyrs, pönnukaka, fisks, grænmetis og banana. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Ég flokka hluti ekki undir best og verst en eitt af því eftirminnilegasta sem ég hef borðað er rússnesk kjöt- súpa, matreidd handa mér af heimamanni í Síberíu og skolað niður með rússneskum vodka og kampa- víni. Hrísgrjónagrauturinn hennar ömmu Ástu var líka snilld, sakna hans mikið. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Mér finnst sagógrautur ógeðslega vondur. Enn verra var að ég fékk ekki að standa upp frá borðinu í leikskólanum fyrr en ég kláraði af disknum. Sat því oft löngum stundum og starði á glæru kekkina fljóta í mjólkinni. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Frosin engiferrót sem ég ríf út á súpur. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég fæ mér kreistan gulrótarsafa eða appelsínusafa á hverjum morgni og tek auðvitað lýsi. Ef ég er slöpp borða ég hreina engiferrót og drekk kókóssafa. Þetta virkar því ég verð bara eiginlega aldrei veik. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Filmur, mjólk, lýsi og allskonar sósur. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Veitingastaðinn Ban Thai. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Mér hafa verið boðnir steiktir kakkalakk- ar en ég afþakkaði. MATGÆÐINGURINN ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR LJÓSMYNDARI Kókossafi og engifer til varnar veikindum > Rjómaís Þegar ítalski landkönn- uðurinn Marco Polo sneri heim frá Kína árið 1295 tók hann með sér kínverska upp- skrift að eftirrétti sem kall- aðist mjólkurís. Evrópubúar skiptu út mjólk fyrir rjóma og rjómaísinn sló í gegn. Bergþór Ólafsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Árbæjarþrek, hefur gaman af því að baka og býður hér lesendum upp á ilmandi eplaböku. „Ég baka töluvert en tek þetta í skorpum. Vilborg frænka kenndi mér að baka þegar ég var í sveit hjá henni, og ég bakaði mikið sem unglingur,“ segir Bergþór. Hann segist helst baka eplabökur, brún- kökur og tebollur. „Núna er ég reyndar að æfa mig í að baka pönnukökur og snúa þeim við í loft- inu. Ég ætlaði meira að segja að keppa í pönnukökubakstri í sumar en það skaraðist við keppni í hlaupi,“ segir Bergþór og segist jafnvel geta hugsað sér að læra bakstur. Bergþór er ekki alveg viss hvað- an meðfylgjandi uppskrift kemur. „Annað hvort frá mömmu eða Mæju mágkonu. Örugglega Mæju, hún bakar svo geðveikar kökur.“ 1. Hrærið sykri, smjöri, eggjum, hveiti og lyftidufti saman. Setjið þriðjung deigsins í botninn á háu kringlóttu móti. Munið að smyrja formið vel og strá jafnvel hveiti yfir. 2. Flysjið og brytjið eplin, og dreifið bitunum yfir deigið. 3. Skerið súkkulaðið í litla bita og stráið því yfir eplin, ásamt smá kanilsykri. 4. Setjið restina af deiginu yfir eplin og hyljið þau alveg. Deigið er stíft og best að dýfa sleif í heitt vatn til að dreifa deiginu. 5. Bakið við 150-170 gráður neðst í ofninum í allt að klukkutíma. Fylgist með bökunni, hún á að vera ljósbrún að ofan. „Hjá mér tekur þetta klukku- tíma en ég er með gamlan ofn án blásturs, svo kannski þarf ekki svo langan tíma. Eplabökur á þó að baka eins lengi og hægt er svo þær verði ekki blautar,“ segir Bergþór. „Best er að borða kökuna volga með ís eða rjóma og kaldri mjólk.“ En mælir íþróttamaðurinn með svona sætindum? „Það er hluti af því að láta sér líða vel að borða góðan mat, en auðvitað í hófi,“ segir Bergþór. „Ég borða oftast hollan mat en er líka sælkeri. Of margir úða í sig óhollustu í of miklu magni og ætla svo að redda sér með stuttu heilsuátaki. Ég mæli frekar með því að gera dag- lega hreyfingu að sjálfsögðum hluta lífsins og einblína ekki á vigtina heldur þjálfunina sem hreyfing gefur.“ eygloa@frettabladid.is Eplabaka eftir æfingu Í LAGI AÐ BORÐA SÆTINDI Í HÓFI Bergþór Ólafsson hefur gaman af því að baka, en hann lærði kökubakstur í sveit hjá frænku sinni á árum áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mörgum þykir ómissandi að drekka heita jólaglögg á köldu aðventukvöldi enda fátt sem kemur meiri yl og jólaskapi í kroppinn. Glögg má upprunalega rekja til þýska orðsins glühwein sem breiddist út um allan heim en þróaðist þó nokkuð á leið sinni. Svíar hafa líklega haldið heiðri glaggarinnar hvað hæstum, en þar er eflaust til sérstök uppskrift á hverju heimili. Áður var glöggin talsvert dauf- ari en við þekkjum í dag, en rauð- vín var þá þynnt til helminga á móti vatni. Glöggin varð sterkari þegar menn komust að því að brenndur sykur bætti bragðið. Áfengið þurfti að vera minnst 20% til þess að sykurinn brynni áður en honum var blandað saman við. Talsvert af áfenginu hverfur þó við þessa aðferð og í dag styrkja menn glöggina án þess að brenna sykurinn. Aragrúi ólíkra uppskrifta að glögg er til en netsíðan cocktail.is býður upp á eina ofureinfalda. Áfengið er hitað í potti og látið malla, ekki sjóða, við meðalhita í klukkutíma. Sykurinn er síðan leystur upp í víninu, og negulnögl- um, kanilstöngum, kardimommu og engiferrót bætt út í. Margir taka hýðið af appelsínuberki og bæta því sömuleiðis út í. Kælið í hálftíma og sigtið svo frá. Nú má bæta við rauðvíni, sykri, áfengi eða kryddi eftir smekk. Mörgum þykir gott að bragðbæta með púrtvíni, koníaki, Armagnac eða Grand Marnier. Hitið aftur og berið fram með rús- ínum og heslihnetum eða pipar- kökum. Jólaglögg á aðventu JÓLAGLÖGG Víða um Norðurlönd er heit og ilmandi jólaglögg ómissandi þáttur jólahaldsins. Ebba Guðný Guðmundsdóttir sendi nýlega frá sér bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Bókin er ætluð sem leiðar- vísir fyrir foreldra sem eru að byrja að gefa börnum sínum fasta fæðu. „Ég held og vona að þörf sé fyrir svona bók, ég hefði þurft hana þegar dóttir mín fór að borða fasta fæðu. Maður er eins og auli fyrst og veit ekkert,“ segir Ebba. Í bókinni er meðal annars fjallað um hvenær börn mega byrja að borða vissar fæðutegundir og hvernig best sé að framreiða mat- inn fyrir þau, ásamt einföldum uppskriftum og nytsömum fróð- leik. „Fólk er orðið hálfringlað og fær sífellt nýjar upplýsingar og ráðleggingar. Að útbúa matinn sjálfur er miklu auðveldara og skemmtilegra en fólk heldur,“ segir Ebba og bætir við að óhætt sé að gefa börnunum keyptan mat með. „Krukkumatur bragðast þó alltaf eins sem getur gert börnin dyntótt. Einn kosturinn við heima- gerðan mat er fjölbreytt bragðið,“ segir Ebba. „Matseldinni fylgir svo óumflýjanlega ást og umhyggja, og börnin fá ferska og næringarríka fæðu.“ - eá Heimagert fyrir börnin HVAÐ Á ÉG AÐ GEFA BARNINU MÍNU AÐ BORÐA? Bók Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur er leiðarvísir handa foreldrum barna sem eru að byrja að borða fasta fæðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓSTBRÆÐUR Á DVD FÓSTBRÆÐUR Loksins á DVD! Tryggðu þér allar 5 seríurnar! EPLABAKA 250 g sykur 150 g smjör 3 egg 230 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 epli 150 g suðusúkkulaði Kanilsykur JÓLAGLÖGG 1 lítri rauðvín 15 cl ákavíti eða vodki 10 stk. kanilstangir 2 tsk. kardimomma 5 stk. negulnaglar 5 sneiðar engiferrót 225 g sykur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.