Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 94
62 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Fátt virðist nú koma í veg fyrir að Ítalinn Fabio Capello verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu. Hinn 61 árs gamli Capello státar af frábærum árangri með öllum þeim liðum sem hann hefur stýrt en hann hefur hlotið gagnrýni fyrir að spila leiðinlegan fótbolta. Fabio Capello flaug til London í gær til þess að hefja viðræður við Brian Barwick stjórnarformann og Sir Trevor Brooking, yfirmann knattspyrnumála, hjá enska knatt- spyrnusambandinu, en Capello hafði áður lýst yfir miklum áhuga á starfinu í fjölmiðlum. „Starf landsliðsþjálfara enska landsliðsins er stórkostleg áskor- un,“ sagði Capello, sem hefur náð frábærum árangri með lið sín. Capello hefur þó orð á sér fyrir að vera harður í horn að taka og frekar strangur. Enn fremur hefur Capello verið gagnrýndur fyrir að láta lið sín spila agaðan og fremur varfærnislegan fótbolta. Ruud Gullit, núverandi stjóri LA Galaxy, sem lék undir stjórn Capello hjá AC Milan, lýsir honum sem mjög varnar- sinn- uðum knatt- spyrnu- stjóra. „Hann spilar ekki upp á fegurð knattspyrnunnar, svo mikið er víst. Þú sérð hann heldur ekki brosa mikið og þú vilt ekki fá hann upp á móti þér. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill hverju sinni og ef þú gefur eitthvert merki um að þú viljir ekki spila fyrir hann, þá ertu út úr myndinni eins og skot,“ segir Gullit, sem telur að ef Capello verði ráðinn muni hann leggja mikla áherslu á vörn liðsins. „Capello er eins og flestir ítalskir þjálfarar og vill fyrst og fremst að vörnin sé sterk og liðið geti varið heiður sinn. Þegar menn eru góðir í þeirri vinnu verður mjög erfitt að sigra þá og oft vinna þeir leiki án þess að lið þeirra sé að spila sérstak- lega vel. Árangur hans er hins vegar öllum ljós.“ - óþ Allt bendir til þess að Fabio Capello verði ráðinn nýr þjálfari enska landsliðsins: Spilar árangursríkan fótbolta SIGURVEGARI Fabio Capello. NORDICPHOTOS/GETTY ÞJÁLFARAFERILL CAPELLO: 1991-1996: Vinnur fjóra deildartitla á fimm árum með AC Milan. Vinnur einnig Meistaradeildina og Super-bik- arinn með liðinu. 1996-1997: Vinnur deildartitil með Real Madrid árið 1997. 1998: Tekur við AC Milan en er rekinn eftir tímabilið. 1999-2004: Vinnur deildartitil með Roma árið 2001. 2004-2006: Vinnur tvo deildartitla með Juventus sem eru síðar dæmdir af liðinu í dómarahneykslinu fræga. 2006-2007: Vinnur deildartitil með Real Madrid árið 2007 og er síðar rekinn. Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . SMS LEIKUR SENDU SMS BTC BOF Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU DVD MYNDIR, VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA! KEMUR Í VERSLANIR 13. DESEMBER ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Íþróttasamband fatlaðra tilkynnti í gær val á íþróttamanni og íþróttakonu árs- ins úr röðum fatlaðra. Enn fremur var svokallaður Guðrúnarbikar afhentur. Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtennismaður úr íþróttafélag- inu Nesi í Reykjanesbæ, var val- inn íþróttamaður ársins 2007. Jóhann Rúnar hefur æft borð- tennis í um tíu ár og er sem stend- ur í 14. sæti á styrkleikalista alþjóðaborðtennisnefndar fatl- aðra í sínum fötlunarflokki og stendur í mikilli baráttu að halda velli þar. Jóhann stefnir á Ólympíumót „Þessi verðlaun, íþróttamaður ársins, eru bæði mikill heiður og einnig góð hvatning fyrir mig í baráttunni við að vinna mér keppnisrétt á Ólympíumótinu 2008. En næsti liður í baráttunni er mót á milli jóla og nýárs í Chi- cago í Bandaríkjunum og eftir það mót fer að skýrast hvernig styrkleikalistinn mun líta út fyrir mótið og líklega þarf ég að hækka mig um eitt sæti þar til þess að verða öruggur,“ segir Jóhann Rúnar, sem er þakklátur bæði fjölskyldu og vinnuveitanda fyrir að hafa staðið við bakið á sér. „Lykillinn að árangri er náttúr- lega að leggja hart að sér og vera með gott fólk í kringum sig og ég gæti vitanlega ekki staðið í þessu nema vera með góða fjölskyldu á bak við mig, auk skilningsríks vinnuveitanda,“ segir Jóhann Rúnar og hlær, en hann hefur unnið hjá Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur í átta ár. Karen Björg Gísladóttir, sund- kona úr sundfélaginu Firði í Hafn- arfirði, var valin íþróttakona árs- ins 2007. Karen Björg hefur æft sund undanfarin 6-7 ár og hefur tekið miklum framförum og þykir einstaklega efnileg. Karen Björg fór á kostum á Norðurlandamóti fatlaðra sem haldið var hér á landi í lok október og vann þar fimm gullverðlaun í öllum þeim greinum sem hún tók þátt í. Þrátt fyrir mikla fjölhæfni kveðst Karen Björg þó best kunna við skriðsundið. Karen sátt með árangurinn „Mér finnst skemmtilegast að synda skriðsund og gildir þá einu hvort um 50 eða 100 metra sund sé að ræða. Ég hef verið að æfa vel undanfarið og er í mjög góðu formi. Mér gekk rosalega vel á Norðurlandamótinu um daginn og ætla bara að halda áfram að standa mig vel. Það var mjög skemmti- legt að hafa fengið þessi verðlaun og þau hvetja mig áfram,“ segir Karen Björg ánægð. Jón Oddur Halldórsson sprett- hlaupari og Kristín Rós Hákonar- dóttir sundkona voru sérstaklega heiðruð í gær og verðlaunuð með eignarbikar fyrir framúrskar- andi árangur þeirra á síðasta ári, þegar þau voru valin íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra. Þar að auki hlaut Margrét Kristjánsdóttir, íþróttafélaginu Ösp, Guðrúnarbikarinn fyrir frá- bært starf í þágu fatlaðs íþrótta- fólks. Bikarinn er gefinn af Öss- uri Aðalsteinssyni, til minningar um eiginkonu hans, Guðrúnu Pálsdóttur, og var veittur í sjö- unda sinn í gær. omar@frettabladid.is Jóhann og Karen sköruðu fram úr Jóhann Rúnar Kristjánsson og Karen Björg Gísladóttir voru valin íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gær. Einnig voru Jón Oddur og Kristín Rós heiðruð fyrir að hafa verið valin íþróttamenn ársins í fyrra. Margrét Kristjánsdóttir hlaut Guðrúnarbikarinn í þetta sinn. GUÐRÚNARBIKARINN Margrét Kristjáns- dóttir hjá Ösp hlaut verðlaun fyrir gott starf í þágu fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR ÍÞRÓTTAFÓLK ÁRSINS Jóhann Rúnar Kristjánsson borðtennismaður og Karen Björg Gísladóttir sundkona voru valin íþróttamaður og -kona ársins 2007 úr röðum fatlaðra við hátíðlega athöfn Íþróttasambands fatlaðra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR SKÍÐI Björgvin Björgvinsson endaði í 28. sæti í svigi í Evrópu- bikarnum í Obereggen á Ítalíu í gær. Björgvin fann sig ekki í fyrri ferðinni en náði tólfta besta tímanum í seinni ferðinni en hann kom rúmum þremur sekúndum á eftir Svíanum Andre Myhrer sem vann keppnina. Björgvin náði ekki að klára í svigkeppninni í Bad Kleinkirch- heim um helgina en næsta mót hjá Björgvini verður í svigi í Heimsbikarnum á sunnudag. - óój Björgvin Björgvinsson: Tólfti besti tím- inn í seinni ferð ENDAÐI VEL Björgvin Björgvinsson var að keppa á Ítalíu í gær. FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Kristján Valdimarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fylki. Kristján er uppalinn Fylkis- maður en lék með Grindavík sumarið 2006. Hann snrri svo aftur á heimaslóðir fyrir síðasta sumar þar sem hann blómstraði í stöðu miðvarðar og var einn albesti leikmaður Fylkis. Það var því mikið kappsmál fyrir Fylki að tryggja sér þjónustu varnarmannsins áfram sem félagið hefur nú gert. - hbg Kristján Valdimarsson: Framlengir við Fylki KRISTJÁN VALDIMARSSON Áfram í Árbænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.