Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 8

Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 8
 Mikil umsvif voru á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu í síðastliðnum nóvembermán- uði. Heildar- velta viðskipta nam 26,2 millj- örðum króna í samtals 768 þinglýstum samningum. Veltan er um fimm milljörð- um króna lægri en í október en um níu milljörðum króna hærri en í nóvember í fyrra. Ingibjörg Þórðardóttir, fast- eignasali á Híbýli og formaður Félags fasteignasala, segir að vissulega hafi fasteignaverð hækkað á heilu ári og telur fimmt- án prósenta hækkun ekki fjarri lagi. Hluti skýringar á stóraukinni veltu á milli ára liggi þar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Stórar eignir eru oft seldar í tví- eða þrígang áður en þær fara í almenna sölu. Þegar verktakar og fjárfestar eiga viðskipti með fjöl- býlishús er samningi fyrir hverja íbúð þinglýst sem aftur birtist í tölum Fasteignamatsins um fjölda samninga og fjárhæðir þeirra. „Það er töluvert um að eignir fari í stórum pökkum á milli fjárfesta,“ segir Ingibjörg og telur slíkt hafa verið uppi á teningunum í nóvem- ber og eiga sinn þátt í veltuaukn- ingu milli ára. Sýsl með stórar eignir hluti skýringa Hvaða íslenski spéfugl mun leika á móti John Cleese í nýrri auglýsingu Kaupþings? Hver er nýr forsætisráðherra Úkraínu? Hver var kosin knattspyrnu- kona ársins á dögunum? Trönuhrauni 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 • Fax: 565 3258 Útilíf Smáralind, Kringlunni og Glæsibæ // Markið // Intersport // Hreysti Afreksvörur // Fitness Sport // Hlaup.is // Halldór úrsmiður Glerártorgi SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá 3.990 parið Lögmenn leikfanga- verslunarinnar Toys R Us hafa sent framkvæmdastjóra Just4Kids bréf þar sem búðin er sökuð um ólögmæta viðskipta- hætti. „Ef hann hættir ekki, þá förum við í mál,“ segir Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir, verslunar- stjóri Toys R Us. Málið varðar auglýsingar Just4Kids um að búðin bjóði lægsta verðið á leikföngum, „miklu, miklu lægra en í Toys R Us“. Í auglýsingunum er borið saman verð á vörum í búðunum og lýst yfir „verðstríði“. Í sumum þeirra er vísað í verðkönnun Fréttablaðsins frá nóvember. „Hann gefur upp rangt verð hjá okkur og segir að við seljum vörur sem við seljum ekki,“ segir Guðrún. „Helmingurinn af vörun- um sem hann bar saman hefur aldrei verið til hjá okkur.“ Elías Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Just4Kids, vísar ásökunum Guðrúnar á bug. „Þarna er í öllum tilfellum vitnað í verð og vörur sem Toys R Us auglýsa sjálf á þeim tíma,“ segir Elías. „Við höfum sent fólk með verð- kannanir til þeirra reglulega, en höfum ekki séð að þau lækki verð á móti okkur,“ segir Elías. „Þess vegna finnst okkur þetta kjánaleg gagnrýni.“ Hann bætir við að eðlilegt sé að auglýsa það þegar ein búð lækkar verð umfram aðra. Guðrún gagnrýnir einnig að Just4Kids hafi staðsett auglýs- ingabíl á Reykjanesbrautinni við fráreinina að verslun Toys R Us. Þar eru vegfarendur beðnir um að beygja ekki og þeim bent á að Just4Kids sé fram undan. „Okkur finnst þetta óheiðarlegt og siðlaust, bæði að gefa upp rangt verð og svo að reyna að beina við- skiptavinum frá búðinni okkar,“ segir Guðrún. Just4Kids fjarlægði bílinn að ósk Toys R Us. „Reykjanesbrautin getur aldrei talist tilheyra þeim. Bíllinn var staðsettur mörg hundruð metrum frá búðinni þeirra,“ segir Elías. „Við höfum orðið vör við það að fólk geri sér ekki grein fyrir hvar búðin okkar er staðsett. Margir héldu að við værum þar sem Toys R Us er. Við vildum bara benda fólki á að Just4Kids væri fram undan, en ekki til hægri.“ Leikfangasalar með gagnrýni á báða bóga Verslunarstjóri Toys R Us kallar auglýsingar og markaðsbrellur Just4Kids siðlausar. Framkvæmda- stjóri Just4Kids segir að gagnrýnin sé kjánaleg. Hraðlest og vöru- bíll skullu saman í Frakklandi í gær. Vörubílstjórinn lést í árekstr- inum og lestarstjórinn slasaðist alvarlega. Áreksturinn varð á gatnamótum skammt frá bænum Tossiat í aust- urhluta Frakklands. Orsök slyss- ins er óljós. Tálmarnir við gatna- mótin voru í heilu lagi og engin merki um að vörubíllinn hafi farið í gegnum þá. 34 lestarfarþegar fengu minni háttar meiðsli í árekstrinum og fengu meðhöndlun á staðnum. Lestarstjórinn var fluttur á nálægt sjúkrahús.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.