Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 7 Fyrir komandi jól ákvað mark- aðsráð Salzburgar í Austur- ríki í samvinnu við dýragarð borgarinnar, dótaminjasafnið og þjóðleikhúsið að setja á fót sjálfshjálparnámskeið fyrir börn sem hræðast þarlenda jólagrýlu meira en góðu hófi gegnir. Krampus heitir hann sem ásækir óþekku börnin. Hann skilur eftir kol til viðvörunar heima hjá þeim eða, þegar í harðbakkann slær, bindur hann þau á höndum og fótum með stálkeðjum og slær þau í rassinn með birkivendi. „Upplifðu Krampus“ heitir nám- skeiðið þar sem börnin læra að þekkja fyrirbærið og þeim er kennt að komast yfir hræðsluna. Með því að föndra, dansa og klappa dýrum minnkar smám saman fjarlægðin við hinn hyrnda, ófrýnilega og loðna Krampus. Í dýragarðinum skoða þau horn á dýrum, í dótaminjasafninu er þeim kennd saga Krampusar og þau látin smíða sína eigin Krampus-grímu og í þjóðleikhúsinu fá þau að klæða sig í Krampus-búning og hlaupa um. Námskeiðið var haldið í fyrsta skipti nú í haust og varð geysivin- sælt. Sjö hundruð krakkar tóku þátt og verður því haldið áfram um sinn þótt Krampus sé farinn að hlaupa um götur að hræða mann og annan. Uppeldisfræðingarnir einblína á jákvæðar hliðar grýlunnar: að Krampus reki burt illa anda með sínu ljóta útliti og bjöllum og strjúki fólki með birkivendi til að stuðla að frjósemi. Markmið námskeiðsins er að upp- ræta hræðslu í hjörtum barnanna. Hins vegar á enn eftir að koma í ljós hvort Krampus fækki ferðum sínum til óþekkra barna með vönd sinn og keðjur. - nrg Krampushræðslan kveðin niður Krampus á samkvæmt gömlum sögnum að slá börn með birkivendi. Gyllta jólaskrautið frá Georg Jensen ber með sér glæsi- leika. Jólaóróar frá Georg Jensen eru orðnir á þriðja tuginn. Sá fyrsti var búinn til 1984 og síðan hafa komið nýjar útfærslur ár hvert. Oftast birtast þeir upp úr pásk- um. Fjölmargir safna þessum gripum og þeir eru vinsælir til gjafa einkum um þetta leyti. Sumir leyfa þeim að hanga uppi allt árið en aðrir taka þá bara fram fyrir jólin. Órórana er hægt að nota á marga vegu og borðarnir sem fylgja eru ármerktir. Þeir eru til í tveimur stærðum og er sá minni flottur á jólatréð. - gun Gyllt og glæsilegt Þessi myndarlegi geithafur frá árinu 1991 er einn óróanna góðu. Kerti og tölvuspil TÍMARNIR BREYTAST OG MENNIRNIR MEÐ. Í gamla daga létu börnin sér nægja kerti og spil en í dag dugar ekkert minna en tölvuspil. Á vef- síðunni leikjanet.is er hægt að spila fjölda jólaleikja. Leikurinn Ævintýraálfurinn 2 gengur út á að safna sem flestum smákökum. Í Merry Chrismash þurfa leikmenn að svara spurningum um jólin og í Gift Wrapped er keppt í að rífa gjafapappírinn utan af jóla- pökkunum á sem stystum tíma. Þetta eru bara nokkrir af þeim jólaleikjum sem boðið er upp á og um að gera fyrir tölvuáhuga- fólk að kynna sér málið. - öhö Jól í dós MALT OG APPELSÍN ER ÓRJÚFAN- LEGUR HLUTI AF JÓLABORÐHALD- INU. Mikilvægt er að hella fyrst app- elsíninu í glas- ið og svo malt- inu. Ef gert er öfugt freyðir upp úr glasinu út á borð. Hægt er að kaupa tilbúna blöndu í dósum til hægðarauka. - rt Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRANNBETRA G O LF Arnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.