Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 11

Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 11
Dauðarefsing var á mánudag afnumin í New Jersey, er ríkisstjórinn undirritaði lög þar að lútandi sem samþykkt voru á ríkisþinginu í síðustu viku. New Jersey varð þar með fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til þess að afnema dauðarefsingu lögform- lega síðan hæstiréttur landsins heimilaði hana á ný árið 1976. Í New Jersey hafa átta fangar beðið eftir fullnustu dauðarefs- ingar, en þeir fá allir sjálfkrafa í staðinn ævilangan fangelsisdóm án áfrýjunarheimildar. Enginn hefur verið líflátinn í New Jersey síðan árið 1963, þrátt fyrir að dauðarefsing hafi verið leidd þar í lög á ný árið 1982. Dauðarefsing afnumin Alcides Moreno, 37 ára gluggaþvottamaður frá New York, er á lífi þrátt fyrir að hafa hrapað niður 47 hæðir af skýjakljúfi. Hann dvelur þó enn á sjúkrahúsi og er líðan hans slæm. Starfsfólk sjúkrahússins grunar að Alcides hafi náð að halda sér í planka á leiðinni niður, sem hafi nýst honum sem nokkurs konar svifbretti. „Ef maður hrapar af tíundu eða elleftu hæð er nokkuð öruggt að hann láti lífið,“ sagði læknir á sjúkrahúsinu. „Þessi maður hefði átt að látast við fallið.“ Bróðir mannsins, Edgar, hrapaði einnig í sama slysi og lést. Lifði af 47 hæða fall af háhýsi SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR. sími 5500 800 Ti lb oð ið g ild ir ti l o g m eð 3 1 .1 2 .2 0 0 7 o g að ei ns í Sm ar at or g. B ir t m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r og v ör uf ra m bo ð. Það er opið ennlengur en venjulegaí desember. Kynntuþér málið á www.toysrus.is 089245 BABY BORN BARNAÆFINGAGALLI Venjulegt lágvöruverð er 6.499,00 089262 BABY BORN DÚKKA Opnar og lokar augum. 43 sm. Venjulegt lágvöruverð er 4.899,00 116468 CARS BUMLE-GÖNGUBÍLL Með vélhljóði. Bumle hreyfi r augun í takt við tónlistina og er rúmgóður undir sætinu. Fyrir 12 ára og eldri. Notar 2 C-rafhlöður. Venjulegt lágvöruverð er 4.499,00 181271 DACKO JUNGLE Fjarstýrð. Sexföld fjöðrun. Með rafhlöðum og hleðslutæki. 43 sm. 7 aðgerðir. 9 km/t. 1:12. 27 MHz. Venjulegt lágvöruverð er 6.999,00 181283 DACKO RESCUE Fjarstýring. Sexföld fjöðrun. Rafhlöður og hleðslutæki fylgja. 36 sm. 7 aðgerðir. 14 km/t. 1:14. 40 MHz. Venjulegt lágvöruverð er 6.999,00 450428 MY DOUGH VERKFÆRATASKA Með 4 herbergjum. Innifalið: 4 ílát af 150 g mótunarvaxi, leikdúkur og verkfæri.Venjulegt lágvöruverð er 2.499,00 5.499,- ÞÚ SPARA R 1.000,- 2.899,- ÞÚ SPARA R 2.000 ,- 1.999,- ÞÚ SPAR AR 500 ,- 106010 COLOR KIDS TEIKNITRÖNUR Segulmögnuð hvít tafl a og pappírsrúlla á öðrum megin og segulmögnuð tafl a hinum megin. Auðvelt að setja saman. Hæð: 105 sm. Venjulegt lágvöruverð er 5.999,00 3.999,- ÞÚ SPAR AR 500 ,- 4.999,- ÞÚ SPARA R 1.000, - 4.899,- ÞÚSPARA R 2.100,- FRJÁLST VAL Guðmundur Freyr Magn- ússon, 27 ára síbrotamaður, var í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjölda hegningar-, umferðar- og fíkinefnabrota, meðal annars íkveikju í Þorláks- höfn í janúar. Fyrstu brotin áttu sér stað 19. september 2006. Þá reyndi Guð- mundur grímuklæddur að ræna söluturninn Leifasjoppu í Reykja- vík, með hníf að vopni. Afgreiðslu- maðurinn flúði út um bakdyrnar, Guðmundur elti með hnífinn á lofti en gafst upp á eftirförinni. Seinna um kvöldið fór Guð- mundur til Selfoss og stal þar bif- reið og ók henni til borgarinnar, þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Lögregla stöðvaði Guðmund á Höfðabakka. Var hann undir áhrifum fíkniefna og fund- ust 0,56 grömm af kannabis á honum. Hin brotin áttu sér stað 20. jan- úar í ár. Guðmundur braust inn í parhús í Þorlákshöfn og stal þaðan rafmagnsgítar, myndbandsupp- tökuvél, myndavél, sjónvarps- flakkara, fartölvu, minnislykli og greiðslukorti. Kortið notaði hann til að greiða fyrir þjónustu á hjól- barðaverkstæði. Til að fela fingraför sín í húsinu sótti Guðmundur sér bensínbrúsa, hellti úr honum innanhúss og kveikti í. Íbúðin kolbrann að innan og reyk lagði yfir í næstu íbúð, þar sem kona og tvö börn sváfu. Þetta kvöld var hann einnig undir áhrif- um fíkniefna og stýrði ökutæki. Guðmundur játaði sök. Hann á að baki ellefu ára sakaferil og var síðast dæmdur til sextán mánaða fangelsis í febrúar. Héraðsdómur Rændi, reykti og kveikti í húsi 43 ára karlmaður var í gær dæmdur í mánaðar skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa skemmt áklæði í fangaklefa á Eskifirði í júlí, veist að tveimur lögreglumönnum, kýlt annan í andlitið og sparkað í maga hins. Maðurinn réðst á lögregluþjónana þegar þeir höfðu afskipti af honum í klefanum. Sá sem hann kýldi hlaut mar á vinstra kinnbein vegna höggsins. Maðurinn játaði brot sitt og þar sem hann hafði aldrei komist í kast við lögin ákvað dómari að veita honum mildan dóm. Hann greiddi jafnframt fyrir allan skaða sem hann varð valdur að. Kýldi lögreglu og reif lak í klefa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.