Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 3 Í vor- og sumartísku Yves Saint Laurent er horfið aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Óhætt er að segja að vor- og sum- arlína tískhönnuðarins Yves Saint Laurent dragi dám af fjórða áratug síðustu aldar, þegar þokkagyðjurnar Marlene Dietrich og Katherine Hepburn drottnuðu á hvíta tjaldinu. Vatnsgreitt hár, vesti, mittis- háar og næstum herralegar buxur, breið belti og stórar hálsfestar voru á meðal þess sem sýningarstúlkur spígsporuðu í á tískusýningu Laurent í París. Það er því um að gera að athuga hvort amma gamla eigi ekki eittvað sem er hægt að fá lánað fyrir næsta sumar. - rve Vatnsgreitt hár og vesti Skemmtilega óþekk ILMURINN FUNNY! FRÁ MOSCHINO SKILUR EFTIR SIG GIRNILEGA, ORKU- GEFANDI, ÖRVANDI, SKEMMTILEGA OG EILÍTIÐ ÓÞEKKA ANGAN. Moschino-ilmvötnin hafa frá upp- hafi verið upplífgandi, hótfyndin og ungæðingsleg og enn og aftur hafa þessi einkenni verið framkölluð í umbúðum Funny! sem er nýjasti ilmur Moschino. Flaskan er ljósblá og lokuð með silfurhjarta, en blái liturinn vísar til tærs vorhimins með hjartalaga bleikum skýjum, glitr- andi bakgrunni og silfurstöfum. Hjarta Funny! er umvafið mun- úðarfullu jasmínblómi sem bland- ast fínlegri bóndarós. Fjóla eykur enn á kvenleika ilmsins, en ávaxtakeimur er í toppnótunni. Bleikur pipar, ósæt appelsína og rifsber gera angan Funny! bæði aðlaðandi, for- vitnilega og ferska, en grunnur- inn byggist á hlýju amb- ers, bland- aðs mosa, se- drusviðar og moskusilms. - þlg Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Hún fékk bók en greifinn nál og tvinna Þar sem ég sit við tölvuna og hugsa heim, hlustandi á uppáhalds- jólaplötuna mína með Diddú (Man ég þá er hátíð var í bæ, þvílík della þessi texti annars), þá finn ég til með þeim sem eiga jóla- gjafirnar eftir. Ég byrja yfirleitt að versla í janúar enda vissara að hafa tíma fyrir sér þegar þarf að finna 25 hugmyndir, jafnvel tvisvar á ári ef afmæli eru talin. En er ekki ótrúlega erfitt að finna eitthvað sniðugt handa herrum? Þrátt fyrir að þeir séu nú farnir að nota meira af kremum og öðrum snyrtivörum og fylgj- ast sífellt betur með tískunni eru hugmyndirnar ekki svo margar. Hvað ætli ég sé oft búinn að gefa bróður mínum, föður og mági, bindi í jólagjöf? Þeir munu sjálfsagt bráðlega halda sýningu sem mun hafa yfirskriftina „Bindi í tuttugu ár!“ svo mörg eru þau orðin. En stundum koma tískusveiflur okkur til bjargar. Í ár er það einhver tískuskríbentinn sem ákvað að í vetur skyldu það vera hnepptar peysur sem yrðu ómissandi. Sniðug lausn í gjafamál- unum, ekki satt? Það er nefnilega þannig í vetur að flíkin sem hefur slegið öllum öðrum við er hneppta jakkapeysan í öllum litum og efnum, jafnt einlit sem marglit, með tíglamunstri, í angóraull eða kasmír og svo mætti áfram telja. Verðið er eins mismunandi og gerðirnar. Til dæmis er hægt að finna hnepptar peysur á 29 evrur hjá Delaveine og H&M, á 49,90 hjá Zöru en upp í 500 evrur hjá Hermès, allt eftir því hversu flottar þær eiga að vera. Flestar eru þær þó líkar hverri annarri og erfitt að sjá mun á peysu frá Prada eða Gap. Hins vegar er alltaf áhugavert að velta sér fyrir uppruna hverrar flíkur því tískusagan er eins og hver önnur sagnfræði, oft nátengd atburðum líðandi stundar. Hvaðan kemur litli svarti kjóllinn? Hver hannaði smókinginn? Eða rykfrakkann sem var gerður fyrir skotgrafir fyrra stríðs og fékk þess vegna nafnið „trench-coat“ (trench=skotgröf). Jakkapeysan eða cardigan sem er nafn hennar jafnt á ensku sem á frönsku, á sér langa sögu. Nafn- ið kemur einmitt frá greif- anum af Cardigan í Wales-héraði á Bret- landi. Það var á fyrri hluta 19. aldar sem greifinn af Cardigan var í breska hernum og fannst hann vera aðþrengdur í peysunni sem fylgdi einkennisbúningnum. Hann tók sig til og risti peysuna í sundur með sverði (í þeirri sveit hefur líklega verið sungið á jólum: „hún fékk bók og hann fékk nál og tvinna“), saumaði svo fyrir endana. Þetta þótti þessi fína hugmynd og seinna bættust tölurnar við. Og nú 170 árum seinna bjargar greifinn af Cardigan jólunum. Þetta er yndislegt líf. Bara hægt að fara að baka piparkökur enda jólaglögg á sunnudag. bergb75@free.fr Útskriftakjólar Ótrúlegt úrval af útskriftarkjólum Verð frá 7990 Kringlunni Sími: 553 5020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.