Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 16
20. desember 2007 FIMMTUDAGUR
SUÐUR-KÓREA, AP Lee Myung-bak,
frambjóðandi Íhaldsflokksins,
vann yfirburðasigur í forseta-
kosningunum í Suður-Kóreu í
gær. Hann hefur lagt áherslu á
efnahagsmálin í kosningabaráttu
sinni.
Lee hlaut hann tæplega 49 pró-
sent atkvæða. Næstur í röðinni
varð Chung Dong-young, fram-
bjóðandi frjálslyndra, með rúm
26 prósent atkvæða, og þar á eftir
kom Lee Hoi-chang, sem er óháð-
ur frambjóðandi og hlaut 13,5
prósent samkvæmt útgöngu-
spánni.
Lee er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Hyundai-bifreiða-
verksmiðjanna og var um tíma
borgarstjóri í Seúl, höfuðborg
Suður-Kóreu. Kjósendur binda
vonir við að honum takist að rétta
við efnahag landsins og virðast
láta sér í léttu rúmi liggja þótt
ásakanir hafi heyrst um kosn-
ingasvindl.
Undanfarinn áratug hafa
stjórnmálamenn úr Frjálslynda
flokknum gegnt forsetaembætti í
Suður-Kóreu.
Fáeinum dögum fyrir kosning-
ar samþykkti þing Suður-Kóreu
að óháð nefnd skyldi rannsaka
ásakanir um að Lee hefði stundað
óeðlileg viðskipti með hlutabréf.
Rannsókninni á að ljúka fyrir 25.
febrúar, þegar hann á að sverja
embættiseið sinn.
- gb
Fyrrverandi bílaframleiðandi verður næsti forseti Suður-Kóreu:
Einbeitir sér að efnahagnum
SIGRI FAGNAÐ Lee Myun-bak fagnar
sigri ásamt eiginkonu sinni, Kim Soon-
ok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
39
98
6
12
/0
7
Brettapakkar
20% afsláttur
KÓPAVOGUR „Íslenska óperan er
sjálfseignarstofnun með samning
við ríkisvaldið upp á 176 milljónir á
ári,“ segir Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra. Hún
segir ennfremur að á sínum tíma
hafi verið ákveðið að Óperan færi
ekki í nýja tónlistar- og ráðstefnu-
húsið, nema kannski með ákveðnar
stærri uppfærslur. „Ef Kópavogs-
bær er tilbúinn að sjá Óperunni
fyrir húsnæði þá heldur samningur
ríkis og Óperu auðvitað,“ segir Þor-
gerður Katrín.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Kópavogs, segist hafa rætt málið
við mennta-, fjármála- og forsætis-
ráðherra. „Engar formlegar umræð-
ur hafa átt sér stað en þeir hafa
tekið þessum hugmyndum vel, sér-
staklega menntamálaráðherra,“
segir Gunnar.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti
samhljóða á fundi sínum á þriðju-
daginn viljayfirlýsingu um bygg-
ingu óperuhúss í Kópavogi. Í yfir-
lýsingunni segir meðal annars að
bærinn styðji stofnun einkahlutafé-
lags með þátttöku Kópavogsbæjar,
fjárfesta og Íslensku óperunnar um
byggingu óperuhúss í Kópavogi. Þá
er gert ráð fyrir að óperuhúsið verði
boðið út sem einkaframkvæmd en
nýja félagið sjái um undirbúning
verksins sem og taki við störfum
undirbúningsnefndar, þar með talda
samkeppni um hönnun hússins.
Ekki er gert ráð fyrir að Kópa-
vogsbær komi að rekstri hússins
heldur verði hann í höndum Íslensku
óperunnar með stuðningi ríkisvalds-
ins en Íslenska óperan er meðal ann-
ars rekin með ríkisstyrkjum. Að
sögn Stefáns Baldurssonar óperu-
stjóra hafa engar umræður farið
fram um hvort Óperan fái aukið
fjármagn vegna verkefnisins. Hins
vegar sé ljóst að núverandi húsnæði
sé það lítið að tap sé á rekstri sýn-
inga, jafnvel þótt það sé uppselt í öll
450 sæti Óperunnar.
Er þá gert ráð fyrir að Óperan
flytji starfsemi sína í Kópavog en
eins og kunnugt er standa nú yfir
framkvæmdir við byggingu nýs tón-
listarhúss í Reykjavík.
„Því miður hefur Íslensku óper-
unni aldrei staðið til boða að fá
aðstöðu í tónlistarhúsinu,“ segir
Stefán en hann segir frumkvæði að
byggingu óperuhúss koma frá Kópa-
vogsbæ.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við
byggingu hússins verði um tveir og
hálfur milljarður. Til stendur að sal-
urinn rúmi átta hundruð gesti og
þar verði tvennar svalir. Er áætlað
að framkvæmdir geti hafist snemma
árs 2008 og að húsið verði tilbúið til
notkunar síðla árs 2010.
olav@frettabladid.is
Reikna með þátt-
töku ríkisvaldsins
Kópavogsbær, Íslenska óperan og fjárfestar ætla að hefja byggingu óperuhúss
snemma á næsta ári. Samningur ríkis og Óperunnar upp á 176 milljóna króna
árlegan styrk heldur hvar sem Óperan er, að sögn menntamálaráðherra.
SYNGJANDI GLAÐUR BÆJARSTJÓRI
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, getur kannski hlýtt á Hamraborgina
í nýja óperuhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM