Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 2
2 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
. 2
00
7
2.890,-
IKEA STOCKHOLM skál
Ø42 ryðfrítt stál
VIÐSKIPTI Tólf mánaða verðbólga
mælist nú 5,9 prósent, sam-
kvæmt mælingu Hagstofu
Íslands. Vísitala neysluverðs
stendur nú í tæpum 282 stigum,
hefur hækkað um 0,68 prósent
frá því í nóvember.
Fram kemur í Vegvísi Lands-
bankans að verðbólga sé alla
jafna ekki mikil í desember,
hækkun vísitölunnar nú sé sú
mesta síðan árið 1989. Þá var
ársverðbólgan rúmlega 25
prósent.
Hækkunin er að stórum hluta
rakin til aukins kostnaðar við
bifreiðar, hærra eldsneytisverðs
og dýrari bíla.
Þá hefur matur og drykkur
hækkað í verði. Þá jókst
húsnæðiskostnaður milli
mánaða, bæði vegna hækkunar
vaxta og markaðsverðs hús-
næðis. - óká
Verðbólga í 5,9 prósent:
Mesta hækkun
síðan árið 1989
Valtýr, er lóðabrask á Litla-
Hrauni?
„Það er allavega ekkert lóðarí á
staðnum.“
Þyngstu lóðin í lyftingasal fangelsisins á
Litla-Hrauni hafa verið fjarlægð. Íþrótta-
fulltrúi fangelsisins segir að reynt sé að
beina föngum að fjölbreyttari heilsurækt
en kraftlyftingum. Valtýr Sigurðsson er
forstjóri Fangelsismálastofnunar.
IÐNAÐUR Samkvæmt áfangaskýrslu Fjórðungssam-
bands Vestfjarða er ekkert því til fyrirstöðu að byggja
olíuhreinusunarstöð í Arnarfirði eða Dýrafirði.
„Þetta er frábær jólagjöf fyrir Vestfirðinga,“ segir
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
Fjórðungssambandið kynnir niðurstöður skýrslunn-
ar á Ísafirði í dag. Tveir staðir eru taldir koma til
greina; Hvesta í Arnarfirði og Hólar og Sandar í Dýra-
firði.
„Ég get ekki séð nokkurn skapaðan hlut í þessari
skýrslu sem væri fyrirstaða í málinu,“ segir Ragnar,
sem kveður málið hafa verið skoðað með tilliti til
umhverfis, fornminja, dýra- og plöntulífs, sjávardýpt-
ar, ölduhæðar, veðurfars og samfélags.
Það er fyrirtækið Íslensk hátækni sem gengst fyrir
því að olíuhreinsunarstöð verði reist hérlendis.
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru Ólafur Egilsson og
Hilmar Foss. Verkefnið mun kosta um eða yfir 300
milljarða króna og stöðin hreinsa um átta milljónir
tonna á ári. Sagt er að um 500 manns fái þar vinnu.
Ekki hefur verið gert uppskátt um bakhjarla tvímenn-
inganna en rætt er um að það séu bæði rússneskir og
bandarískir aðilar.
„Nú er það í höndum Íslenskrar hátækni að velja
staðinn. Við viljum endilega fá stöðina í Arnarfjörð-
inn,“ segir Ragnar og upplýsir að vonast sé til að
stöðin fari í umhverfismat eftir áramót og að hafist
verði handa við að reisa hana á síðari hluta ársins.
Vinna við bygginguna mun taka um fjögur og hálft ár.
- gar
Fjórðungssamband segir ekkert til fyrirstöðu olíuhreinsun á Vestfjörðum:
Fá olíuhreinsunarstöð í jólagjöf
ARNARFJÖRÐUR Bæjarstjórinn í Vesturbyggð er bjartsýnn á að
olíustöð rísi á Vestfjörðum og vonast til að hún verði rétt við
Bíldudal í Arnarfirði.
NEYTENDUR Leikfangaverslunin
Just4kids hefur ákveðið að mæta
samkeppni á leikfangamarkaði
með því að fara í verðstríð við
Toys „R“ Us.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
segir að Just4kids hafi frá fyrsta
degi heitið því að vera ávallt með
lægsta verðið á markaðnum og
nú muni verðið lækka um 30 til
80 prósent.
„Við vorum lægri en Toys „R“
Us í Kópavogi í síðustu könnun.
Núna erum við miklu frekar
komin í samkeppni við Toys „R“
Us í Minneapolis,“ segir Elías
Þorvarðarson, framkvæmda-
stjóri Just4kids.
Toys „R“ Us og Just4kids eru
stærstu leikfangaverslanir lands-
ins. - þo
Verðlækkanir í Just4kids:
Stríð á leik-
fangamarkaði
DÓMSMÁL Landamæraverðir á
Keflavíkurflugvelli stöðvuðu 27
ára karlmann með falsað vegabréf
á leið hans úr landinu síðastliðinn
föstudag. Maðurinn hefur setið í
gæsluvarðhaldi síðan en það
rennur út á morgun. Að sögn Eyj-
ólfs Kristjánssonar hjá lögreglunni
á Suðurnesjum verður ákæra gefin
út á hendur manninum áður en
gæsluvarðhaldið rennur út. Líklegt
er að dómur gangi í málinu innan
skamms, jafnvel á morgun.
Í vegabréfi mannsins kom fram
að hann væri sjö árum yngri en
hann raunverulega er og ítalskur
að uppruna, en í reynd er hann
brasilískur.
Maðurinn hafði komið hingað til
lands undir því yfirskini að hann
væri knattspyrnumaður. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Knatt-
spyrnusambandi Íslands spilaði
hann aldrei skráðan kappleik hér á
landi en hann æfði til skamms tíma
með íþróttafélaginu Stjörnunni í
Garðabæ. Það hafði ekki milli-
göngu um komu mannsins hingað
til lands.
Samkvæmt upplýsingum frá
Eysteini Haraldssyni, fyrrverandi
formanni meistaraflokksráðs
Stjörnunnar, var aldrei samið við
leikmanninn heldur fékk hann ein-
ungis að koma á æfingar í skamm-
an tíma.
Maðurinn hafði framvísað föls-
uðu vegabréfi hér á landi þegar
hann fékk kennitölu og einnig
þegar hann stofnaði reikninga í
banka. Í heild er maðurinn
grunaður um fjórþætt skjalafals-
brot. Hann kom til landsins í vor.
Brot af þessu tagi eru litin alvar-
legum augum. Nýlega var pólskur
karlmaður dæmdur í Héraðsdómi
Austurlands í sex mánaða óskil-
orðsbundið fangelsi fyrir skjala-
fals og skjalabrot. Sá hafði starfað
og búið hér á landi undir fölsku
nafni frá því í maí í fyrra.
Rannsókn leiddi í ljós að hann
hafði ekki tekið út refsingu sína í
Póllandi fyrir minni háttar brot þar
í landi. magnush@frettabladid.is
Ákærður fyrir að vera
með falsað vegabréf
Landamæraverðir stöðvuðu 27 ára karlmann með falsað vegabréf síðastliðinn
föstudag. Hann hafði verið hér á landi undir því yfirskini að hann væri knatt-
spyrnumaður. Ákæra verður gefin út áður en gæsluvarðhald rennur út á morgun.
DÓMSALUR Í HÉRAÐSDÓMI REYKJANESS Manninum verður birt ákæra áður en
gæsluvarðhald rennur út. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á
morgun. Ströng viðurlög eru við því að vera með falsað vegabréf en pólskur karl-
maður var nýlega dæmdur í sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓLK Tímaritið Nýtt líf hefur valið
Freyju Haraldsdóttur konu ársins
2007.
Freyja hefur frá fæðingu glímt
við mikla fötlun og hefur vakið
verðskuldaða athygli fyrir
baráttu sína fyrir fordómalausu
samfélagi. Fyrir þá baráttu hlaut
hún einmitt samfélagsverðlaun
Fréttablaðsins fyrr á þessu ári.
Í umsögn Nýs lífs segir að
Freyja sé „baráttukona með ríka
réttlætiskennd sem hefur helgað
líf sitt því að breyta viðhorfum til
fólks með fötlun og stuðla að því
að samfélagið geri ráð fyrir
öllum“. - þo
Nýtt líf velur konu ársins:
Baráttukonan
Freyja heiðruð
FREYJA HARALDSDÓTTIR Freyja hefur
breytt viðhorfi fólks til fatlaðra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Strangt vegabréfaeftirlit er á Keflavíkurflugvelli. Reglulega koma upp mál þar
sem vegabréf reynast fölsuð en við því eru ströng viðurlög. Reynt er að klára
málin á sem skemmstum tíma. Þegar menn eru teknir á Keflavíkurflugvelli
eru mál þeirra oftar en ekki kláruð innan tveggja vikna. Málin geta verið
flókin í vinnslu ef kemur í ljós að menn hafa dvalið hér og starfað undir
fölsku nafni í nokkurn tíma. Þá þarf að rannsaka málin í samráði við yfirvöld
í öðrum löndum og það getur verið tímafrekt.
STRANGT EFTIRLIT MEÐ VEGABRÉFUM
VIÐSKIPTI Ásgeir Ebenezersson
athafnamaður sakar Björgólf
Guðmundsson, Samson Properties
og Landsbankann um að hafa
stolið af sér hugmynd að uppbygg-
ingu á svæði við Barónsstíg.
Samson kynnti nýverið fyrir-
hugaða bygginu verslunarmið-
stöðvar þar, ásamt íbúðarhúsnæði
og bílakjallara. Ásgeir segir að frá
því að hann hafi farið með sínar
hugmyndir til Landsbanka árið
2003 og þar til í fyrra, hafi hann
talið Landsbankann ætla að
fjármagna framkvæmdirnar með
sér. Nú ætli félag aðaleiganda
bankans að hirða af honum
hugmyndina. - kóþ / sjá síðu 22
Ásgeir Ebenezersson:
Sakar Samson
um þjófnað
MANNRÉTTINDI „Þetta átti bara að
vera smá verslunarferð fyrir
jólin,“ segir Erla Ósk Arnardóttir
Lillien dahl, 33 ára markaðs- og
sölustjóri, sem var handtekin við
komuna til New York á sunnudag
og haldið í hlekkjum fram á þriðju-
dag.
Við komuna var henni sagt að
þar sem hún hefði fyrir tólf árum
dvalið lengur í Bandaríkjunum en
vegabréfsáritun hennar leyfði,
yrði henni vísað úr landi. „Fyrstu
fimm tímana var ég bara að vona
að þetta væri að verða búið,“ segir
Erla. „Mér var sagt að það væri að
koma að því og ég trúði því.“
Í tíu tíma þurfti Erla að dúsa í
yfirheyrsluherbergjum flugvallar-
ins. „Þetta voru endalausir listar af
spurningum,“ segir Erla. „Ég var
spurð hvað foreldrar mínir gerðu,
hvar þau væru búsett, hverrar
trúar ég væri, hvort ég hefði verið
þekkt undir öðru nafni og hvort ég
væri á blæðingum. Þeir lögðu
mikla áherslu á réttar dagsetning-
ar um blæðingarnar.“
Eftir yfirheyrslurnar var hún
flutt í hlekkjum klukkutíma leið til
fangelsis í New Jersey. Þar var hún
yfirheyrð aftur og fékk fyrstu mál-
tíðina í fjórtán tíma. Á þriðjudags-
morgun var hún svo flutt á flug-
völlinn aftur, leidd hlekkjuð í biðsal
Icelandair og losuð úr handjárnun-
um í landganginum. Erla leitar nú
réttar síns hjá utanríkisráðuneyt-
inu. „Það furðulega við þetta er að
mér var tilkynnt að ég mætti alveg
koma aftur til Bandaríkjanna
seinna,“ segir Erla. - sgj
Íslensk kona var stöðvuð á flugvelli í New York og haldið í á annan sólarhring:
Yfirheyrð um tíðahring sinn
ERLA ÓSK Erla segist hafa verið andlega
og líkamlega að þrotum komin eftir
meðferðina.
Ekið á Hreindýr í Lóni
Aflífa þurfti hreindýr sem varð fyrir
flutningabíl við Svínhóla í Lóni í gær-
kvöld. Að sögn lögreglu er nokkuð
um hreindýr við veginn á þessim
slóðum og því vissara að fara varlega.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS