Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 — 339. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ JÓLIN KOMA O.FL. Birna Halldóra Ólafsdóttir hefur alla tíð haft yndi af fallegum fötum. Það hefur hún meðal annars frá móður sinni og eldri systurbáðar eru s k ömmu minni en hana nota ég eingöngu við mjö leg tækifæri “ segir hú Ættardjásn á herðunum Birna notar minkaskinnsslána ein-göngu við hátíðleg tækifæri en hún var upphaflega í eigu móðurömmu hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ A/ VÖ LU N D U R SKART FYRIR JÓLINAlls konar fylgihlutir eru fá-anlegir í verslunum bæjarins sem geta lífgað upp á jóladressið. TÍSKA 2 ÍSBJÖRN Í STOFUNARoss Lovegrove hefur hannað sófa sem klæddur er gæru-skinni og kallast Barbarella. HEIMILI 9 VEÐRIÐ Í DAG BIRNA HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR Notar minkaskinnsslá ömmu sinnar um jólin tíska • jól • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS NORÐURLAND Hernaðarlistir, jafnrétti og flugvélar Sérblað um Norðurland FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Styðja við jákvæða hegðun Oddeyrarskóli á Akureyri er 50 ára. TÍMAMÓT 40 norðurlandFIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2007 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /H EI Ð A .IS Sjötug flugvél lifnar viðUngir fluggarpar sýna á Flugsafni Akureyrar. BLS. 6 BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 5 3 5 Snemma á föstudags- morgni www.postur.is Á morgun er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólakort til Evrópu Ný snyrtivörulína Þuríður Stefánsdóttir hefur hannað nýja íslenska förðunar- línu. FÓLK 54 Fordæmalaus dómur Þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, fékk þyngsta dóm sem leikmaður eða þjálfari hefur fengið fyrir ummæli í fjölmiðlum. ÍÞRÓTTIR 60 MANNLÍF Hefð hefur skapast fyrir því síðustu árin að sjö ára bekkur í Melaskóla heimsæki félagsmiðstöð eldri borgara á Aflagranda á aðventunni þar sem vel er tekið á móti börnunum. Sigurður Guðmundsson tækni- fræðingur, sem nú er níræður, hefur frá upphafi gefið öllum börnunum pappírsstjörnur sem hann býr til sjálfur. Sigurður lærði að gera stjörnurnar, sem hægt er að hengja á jólatré, þegar hann var þrettán ára gamall og lá á spítala. Stjörnurnar sem hann hefur gefið eru nú orðnar ansi margar og prýða fjölda jólatrjáa í Vesturbæn- um. - gun / sjá allt í miðju blaðsins Börn heimsækja eldri borgara: Pappastjörnur í Vesturbænum JÓLASTJÖRNUR Sigurður Guðmunds- son gefur sjö ára börnum í Melaskóla stjörnur sem hann býr til sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÚTGÁFA Aldrei hefur verið jafn blómleg útgáfa á íslensku efni á DVD og í ár. Sjónvarpsserían Næturvaktin var til að mynda gefin út á mánudaginn, strax að loknum síðasta þætti á Stöð 2, og er hún farin að nálgast gullsölu. Mýrin hefur selst í tæpum tíu þúsund eintökum og er reiknað með að slagurinn standi milli þeirra tveggja í jólaflóðinu. Þá hafa þættir á borð við Venna Páer, Sigtið, Tekinn og Fóstbræður mælst vel fyrir. - fgg/sjá síðu 70 Blómleg DVD-jól: Aldrei fleiri ís- lenskir titlar Hvöss sunnanátt vestanlands, en hægari austantil. Hiti 1-3 stig Sunnanlands en annars frost. Úr- koma fyrri partinn og aftur í kvöld. VEÐUR 4   PERSÓNUVERND Íslensk erfðagrein- ing (ÍE) fær ekki heimild í nýrri rannsókn til að tengja saman gögn um 85 þúsund Íslendinga úr 66 eldri rannsóknum. Persónuvernd hefur hafnað umsókn fyrirtækis- ins. „Þetta hefur engin áhrif á okkur, við höfum ekki haft þetta leyfi. Þetta breytir engu um það sem við erum að gera,“ segir Kári Stefáns- son, forstjóri ÍE. Rannsókn ÍE átti að snúast um leit í erfðamengi tengda orsökum sjúkdóma og einkenni þeim tengd, að því er fram kemur í úrskurði Persónuverndar. Þar segir að ÍE hafi ekki ætlað að leita eftir samþykki þátttak- enda í þessari tilteknu rannsókn. Heimild Persónuverndar er háð því að brýnir almannahagsmunir mæli með vinnslunni. Í úrskurðin- um segir að þrátt fyrir að brýnir hagsmunir séu í húfi sé eðli rann- sóknanna, umfang þeirra og vinnsluaðferðir með þeim hætti að einstaklingarnir hafi brýna hagsmuni af því að réttindi þeirra og frelsi séu tryggð. Kári segir ÍE hafa heimildir til að samkeyra umrædd gögn, en þá þurfi að aftengja þau persónu- auðkennum. Því sé hægt að vinna allar þær rannsóknir sem fyrir- tækið vilji gera tengdar þessum gögnum, en það verði erfiðara og tímafrekara. „Ég er hissa á því að Persónu- vernd hafi hafnað þessu, því þetta eru allt einstaklingar sem hafa veitt okkur heimild til að nota upp- lýsingarnar við rannsóknir á mörgum sjúkdómum,“ segir Kári. Hann segist hafa efasemdir um að Persónuvernd geti synjað því að veita leyfi fyrir rannsókninni, vísindasiðanefnd hafi til að mynda veitt sitt samþykki. Kári tekur fram að ÍE hafi fengið fjölmargar synjanir frá Persónuvernd í gegnum tíðina og alltaf unnið sig í gegnum það, enda gott samstarf þar á milli. - bj ÍE bannað að tengja persónuupplýsingar Persónuvernd hefur synjað Íslenskri erfðagreiningu um leyfi til að tengja saman í nýrri rannsókn upplýsingar um 85 þúsund Íslendinga úr 66 eldri rann- sóknum. Forstjóri ÍE segist hissa á þessari niðurstöðu en segir hana litlu breyta. MENNTAMÁL Tveir þingmenn í suðurkjördæmi hafa fengið sent erindi frá Gísli Óskarssyni, frétta- manni og kennara við barnaskólann í Vestmanna- eyjum. Erindið er vegna forvarnarfræðslu sem fram fór í skólanum á föstudag en þar fræddu fulltrúar Alnæmissamtaka Íslands fjórtán og fimmtán ára nemendur um alnæmi og öruggt kynlíf. Fyrirlesturinn fór fyrir brjóstið á Gísla, sem sagðist í samtali við Fréttablaðið þekkja muninn á fræðslu og innrætingu sem ætti ekki erindi inn í skólann. Segir hann að fyrirlesararnir hafi meðal annars sagt drengjunum að prófa að fróa sér í smokk vildu þeir vita hvernig það væri að sofa hjá stelpu. Þá hafi mikilvæg gildi eins og fjölskyldan ekki verið rædd. Gísli kvaðst hafa tekið niður fjölda athugasemda meðan á fyrirlestrinum stóð sem hann sendi til þingmannanna Árna Johnsen og Guðna Ágústsson- ar auk Landlæknisembættisins sem styrkir fræðsluna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sáu aðrir kennarar skólans ekki ástæðu til að kvarta undan fyrirlestrinum né þeir nemendur sem sátu hann. Alnæmissamtökin heimsækja á ári hverju fjöl- marga grunnskóla með fræðslu af þessu tagi. - þo Þingmenn fá erindi vegna fræðslu um alnæmi í barnaskóla Vestmannaeyja: Kennari ósáttur við forvarnafræðslu Gróska á gömlum merg Þegar Maó hófst handa, gat nýfæddur Kínverji vænzt þess að verða fertugur líkt og nýfæddur Íslend- ingur um 1890. Í DAG 32 SLÖSUÐ EFTIR UMFERÐARSLYS Alvarlegt umferðarslys varð á Njarðarbraut í Reykjanesbæ á fimmta tímanum í gær þegar jeppa- bifreið skall framan á fólksbifreið og valt á annan bíl. Kona sem ók fyrri fólksbílnum slasaðist í slysinu og var flutt á Landspítalann í Fossvogi. Líðan hennar var stöðug í gærkvöldi og var hún ekki talin alvarlega slösuð. MYND/VÍKURFRÉTTIR/ELLERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.