Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 41
[ ]Jólapakkar geta verið mikið fyrir augað ef vel er gert. Gaman er að láta hugmyndaflugið reika og útbúa fallega og skemmtilega jólapakka. Öll sjö ára börn í Melaskóla fá stjörnu að gjöf frá Sigurði Guðmundssyni tæknifræðingi þegar þau heimsækja eldri borgarana á Aflagranda. Í Melaskóla hefur skapast sú hefð að sjö ára bekkur heimsæki félagsmiðstöð eldri borgara á Aflagranda á aðventunni. Fréttablaðið fékk að fylgjast með slíkri stund einn daginn er hófst á því að Magdalena Thor- oddsen, fyrrverandi blaðamaður, sagði börnunum frá bernskujólum sínum á Patreksfirði. Börnin röðuðu sér á gólfið kringum hana og hlustuðu andaktug. Þegar hún lýsti því að jólagjafirnar sem hún hefði fengið sem barn hefðu einkum verið spil og snúin kerti heyrðist þó raulað í hópnum „kert‘og spil, kert‘og spil, í það minnsta kert‘og spil. Að sjálfsögðu var það svo sungið fullum hálsi af öllum á eftir. Næst var komið að hinum níræða Sigurði Guð- mundssyni að gefa hverju barni stjörnu sem hann hafði sjálfur gert. „Ég var á spítala þegar ég var 13 ára og þá var þar strákur sem kenndi mér að búa til svona stjörnu,“ útskýrði hann og fræddi börnin aðeins um sína skólagöngu. Þar kom fram að hann þurfti að labba 45 mínútur í skólann daglega einn veturinn. Að sögustund lokinni var sest að borðum þar sem börnin gæddu sér á kakói og kökum. Þessar samverustundir Melaskólabarna og eldri borgara komust á í kringum aldamótin síðustu. Sigurður er búinn að gefa ótal stjörnur gegnum árin þannig að þær prýða orðið fjölda jólatrjáa í Vesturbæ Reykjavíkur. gun@frettabladid.is Hvítar stjörnur á hvert jólatré Stjörnuna lærði Sigurður að búa til þegar hann lá á spítala sem unglingur. Börnin eru sæl og glöð með stjörnuna frá Sigurði sem hefur búið til í kringum hundrað þetta árið. „Þetta er mín dægradvöl,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auglýsingasími – Mest lesið Hlýlegar jólagjafir HEIMATILBÚNAR JÓLAGJAFIR HITTA OFTAST Í MARK. Hugurinn er það sem gildir þegar kemur að því að gefa jólagjafir og ef gjafirnar eru heimatilbúnar efast enginn um umhyggjuna að baki þeim. Heimaprjónaðir vettlingar eru til dæmis jólagjöf sem hlýjar flestum jafnt um hjartarætur og hendur. - eö Rauðarárstíg 1 • sími 561-5077 opið laugardag 10:00-18:00 sunnudag 13:00-17:00 Mini hafrafitness Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólnum fyrir viðskiptavini okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.