Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 26
26 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR
nám, fróðleikur og vísindi
´80-´81 ´85-´86 ´90-´91 ´95-´96 ´00-´01 ´05-´06
61
,1
%
47
,8
%
37
,5
%
42
,4
%
29
,3
%
46
,7
%
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Birna Varðardóttir er
nemandi í áttunda bekk í
Ingunnarskóla í Grafarvogi.
Í Ingunnarskóla eru prófin
í janúar og því er skóladag-
urinn hefðbundinn fram í
miðja næstu viku. „Fljótlega
verðum við með kynn-
ingu þar sem við kynnum
foreldrum og systkinum það
sem við höfum verið að
gera í hverju fagi fyrir sig í
skólanum í vetur. Svo er bara
verkefnavinna fram undan,“
segir Birna.
„Við erum alltaf í hópa-
verkefnum eða einstaklings-
verkefnum í samfélagsfræði,
náttúrufræði og fleiri fögum.
Þar erum við að vinna plaköt
og svo erum við að taka upp
í Windows Movie Maker og
erum að gera alls konar þætti,
powerpoint og svo gerum við
náttúrulega ritgerðir.“
Íslenskan er uppáhalds-
fag Birnu. „Ég hef svo mikla
tilfinningu fyrir málinu og mér
finnst gaman að skrifa ritgerðir
og skáldsögur. Ég er komin á
undan í íslensku þannig að ég
er í öðru námsefni en hinir í
bekknum. Ég er í málfræði og
síðan skilum við reglulega staf-
setningu og ritgerðum. Flestir,
sem ég er með, eru í áttunda
bekkjar námi en ég er í níunda
og tíunda bekkjar námi. Á
næsta ári tek ég bókmenntir og
fleira og útskrifast síðan ári fyrr
úr grunnskóla.“
Birna er langhlaupari hjá
Bootcamp og FH. Hún æfir
fimm til sex sinnum í viku og
hefur sett stefnuna á að hlaupa
hálft maraþon í mars. Hún á
besta tíma telpna 13-14 ára í 10
kílómetra hlaupi árið 2007. Hún
segist alveg hafa tíma til að æfa
svona mikið með skólanum.
Þetta sé bara spurning um að
skipuleggja sig. Áður hafi hún
æft skauta og sund en núna
hafi hún fundið sig í hlaupun-
um. „Hitt sportið átti ekki alveg
við mig en nú er ég komin á
flottan stað,“ segir hún.
Kjarni málsins
> Hlutfall tvítugra einstaklinga sem eru stúdentar.
Ágústa Guðmarsdóttir
sjúkraþjálfari lauk nýverið
meistaraverkefni um vinnu-
umhverfi leikskólastarfs-
manna í Reykjavíkurborg.
Í ljós kom að margt mátti
betur fara, enda hávaðinn
mikill, vinnuhæð of lág og
byrðar þungar.
„Í ljós kom að hávaði var mjög
mikill; meiri en miðað er við að
hann sé að hámarki í verksmiðj-
um,“ segir Ágústa.
Í tíu mælingum af fjórtán fór
meðaltalshávaðinn yfir 85 desibel
(dB). Hvell hljóð mega ekki mæl-
ast hærri en 110 desibel, en 13 af
14 mælingum fóru í 112-125 dB.
„Þetta þýðir að starfsmenn á leik-
skólum eru alltaf að vinna í
hávaða. Við skoðuðum því ýmsa
möguleika á úrbótum, svo sem
hljóðeinangrandi plötur í loftin,
lampa sem sýna hversu mikill
hávaði er í herberginu og dúka á
borð,“ segir Ágústa. Hún athugaði
einnig byrðar leikskólakennara,
sem reyndust of þungar, og vinnu-
hæð þeirra, sem reyndist of lág.
„Við tókumst á við þann vanda
með fræðslu um líkamsbeitingu
og nýjum vinnutækjum, svo sem
vinnustólum á hjólum, hærri
vinnuborðum og stólum fyrir
börnin.“
Starfsmenn leikskólanna svör-
uðu spurningum um heilsu sína,
vinnuumhverfi, félagsleg sam-
skipti og andlega og líkamlega
líðan.
„Í ljós komu allt of mikil álags-
einkenni til dæmis frá hrygg, hálsi
og herðum. Um sjötíu prósent
starfsmanna fundu til í einu eða
fleiri svæðum í líkamanum. Kjara-
viðræður leikskólakennara árið
2001 höfðu einnig áhrif á starfs-
umhverfið, því þá sömdu þeir um
hærri laun gegn því að sjá um
fleiri börn. Ég held að það hafi
verið stærstu mistök sem gerð
hafa verið, því fleiri börn auka
tímapressu og hávaða.“
„Það er ekki nóg að senda starfs-
menn í sjúkraþjálfun og til lækna,
því þá eru bara færri eftir á leik-
skólanum, sem veldur streitu og
samviskubiti. Fyrirbyggjandi
aðgerðir eru vænlegri til árangurs
en viðgerðarþjónusta.“
Ágústa segir ýmsar úrbætur
hafa verið gerðar en margt megi
þó gera betur og mikilvægt er að
fylgja eftir þeim árangri sem
náðst hefur. eva@frettabladid.is
Hávaðasamir leikskólar
ÁGÚSTA GUÐMARSDÓTTIR Starfsmenn leikskóla vinna stöðugt í hávaða sem veldur
streitu í starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HÁVAÐAMÆLIR Hávaðamælir sýnir
hversu mikill hávaði er inni í herberginu.
Gult ljós táknar 80 desibel og rautt tákn-
ar 85 desibel.
NEMANDINN: BIRNA VARÐARDÓTTIR GRUNNSKÓLANEMI
Nú er ég komin á flottan stað
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
Ö
LU
N
D
U
R
Nýr orðleikur kemur út fyrir jólin. Hallgrímur
Axelsson verkfræðingur þýddi Orðaskak úr ensku.
„Spilið gengur út á að búa til íslenskt orð. Þetta er
ekki krossgáta í anda Scrabble, heldur býr hver til
sitt orð. Aðrir geta síðan rænt orðinu og breytt því,“
segir Hallgrímur.
Orðaskak er upphaflega bandarískt spil en hefur
komið út í mörgum löndum víðs vegar um heiminn
og hlotið ófá verðlaun.
„Börnum frá átta ára gengur mjög vel að spila
spilið. Ég hef spilað með yngri börnum en þá skipt-
um við gjarnan í lið og höfum einn stálpaðri krakka
með.“
Hallgrímur segir kostinn við spilið vera að það
þjálfi fólk íslensku máli og svo sé ákveðin spenna í
því, þeir sem séu útsjónarsamir að smíða íslensk
orð vinni gjarnan spilið.
Fjölskyldufyrirtæki Hallgríms, Orðaskipti, gefur
spilið út. Hallgrímur starfaði áður sem verktaki en
söðlar nú um.
„Ég á þrjá syni sem eru með í þessu. Vonandi
munum við gefa fleiri spil út. Það er til barnaútgáfa
af þessu spili sem við gefum vonandi út á næsta
ári.“
Hallgrímur segir viðmiðunarverð Orðaskaks út
úr búð vera tæpar fimm þúsund krónur og það sé nú
fáanlegt í fjölmörgum verslunum víða um land. - eb
Nýr orðaleikur kemur út fyrir jólin:
Fjölskylda gefur út Orðaskak
HALLGRÍMUR AXELSSON Leikreglur Orðaskaks eru þannig
að allir leikmenn draga einn staf. Sá fyrsti setur sinn staf í
borðið og reynir að búa til orð. Ef það er hægt er það sett
á plastskinnu og sá sami heldur áfram meðan hann getur
búið til ný orð. Næsti leikmaður getur rænt orðinu og býr
hann þá til nýtt orð úr stöfunum. Sá vinnur sem fyrstur
getur myndað sex orð.
Stjórnun innan heilbrigðisþjónust-
unnar er ný námsleið í diplómu- og
meistaranámi í heilbrigðisvísindum við
Háskólann á Akureyri. Að námsleiðinni
standa heilbrigðisdeild og viðskipta- og
raunvísindadeild. Námið hefst á vorönn
2008. Mögulegt er að ljúka 15 eða 30
eininga diplómunámi og 60 eininga
meistaranámi í heilbrigðisvísindum
með áherslu á stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið BS-námi á sviði heilbrigðisvísinda og er
umsóknarfrestur til 2. janúar.
■ Háskólinn á Akureyri
Nýtt nám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í dag skóflustungu að nýbyggingu
Sæmundarskóla við Gvendargeisla í Grafarholti. Sæmundarskóli var áður hluti
af Ingunnarskóla en varð sjálfstæður grunnskóli í janúar síðastliðnum. Í dag
stunda 192 börn nám í bráðabirgðahúsnæði skólans en nýja byggingin mun
rúma um 420 nemendur. Gert er ráð fyrir að skólahúsið verði tilbúið í byrjun
ársins 2010. Íbúar í eystri hluta Grafarholts eiga skólavist í Sæmundarskóla.
Athöfnin hefst klukkan 14.30 og að sjálfsögðu munu nemendur aðstoða borgar-
stjórann við moksturinn.
■ Sæmundarskóli
Skóflustunga að nýbyggingu
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur heldur fyrirlestur í Aðalstræti 16 á Land-
námssýningunni, klukkan þrjú á laugardaginn, um jól í heiðnum sið. Staðurinn
hæfir umræðuefninu vel því fastlega má gera ráð fyrir því að þar hafi verið
haldin jól í heiðni. Áætlað er að fyrirlestur Árna
taki um klukkustund en þá tekur Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur við og fræðir fólk
um landnám Íslands, eldgos og aldursgreiningar.
Þá les hann úr skáldsögunni Land þagnarinnar
en sögumaður þar er einmitt eldfjallafræðingur.
Því næst les Bjarni Gunnarsson úr nýútkominni
ljóðabók sinni, Blóm handa pabba. Aðgangur að fyrirlestrinum og upplestrun-
um er ókeypis og öllum heimill.
■ Landnámssýning í Reykjavík
Jól í heiðni, eldgos og blóm handa pabba
Grunnskólakennarar í Reykjavík, sem vilja efla þekkingu sína
á jafnréttisfræðslu, geta á næsta ári sótt sér símenntun á því
sviði. Þetta var samþykkt á fundi menntaráðs í vikunni.
Í greinargerð meirihluta menntaráðs segir meðal annars
að jafnréttisfræðsla í skólum sé afar mikilvæg og er vísað
því til stuðnings í rannsókn sem gerð var fyrr á árinu sem
sýndi að bakslag hafði orðið í jafnréttisbaráttunni þar sem
hugmyndir ungmenna um jafnréttismál, sem og náms- og
starfsval, eru nú mun íhaldssamari en var fyrir um áratug.
Lagt er til í samþykktinni að slík símenntun verði metin
til eininga og að kennsluafsláttur verði veittur að námskeiðum loknum.
Námskeiðin hefjast strax næsta haust.
■ Menntasvið Reykjavíkur:
Jafnréttisfræðsla efld í grunnskólum
Tillaga sem nefnist Bræðingur varð hlutskörpust í samkeppni sem Mosfellsbær
efndi til um hugmyndafræði og hönnun Krikaskóla í Mosfellsbæ. Höfundar
tillögunnar voru Einrúm arkitektar, Arkiteó, Suðaustanátta, VSB, Helgi Grímsson,
Andri Snær Magnason og Sigrún Sigurðardóttir. Í umsögn dómnefndar sagði
meðal annars að skólastefnan væri kenningarlega vel undirbyggð og setti skóla
og einstaklinga í eftirtektarvert samhengi við samfélagið, með áherslu á að litlar
pollagallamanneskjur í litlum skóla geta breytt heimsmynd mannanna. Gert er
ráð fyrir að Krikaskóli verði fyrir um 200 börn og að skólastarf hefjist þar á skóla-
árinu 2007 til 2008. Áformað er að nýtt húsnæði skólans verði tekið í notkun í
upphafi skólaárs 2009 til 2010.
■ Bræðingur í Krikaskóla í Mosfellsbæ
Pollagallamanneskjur breyta heiminum
Eftir Ólöfu frá Hlöðum liggur mikið safn verka, jafnt birtra
sem óbirtra. Á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu skáld-
konunnar og í tilefni þess flytur Helga Kress, prófessor í
almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, opinberan
fyrirlestur um ævi og verk Ólafar á vegum Hugvísindastofn-
unar og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum. Fyrirlest-
urinn verður fluttur í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag klukkan
tólf um hádegi og nefnist hann „Hugsað, skrifað, elskað, ort“:
Um ævi og verk Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum.
■ Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum
Nokkur smákvæði og fjöldi óbirtra verka