Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 22
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Bí bí og blaka Eiginkona fann blað-
bera
„Við ætlum bara að sjá til þess að konurnar í
Kvennaathvarfinu geti haldið vegleg jól,“ segir
Anna Lind Magnúsdóttir, einn af eigendum Vatns-
virkjans, en þar er ýmislegt í pípunum.
„Við borgum jólamatinn, gjafir svo þær geti gefið
börnum sínum og svo fá þær gjafakort í Kringluna.
Undanfarin ár höfum við gefið viðskiptavinum
okkar eitt og annað en að þessu sinni höfum við
ákveðið að bjóða þeim í mat en láta konurnar fá
gjafirnar sem verulega hafa þörf fyrir þær. Þetta er
sennilega ekki slæm hugmynd fyrir bankana sem
gefa þeim heil ósköp sem nóg hafa fyrir. En mikill
vill meira svo það er betra að gleðja með því að gefa
þangað þar sem þörfin er til staðar.“
Vatnsvirkinn er þjónustufyrirtæki fyrir pípulagn-
ingamenn, vatnsveitur og almenna neytendur.
Matarveislan er aðeins fyrir pípulagningamennina
en það eru um 200 munnar.
Anna Linda segir að níu konur búi nú í Kvennaat-
hvarfinu í þremur herbergjum en fleiri konur fá
notið gjafa Vatnsvirkjamanna. Anna Linda nefnir
þennan þrönga kost sem enn eina af ástæðunum sem
þeir geta borið fyrir sig sem kjósa að gefa þeim sem
eru í neyð frekar en þeim sem ærið nóg hafa.
Hugsa um bágstadda en
gleyma ekki kúnnunum
Sleppur við jólaundirbúning vegna vinnu
Mikil lambahátíð gekk í garð í gær hjá
múslimum um allan heim en henni eru
samfara margar hefðir sem erfitt getur
verið að fylgja eftir hér á landi. Ellefu
trúbræður áttu þó ekki í vandræðum
með að fá slátrað lömbum með þeim
hætti sem hefð gerir ráð fyrir.
Í gær var tíundi dagur Dihijja-mánaðar sam-
kvæmt dagatali múslima. Það er enginn venjuleg-
ur dagur því þá fagna múslimar því að Guð færði
Abraham lamb þegar hann ætlaði að fórna syni
sínum Ísmael til að sanna trúfestu sína. Eins og
biblíufróðir menn vita var lambinu fórnað í stað
Ísmaels.
Í gær fóru ellefu múslimar búsettir á Íslandi í
Sláturhúsið frá Selfossi með leyfi frá landbúnað-
arráðuneytinu upp á vasann til að láta slátra
nokkrum lömbum með svipuðum hætti og
Abraham gerði á sínum tíma. „Þetta er í raun ekki
svo ólíkt því sem Íslendingar eru vanir nema hvað
að meðan að verið er að slátra segjum við hver
eigi lambið og þökkum guði fyrir og slátrum
lambinu í hans nafni,“ segir Redouane Adam, einn
trúbræðranna. „Svo verður það að fá að hanga í
tvo daga.“
En ekki má rífa allt kjötið í sig loks þegar
dagarnir tveir eru liðnir því hefðin segir einnig til
um það hvernig því skuli skipt. „Við verðum að
láta fátæka hafa vissan hluta af kjötinu og við
erum nú þegar búnir að ákveða að láta múslimska
flóttamenn fá nokkurn hluta en þeir búa í húsnæði
í Njarðvík á vegum Félagsþjónustunnar í
Reykjanesbæ. Og svo fæ ég mér að sjálfsögðu
kjöt með fjölskyldunni minni.“
Hann segir matseldina þá sömu og hjá Íslend-
ingum. En hvernig bragðast íslenska lambið? „Það
er svolítið feitt en annars bara nokkuð gott,“ segir
Adam sem er frá Marokkó.
Slátrað að hætti Abrahams
Auglýsingasími
– Mest lesið