Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 11
Dauðarefsing var
á mánudag afnumin í New Jersey,
er ríkisstjórinn undirritaði lög
þar að lútandi sem samþykkt
voru á ríkisþinginu í síðustu viku.
New Jersey varð þar með fyrsta
ríkið í Bandaríkjunum til þess að
afnema dauðarefsingu lögform-
lega síðan hæstiréttur landsins
heimilaði hana á ný árið 1976.
Í New Jersey hafa átta fangar
beðið eftir fullnustu dauðarefs-
ingar, en þeir fá allir sjálfkrafa í
staðinn ævilangan fangelsisdóm
án áfrýjunarheimildar.
Enginn hefur verið líflátinn í
New Jersey síðan árið 1963, þrátt
fyrir að dauðarefsing hafi verið
leidd þar í lög á ný árið 1982.
Dauðarefsing
afnumin
Alcides Moreno, 37 ára
gluggaþvottamaður frá New York,
er á lífi þrátt fyrir að hafa hrapað
niður 47 hæðir af skýjakljúfi.
Hann dvelur þó enn á sjúkrahúsi
og er líðan hans slæm.
Starfsfólk sjúkrahússins grunar
að Alcides hafi náð að halda sér í
planka á leiðinni niður, sem hafi
nýst honum sem nokkurs konar
svifbretti. „Ef maður hrapar af
tíundu eða elleftu hæð er nokkuð
öruggt að hann láti lífið,“ sagði
læknir á sjúkrahúsinu. „Þessi
maður hefði átt að látast við
fallið.“
Bróðir mannsins, Edgar, hrapaði
einnig í sama slysi og lést.
Lifði af 47 hæða
fall af háhýsi
SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR. sími 5500 800
Ti
lb
oð
ið
g
ild
ir
ti
l o
g
m
eð
3
1
.1
2
.2
0
0
7
o
g
að
ei
ns
í
Sm
ar
at
or
g.
B
ir
t m
eð
f
yr
ir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r
og
v
ör
uf
ra
m
bo
ð.
Það er opið ennlengur en venjulegaí desember. Kynntuþér málið á
www.toysrus.is
089245
BABY BORN
BARNAÆFINGAGALLI
Venjulegt lágvöruverð
er 6.499,00
089262
BABY BORN DÚKKA
Opnar og lokar augum. 43 sm.
Venjulegt lágvöruverð
er 4.899,00
116468
CARS BUMLE-GÖNGUBÍLL
Með vélhljóði. Bumle hreyfi r augun í takt við tónlistina
og er rúmgóður undir sætinu. Fyrir 12 ára og eldri.
Notar 2 C-rafhlöður.
Venjulegt lágvöruverð er 4.499,00
181271
DACKO JUNGLE
Fjarstýrð. Sexföld fjöðrun.
Með rafhlöðum og hleðslutæki.
43 sm. 7 aðgerðir. 9 km/t. 1:12. 27 MHz.
Venjulegt lágvöruverð er 6.999,00
181283
DACKO RESCUE
Fjarstýring. Sexföld fjöðrun.
Rafhlöður og hleðslutæki fylgja.
36 sm. 7 aðgerðir. 14 km/t. 1:14. 40 MHz.
Venjulegt lágvöruverð er 6.999,00
450428
MY DOUGH VERKFÆRATASKA
Með 4 herbergjum. Innifalið: 4 ílát af 150 g mótunarvaxi,
leikdúkur og verkfæri.Venjulegt lágvöruverð er 2.499,00
5.499,-
ÞÚ SPARA
R 1.000,-
2.899,-
ÞÚ SPARA
R 2.000
,-
1.999,-
ÞÚ SPAR
AR 500
,-
106010
COLOR KIDS TEIKNITRÖNUR
Segulmögnuð hvít tafl a og pappírsrúlla á öðrum
megin og segulmögnuð tafl a hinum megin.
Auðvelt að setja saman. Hæð: 105 sm.
Venjulegt lágvöruverð er 5.999,00
3.999,-
ÞÚ SPAR
AR 500
,-
4.999,-
ÞÚ SPARA
R 1.000,
-
4.899,-
ÞÚSPARA
R 2.100,-
FRJÁLST VAL
Guðmundur Freyr Magn-
ússon, 27 ára síbrotamaður, var í
gær dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi fyrir fjölda hegningar-,
umferðar- og fíkinefnabrota,
meðal annars íkveikju í Þorláks-
höfn í janúar.
Fyrstu brotin áttu sér stað 19.
september 2006. Þá reyndi Guð-
mundur grímuklæddur að ræna
söluturninn Leifasjoppu í Reykja-
vík, með hníf að vopni. Afgreiðslu-
maðurinn flúði út um bakdyrnar,
Guðmundur elti með hnífinn á
lofti en gafst upp á eftirförinni.
Seinna um kvöldið fór Guð-
mundur til Selfoss og stal þar bif-
reið og ók henni til borgarinnar,
þrátt fyrir að hafa verið sviptur
ökuréttindum. Lögregla stöðvaði
Guðmund á Höfðabakka. Var hann
undir áhrifum fíkniefna og fund-
ust 0,56 grömm af kannabis á
honum.
Hin brotin áttu sér stað 20. jan-
úar í ár. Guðmundur braust inn í
parhús í Þorlákshöfn og stal þaðan
rafmagnsgítar, myndbandsupp-
tökuvél, myndavél, sjónvarps-
flakkara, fartölvu, minnislykli og
greiðslukorti. Kortið notaði hann
til að greiða fyrir þjónustu á hjól-
barðaverkstæði.
Til að fela fingraför sín í húsinu
sótti Guðmundur sér bensínbrúsa,
hellti úr honum innanhúss og
kveikti í. Íbúðin kolbrann að innan
og reyk lagði yfir í næstu íbúð, þar
sem kona og tvö börn sváfu. Þetta
kvöld var hann einnig undir áhrif-
um fíkniefna og stýrði ökutæki.
Guðmundur játaði sök. Hann á
að baki ellefu ára sakaferil og var
síðast dæmdur til sextán mánaða
fangelsis í febrúar. Héraðsdómur
Rændi, reykti og kveikti í húsi
43 ára karlmaður var í
gær dæmdur í mánaðar skilorðs-
bundið fangelsi fyrir að hafa
skemmt áklæði í fangaklefa á
Eskifirði í júlí, veist að tveimur
lögreglumönnum, kýlt annan í
andlitið og sparkað í maga hins.
Maðurinn réðst á lögregluþjónana
þegar þeir höfðu afskipti af honum
í klefanum. Sá sem hann kýldi
hlaut mar á vinstra kinnbein vegna
höggsins.
Maðurinn játaði brot sitt og þar
sem hann hafði aldrei komist í kast
við lögin ákvað dómari að veita
honum mildan dóm. Hann greiddi
jafnframt fyrir allan skaða sem
hann varð valdur að.
Kýldi lögreglu
og reif lak í klefa