Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 82
50 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR Tækniundri James Cameron, Avatar, hefur verið frestað um sex mánuði af kvikmyndaveri Fox. Og í staðinn fyrir að verða sumarsmellur verður myndin hugsuð til að taka jólin með trompi árið 2009. Myndin á að þykja mikið brautryðjendaverk í vinnslu kvikmynda og samkvæmt fregnum af gerð myndarinnar mun hún gjörbylta kvikmyndagerð í heild sinni en hún verður öll í þrí- vídd. Ólíkt því sem flestir gætu talið er Cameron ekkert ýkja ósáttur með þessa ráðstöfun enda var sami háttur hafður á með Titanic. Hún átti upphaflega að vera frumsýnd að sumarlagi en var síðan seinkað fram að jólum. Ævintýri þeirrar myndar ættu flestir að þekkja en því lauk með einni eftirminnileg- ustu setningu Óskarsverð- launahátíðarinnar: „Ég er konungur heimsins.“ Annars hefur Fox ekki undan við að fresta kvikmyndum og hefur framhaldsmyndunum Night at the Museum og þriðju Ísaldar-myndinni einnig verið slegið á frest og er reiknað með því að þær verði frumsýndar árið 2009. > FRUMSÝNDAR UM HELGINA Alvin and the Chipmunks: Jason Lee úr My Name Is Earl leikur umboðs- mann hinna hæfileikaríku íkorna sem slá í gegn með söng og dans. Run Fat Boy Run: Simon Pegg og Thandie Newton leika aðalhlut- verkin í þessari gamanmynd um mann sem stingur af úr sínu eigin brúðkaupi en hleypur síðan maraþon til að vinna eiginkonuna sína aftur. bio@frettabla- Þær verða sífellt meira krassandi, kjaftasögurnar í kringum 22. Bond- myndina. Á vef Empire-kvikmyndatíma- ritsins er tilkynnt að svissneski leikarinn Anatole Taubman hafi verið ráðinn nánasti aðstoðarmaður illmennisins í myndinni, en það verður leikið af hinum franska Mathieu Almaric. Taubman gaf þetta til kynna í sjónvarps- viðtali og lét hafa eftir sér að það væri eins og að leika til úrslita í Meistaradeildinni í knattspyrnu að leika í Bond. En það sem vekur einna mestu athyglina er að Taubman sagðist þurfa að leggja á sig mikla þjálfun og að hann þyrfti að læra töluvert mikið af texta, nokkuð sem aðstoðarmenn þrjótanna hafa ekki þurft að leggja á sig hingað til heldur hefur þess einfaldlega verið krafist að þeir gætu sett upp illan svip og veitt James Bond verðuga samkeppni. Þessi tíðindi hafa reynst vatn á myllu Bond-samsæriskenn- ingasmiða, sem eru víst á hverju strái, og þeir spá því að Almaric sé hluti af sömu glæpasamtökum og Mr. White sem fékk að finna til tevatnsins í Casino Royal. Og að þessi samtök séu ansi alþjóðleg og að yfirmaður þeirra sé enginn annnar en Ernst Blofeld, höfuðandstæðing- ur MI6. Bond 22 fer í tökur í næsta mánuði og mun Daniel Craig að sjálfsögðu verða í hlutverki Bond. Bond að fara að kljást við Blofeld FÆRIST NÆR BLOFELD Bond-spekingar eru sannfærðir um að verið sé að búa til leit að Ernst Blofeld í Bond 22. Heimildarmynd eftir Óskarsverð- launahafann Errol Morris um Abu Ghraib verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Berlín sem hald- in verður í byrjun febrúar. Morris hlaut Óskarinn fyrir Fog of War árið 2004 og að þessu sinni beinir hann sjónum sínum að þessu mikla hneyksli sem reið yfir bandaríska herinn fyrir þremur árum. Reikna má með að mynd Morris hljóti mikla athygli enda vöktu ógeð- felldar myndir úr fangelsinu mik- inn óhug og spurningar um veru herliðs í Írak en á ljósmyndunum mátti sjá bandaríska hermenn niður lægja íraska fanga. Ellefu þeirra voru síðar dæmdir fyrir óskapnaðinn. En það er ekki bara heimildar- mynd Morris sem vekur athygli því kvikmynd Pauls Thomas And- erson, There Will Be Blood, verður einnig frumsýnd en hún skartar sérvitringnum Daniel Day-Lewis í aðalhlutverki. Myndin fjallar um olíubransann á upphafsárum þess í Bandaríkjunum. Til gamans má geta að Paul Dano leikur einnig í myndinni en hann verður væntan- lega í aðalhlutverki í næstu kvik- mynd Dags Kára, Good Heart. Af öðrum myndum sem vafalítið eiga eftir að vekja athygli á hátíð- inni er Gardens of the Night, nýj- asta mynd Johns Malkovich, og þá eiga stuttmyndir Isabellu Rossell- ini um kynlíf skordýra eflaust eftir að trekkja að. Abu Ghraib á Berlín HNEYKSLI Abu Ghraib var mikið hneykslismál og á Berlínarhátíðinni verður frumsýnd heimildarmynd um fangelsið. Börnin trúa á jólasveininn, trúa því að hann komi með eitthvað fallegt handa þeim í skóinn. Og Hollywood trúir líka á jólasveininn, í það minnsta þegar hann græðir peninga fyrir stóru kvikmyndaverin. Um helgina verður frumsýnd enn ein jólasveinamyndin þegar Fred Clause verður tekin til sýningar. Fred þessi er bróðir jólasveinsins og á lítið sameiginlegt með hinni gjafmildu fjölskyldu sinni. Hann starfar við innheimtu og kýs því frekar að hirða hluti af fólki frek- ar en að gefa þá. En þegar Fred er gripinn við þjófnað kemur bróðir hans á hreindýrunum og bjargar honum úr klípunni með einu skil- yrði þó; Fred þarf að vinna í verk- smiðjunni á hjara veraldar. Coca Cola-sveinninn Þrátt fyrir að hinir séríslensku jólasveinar séu þrettán, þjófóttir bræður og eigi tröllskessu fyrir mömmu hefur engum í Bandaríkj- unum dottið í hug að festa þá á filmu. Þótt saga þeirra sé vissu- lega merkileg og ekki algengt að menn eigi sér dvalarstað í fjöllun- um hefur kvikmyndagerðin frá því um miðja síðustu öld aðallega snúist um hinn feitlagna, skeggjaða og útitekna Coca Cola- jólasvein sem á heima á Norður- pólnum og er með heilan her dverga til að framleiða leikföng handa smáfólkinu. En saga jólasveinsins á hvíta tjaldinu hefst reyndar langt fyrir tíma markaðsvæðingar banda- ríska gosdrykkjaframleiðandans og endurnýtingar hans á teikning- um Thomas Nast. Við upphaf 20. aldar voru gerðar nokkrar stutt- myndir um jólasveininn sem gaf krökkum í skóinn og hvarf síðan jafnharðan upp um skorsteininn. D. W Griffith gerði þannig mynd um börn sem hugðust klófesta þennan gjafmilda karl þegar hann kæmi til þeirra á jólanótt en með litlum árangri. Og landkönnuður- inn Frank E. Kleinschmidt gerði 25 mínútna langa kvikmynd um jólasveininn í Alaska þar sem hann hlúði að hreindýrum sínum og rabbaði við eskimóa. Vantrú og efasemdir Jólasveinamyndir leitast við að útskýra leyndarmálin á bak við söguna, hvernig í ósköpunum hann fari að því að dreifa gjöfum til allra barna í heiminum og viti jafnframt hver þeirra séu góð og hver óþekk og ekki hvað síst; hvernig hreindýrin geti flogið með vagninn hans. Allt hefur þetta verið skilmerkilega skjalfest í kvikmyndunum frá Hollywood. Flugkrafturinn kemur frá stjörnu- ryki, jólasveinninn er með njósn- ara frá Timbuktu til New York og svo eru það dvergarnir sem sjá um að framleiða gullin handa krökkunum í risastórri og full- kominni verksmiðju. En blessaði jólasveinninn hefur einnig þurft að kljást við vantrú og efasemdir barna um að hann sé til. Kannski ekki skrítið þegar verslunarmiðstöðvar eru fullar af rauðklæddum og horuðum jóla- sveinum með skeggið niður á nafla. Í kvikmyndinni Miracle on 34th Street frá árinu 1947 lék Natalie Wood hina ungu Susan Walker sem neitaði að trúa því að roskni maðurinn sem móðir hennar hafði ráðið til að leika Kris Kringle væri í alvörunni jóla- sveinninn holdi klæddur. Myndin var síðar endurgerð árið 1994 og þá þurfti Richard Attenborough að ganga í gegnum alvöru, banda- rísk réttarhöld til að sanna tilvist sína sem jólasveinninn. Illmenni og óþokki Og þótt flestir álíti sem svo að jóla- sveinninn hafi alltaf verið til þá þurfti handlagni heimilisfaðirinn Tim Allen að taka við af þeim gamla í Santa Claus eitt, tvö og þrjú. Allen óx skegg og fitnaði meira en góðu hófi gegnir og varð síðan að sannfæra son sinn um örlög sín. Í framhaldsmyndunum þurfti hann síðan að leita að hinni einu sönnu ást og kljást við Jack Frost til að bjarga jólahaldinu. En jólasveinninn hefur ekki allt- af verið góður. Og hefur átt undir högg að sækja. Grinch reyndi þannig að stela jólunum og Jack Skellington í Martröð Tim Burton fyrir jólin dreymdi um það eitt að vera jólasveinn. Að öllum líkind- um er það hins vegar Billy Bob Thornton sem hefur verið hvað mesti skúrkurinn í rauðu fötunum. Bad Santa verður seint sökuð um að vera „jólaleg“ útfærsla á karlin- um í rauða búningum enda er per- sóna Billy Bob, Willie, virkur alkó- hólisti sem nýtir hvert tækifæri til að komast yfir konur og rænir verslunarmiðstöðvarnar sem hann vinnur hjá. Sagan er reyndar byggð á annarri goðsögn sem virð- ist lifa góðu lífi þar vestra en ósjaldan hefur þeim brugðið fyrir, ógæfumönnum í rauða búningin- um sem segja hó, hó, hó og betla peninga á götum stórborganna. Jólasveinninn í öllum myndum BRÓÐIR JÓLASVEINSINS Vince Vaughn leikur bróður jólasveinsins sem hefur valið sér eilítið öðruvísi starfsframa en hinir í fjölskyldunni. SANNUR JÓLASVEINN Tim Allen verður Kris Kringle eða Santa Claus fyrir röð tilviljana og þarf því að halda verksmiðjunni gangandi og kljást við óvini starfsins. ÞRJÓTUR Billy Bob Thornton er ákaflega fráhrindandi sem jólasveinninn í Bad Santa. Cameron frestað Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum eru handritshöfundar í Hollywood enn í verkfalli. Þrátt fyrir að einhverjir hafi fyllst bjart- sýni í síðustu viku um að deilan myndi leysast hefur heldur betur dregið fyrir sólu og er verkfallið sagt vera í enn meiri hnút en áður. Þar sem stórar verðlaunahátíðir á borð við Golden Globe og Óskar- inn nálgast óðum eru framleið- endur þeirra farnir að ókyrrast því ef verkfallið dregst á langinn gætu stór- stjörnurnar afbókað komu sína til stuðnings við verkfallsbaráttu handritshöfund- anna. Leikarar hafa sýnt verkfalli handritshöf- unda mikinn skilning og rætt á opin- skáan hátt um málefni þeirra. Í kvikmyndatímaritinu Variety er haft eftir framleiðanda að leik- arar á borð við George Clooney hafi verið mjög sýnilegir í verk- fallinu og meira að segja lagt pen- inga í verkfallssjóðinn. „Og þeir myndu ekki vilja ganga til liðs við sjónvarpsframleiðendur, svarna andstæðinga verkfallsins,“ segir framleiðandinn við blaðið og því gæti Kodak-höllin verið hálf- tóm þegar Óskarinn verður afhentur í byrjun næsta árs. Stjörnulaus Óskar GALLHARÐUR STUÐNINGS- MAÐUR George Clooney hefur sýnt stuðning sinn í verki og lagði meðal annars fjármagn í verkfallssjóð handritshöfunda. FRESTAÐ Tækni- undri James Cameron, Avatar, hefur verið frestað um hálft ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.