Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 92
60 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Helgi Valur Daníelsson samdi í gær við hið sterka sænska lið Elfsborg. Samningur Helga Vals við félagið er til þriggja ára. Fréttablaðið náði tali af Helga í gær þegar hann var nýbúinn að skrifa undir samninginn í gær eftir að hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun. „Þetta er mikill léttir. Það er ekki hægt að neita því. Ég er bara virkilega ánægður með að allt hafi gengið eftir,“ sagði Helgi Valur en það getur oft reynst æði erfitt fyrir leik- menn að komast að hjá sterku liði eftir að hafa fallið niður í kjallarann líkt og Helgi Valur lenti í með Öster, sem féll fyrst úr úrvalsdeild og síðan úr 1. deildinni. „Ég var farinn að verða nokkuð órólegur enda ekki mörg spennandi lið sem voru að sýna mér áhuga framan af. Svo kom Elfsborg inn í myndina á seinni stigum og var klárlega mest spennandi liðið sem sýndi mér áhuga. Ég er því ákaflega kátur að við skyldum hafa náð saman. Ég lít á þennan samning sem annað tækifæri fyrir mig sem ég ætla mér að nýta,“ sagði Helgi Valur, sem er sáttur við samninginn sem hann fékk hjá liðinu. „Þetta er töluvert betri samningur en ég var með hjá Öster. Ég er samt engin stórstjarna og fæ því samning í samræmi við það.“ Helgi Valur settist niður með þjálfara liðsins í gær og var mjög jákvæður eftir það spjall. „Það var þjálfarinn sem lagði mikla áherslu á að fá mig til liðsins en ekki einhverjir stjórnarmenn. Hann sagðist hafa séð marga leiki með Öster og vissi því hvað hann væri að fá. Það er mjög öflugt að finna að þjálfarinn hafi trú á manni,“ sagði Helgi en Elfsborg er eitt af stóru liðunum í Svíþjóð. Það varð í fjórða sæti á síðustu leiktíð en var meistari árið þar á undan. „Að hafa fengið þennan samning sýnir að árin tvö hjá Öster voru ekki alveg til einskis. Þó að liðinu hafi gengið skelfilega finnst mér persónulega að ég hafi tekið miklum framförum og í raun var ég alltaf sáttur við mína spilamennsku hjá liðinu,“ sagði Helgi Valur en hann er þriðji Íslendingurinn sem spilar með Elfsborg. Kristján Jónsson lék með því fyrstur leiktíðina 1996-97 og Haraldur Ingólfsson á árunum 1998-2000. HELGI VALUR DANÍELSSON: SAMDI VIÐ SÆNSKA ÚRVALSDEILDARFÉLAGIÐ ELFSBORG TIL ÞRIGGJA ÁRA Lít á þetta sem nýtt tækifæri fyrir mig HANDBOLTI Dómur aganefndar HSÍ yfir Aðalsteini Eyjólfssyni er án fordæma hér á landi og sá þyngsti sem þjálfari eða leik- maður hefur hlotið fyrir ummæli í fjölmiðlum. HSÍ fór þá leið í fyrsta skipti í gær að birta rök- stuðning aganefndarinnar. Hann er svohljóðandi: „AE tjáði sig mjög um allt sem við kom leiknum. Ekkert af því hefur hann viljað draga til baka þrátt fyrir að hafa fengið tæki- færi til þess, heldur frekar ítrek- að fyrri umsagnir. Vó hann þar mjög að æru dóm- ara, svo nærri að það gæti varð- að við íslenska meiðyrðalöggjöf. Jafnframt vændi hann HSÍ og dómaranefnd um spillingu. Það verður að teljast mjög alvarlegt þegar þjálfari fer slíkum orðum um handknattleikshreyfinguna. Líta verður á að þjálfarar jafnt sem leikmenn liða í efstu deild eru fyrirmyndir barna og ungl- inga og bera ábyrgð sem slíkir. Jafnframt er ljóst að órökstuddar dylgjur í fjölmiðlum um dómara og stjórnendur handknattleiks- hreyfingarinnar skaða hreyfing- una verulega útávið. Niðurstaða aganefndar er að Aðalsteinn Eyjólfsson er úrskurð- aður í bann til 1. febrúar 2008 og til greiðslu sektar að upphæð kr. 50.000.“ - hbg Dómur aganefndar yfir Aðalsteini Eyjólfssyni: Ummælin gætu varðað íslenska meiðyrðalöggjöf HANDBOLTI Aganefnd HSÍ kvað í gær upp dóm yfir þjálfurum Fram og Stjörnunnar vegna ummæla þeirra í kjölfar leiks Fram og Stjörnunnar í N1-deild kvenna. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var áminntur og fékk ávítur frá aga- nefndinni en Aðalsteinn Eyjólfs- son, þjálfari Stjörnunnar, fékk mjög þungan dóm; bann til 1. febrúar á næsta ári sem og 50 þús- und króna sekt. Aðalsteini var brugðið þegar Fréttablaðið heyrði í honum þegar dómurinn lá fyrir. Hvað með ummæli Viggós og fleiri? „Ég er hreinlega orðlaus. Ég átti alls ekki von á þessu. Þarna er verið að vega að mínum starfs- rétti og mínu lífsviðurværi enda má ég ekki einu sinni stýra ungl- ingaflokknum sem ég þjálfa. Það verður athyglisvert að vita hvaða forsendur eru fyrir þessum dómi enda hafa menn eins og Viggó Sig- urðsson og fleiri látið ýmislegt misjafnt flakka í fjölmiðlum án þess að fá slíka refsingu.“ Greinilega nóg að segja „sorrí“ „Ég spyr að því hvað var verra við þessi ummæli en mörg önnur ummæli?“ sagði Aðalsteinn sem er heldur ekki sáttur við hversu vægan dóm kollegi hans Einar fékk: „Það virðist vera nóg að segja „sorrí“ og þá eru það ávítur í stað lengri dóma. Það er greini- lega í lagi að nota hin ýmsu blóts- yrði og sparka í dauða hluti.“ Einar dró ummæli sín í garð dómaranna til baka en Aðalsteinn gerði það ekki. Hann hefur áður ítrekað að hann standi við orð sín um dómgæsluna en hann segist sjá eftir ákveðnu orðalagi eins og að hafa kallað þjálfara Fram og dómarana „drykkjufélaga“. Aðalsteinn er einnig ósáttur við vinnubrögð fjölmiðla í þessu máli. „Ég spyr mig að því hvort fjöl- miðlar séu að setja mig í bann með því að klippa út úr mínum viðtöl- um þannig að viðtölin virki sölu- vænni á almenning? Ég útskýrði mín ummæli við flesta fjölmiðla en það hafa ekki margir birt það,“ sagði Aðalsteinn, sem hefur að öllum líkindum ekki sagt sitt síð- asta í málinu. Ósáttur við vinnubrögð aganefndar HSÍ „Ég ætla að skoða málið með mínum lögfræðingi. Það er að segja hvaða heimildir séu fyrir þessu banni. Ég er líka ósáttur við vinnubrögð aganefndar. Dómur- inn er dæmdur að mér fjarver- andi, ég er ekki kallaður fyrir dóm og fæ ekki að sjá sönnunargögn gegn mér né bera fyrir mig vörn- um gagnvart þeim sönnunargögn- um sem komið hafa fram,“ sagði Aðalsteinn, sem er á því að málið hafi skaðað mannorð hans. Fjölmiðlar sett málið fram á einsleitan hátt „Það er ljóst að dómstóll göt- unnar er búinn að dæma út frá þeim hlutum er hafa komið fram. Fjölmiðlar hafa sett málið fram á einsleitan hátt og tekið afstöðu í málinu. Fjöl- miðlarnir sem hafa fjallað um málið hafa einblínt of mikið á orðin í stað aðalatriðanna. Ég er mjög svekktur og sár og maður hlýtur að spyrja sig að því hvort allur tíminn og fyrirhöfnin sem maður setur í handboltann sé þess virði þegar svona mál koma upp,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson. henry@frettabladid.is Mun leita aðstoðar lögfræðings Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, fékk í gær þyngsta dóm sem aganefnd HSÍ hefur veitt þjálfara eða leikmanni fyrir ummæli í fjölmiðlum. Aðalsteinn má hvorki þjálfa meistara- né ungl- ingaflokk Stjörnunnar til 1. febrúar. Hann segir vegið að starfsrétti sínum og mun tala við lögfræðing. HANDBOLTI Í kjölfar hasarsins í kringum kvennaleik Fram og Stjörnunnar sem fram fór í Safamýri á dögunum hefur stjórn HSÍ bókað að þeim tilmælum verði komið til dómaranefndar HSÍ að hún verði með eftirlit á leikjum liðanna í óákveðinn tíma. Breytingu mátti sjá á þeim málum á þriðjudag þegar formaður dómaranefndar, Guðjón L. Sigurðsson, var mættur í eftirlit hjá Stjörnunni er liðið lék gegn Haukum. - hbg Stjórn HSÍ: Vill eftirlit hjá Stjörnunni og Fram EINAR JÓNSSON Þjálfari Fram verður undir eftirliti í næstu leikjum en hann játaði að hafa gengið of langt með hegðun sinni í leiknum gegn Stjörnunni. > Ragna úr leik á Ítalíu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir féll úr keppni á alþjóðlegu móti á Ítalíu í gær. Ragna byrjaði daginn á því að leggja eistnesku stúlkuna Kati Tolmoff í tveim lotum, 21-17 og 21-15. Hún mætti síðan hinni ensku Elizabeth Cann, sem er önnur besta einleikskona Englendinga, í sextán manna úrslitum og tapaði þá í tveim lotum, 21-18 og 21-14. Cann er átján sætum ofar en Ragna á heimslistanum og því var viðbúið að leikurinn yrði henni erfiður. HANDBOLTI Þorsteinn Rafn Johnsen, formaður handknatt- leiksdeildar Stjörnunnar, var enn að kynna sér dóm aganefndar þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær en hann sagði þó eftirfarandi: „Ég sé ekki annað en aðeins sum gögn séu skoðuð af aga- nefndinni og ég skil það ekki alveg. Hann er í staðinn dæmdur á viðtölum. Mér finnst fáránlegt að þjálfari Fram fái aðeins skammir. Er sem sagt í lagi að segja og gera hvað sem er og ef menn biðjast síðan afsökunar er allt í himnalagi? Eru það skilaboð- in? Auðvitað er ég ekki sáttur við ummæli Aðalsteins enda voru þau yfir strikið. Fyrst háttnefnd aganefnd ákveður samt að hengja hann svona þá hefði hún vel mátt kalla hann fyrir nefndina. Það er bara verið að drepa hann með þessu enda grafalvarlegt mál þar sem handboltinn er hans lifi- brauð,“ sagði Þorsteinn ákveðinn. - hbg Þorsteinn Rafn Johnsen: Verið að drepa Aðalstein ÞORSTEINN RAFN Harðorður út í aga- nefnd HSÍ og hennar vinnubrögð. AÐALSTEINN EYJÓLFSSON Er svekktur og sár yfir þungum dómi aganefndar yfir sér. Hann var dæmdur í bann til 1. febrúar á næsta ári. MYND/ALEKSANDAR DJOROVIC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.