Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 28

Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 28
28 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 1999 2001 2003 2005 2007 ■ Valur Grettisson reynir að feta græn- ar slóðir í hreingerningum, þótt hann þrífi allt enn með Ajax Universal. „Ég er ekki mikill húsfaðir og hef lagt það í vana minn að þrífa allt með Ajax Universal enda bendir nafnið til þess að það megi nota á allt í heim- inum. Það ku þó ekki vera mjög umhverfisvænt og hef ég því verið að reyna að fóta mig í grænni ráðum,“ segir Valur Grettisson, blaðamaður Mannlífs. „Ég er að verða pabbi á næstunni og hef heyrt að þá eigi maður ekki að vera með sterk hreinsiefni á lofti þótt vitanlega eigi að hafa þrifalegt í kringum barnið. “ GÓÐ HÚSRÁÐ FETAR GRÆNNI BRAUTIR Útgjöldin > Ársáskrift að Stöð 2 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Matarsalt sam- anstendur af tveimur frum- efnum, annars vegar natríum og hins vegar klóríð (NaCl). Natrí- umjónin (NA+) er manninum lífsnauðsynleg og gegnir mikilvægu hlutverki í líkam- anum. Natríum bindur vatn í líkam- anum og þar með talið í blóðinu. Við aukinn þrýsting í kerfinu eykst blóðþrýstingur og viðvarandi hár blóðþrýstingur er einn af áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Eitt gramm af salti inniheldur 0,4 grömm af natríum. Lýðheilsustöð mælir með því að saltneysla sé ekki meiri en 6 grömm á dag hjá konum og ekki meiri en 7 grömm á dag hjá karlmönnum. Lágmarksþörf líkamans fyrir salt er þó mun minni eða um 1,5 grömm á dag sam- kvæmt Norrænum ráðleggingum um mataræði. Lýðheilsustöð mælir með því að börn á leikskólaaldri fái ekki meira en 3,5 grömm af salti daglega sem samsvarar rúmlega hálfri teskeið af salti. Meðalneysla Íslendinga (15-80 ára) á salti árið 2002 var um 9 grömm á dag og þá er notkun borð- salts ekki meðtalin. Minnst af saltinu sem við fáum með fæðunni kemur úr borðsalti. Langmest kemur úr unnum matvælum svo sem smurostum, unnum kjötvör- um, morgunkorni, pakkasúp- um, snakki, tilbúnum réttum og svo mætti lengi telja. Yfirleitt er ekki skylda að merkja magn natríums á umbúðir matvæla. Hins vegar á að telja öll hráefni í viðkomandi vöru upp í innihaldslýsingu, raðað eftir minnkandi magni. Ef salt er framarlega í upptalningu hráefna á umbúðum, eins og í mörgum pakka- súpum, þá er sú vara mjög saltrík. Hægt er að kynna sér efnainni- hald margra matvæla á heimasíðu Matís (www.matis.is) í ÍSGEM gagnagrunni. Ef matvæli innihalda meira en 1,25 g salt í 100 grömmum (samsvarar um 0,5 grömm af natrí- um) þá teljast þau saltrík samkvæmt viðmiðum bresku matvælastofnun- arinnar. Nauðsynlegt er fyrir alla að kynna sér saltinnihald matvæla og reyna að stilla neyslu saltríkra matvæla í hóf. Sérstaklega ætti að varast að venja börn á neyslu saltríkra matvæla. Það getur verið mikið álag fyrir nýru barna að losa auka saltmagn úr líkamanum og eins er ekki æskilegt að venja þau við saltan mat á unga aldri sem eykur þá líkur á slíkum matarvenjum út ævina. Hægt er að nálgast meiri upplýs- ingar um salt og áhrif þess á heils- una hér http://www.salt.gov.uk/ www.mni.is MATUR & NÆRING JÓHANNA EYRÚN TORFADÓTTIR Salt í matnum Endurskinsmerki fást helst í apótekum og á bensínstöðvum. Þetta kemur fram í athugun Neytendasamtakanna sem þau birta á vefsíðu sinni. Segja samtökin að endurskinsmerki séu alls ekki nógu aðgengileg. Matvöruverslanir bjóði ekki upp á þau og þau séu ekki sýnileg á þeim fáu stöðum sem þau eru seld. Neytendasamtökin mæla með því að sem flestir smásöluaðilar selji endurskinsmerki og stilli þeim jafnvel upp með sælgætinu við afgreiðsluborðið. ■ Umferðaröryggi Endurskinsmerki óvíða að finna Hagstofan hefur tekið saman rannsókn á útgjöldum heimilanna árin 2004-6. Neysluútgjöld á heimili hafa aukist um 7,7 prósent frá tímabilinu 2003- 5. Að sama skapi hafa ráðstöfunartekjur aukist um sjö prósent. Aukna eyðslu má meðal annars rekja til aukinna útgjalda vegna húsnæðis, hita og rafmagns, en einnig vegna kaupa á nýjum bifreiðum. Ráðstöfunartekjur heimilis mælast um 390 þúsund krónur á mán- uði á tímabilinu. ■ Útgjöld heimilanna Ráðstöfunartekjur og eyðsla aukast „Verstu kaupin voru uppruna- leg veggspjöld sem ég keypti í New York fyrir viku,“ segir Andrés Jónsson almanna- tengill. „Ég keypti plakötin á leiðinni út á flugvöll og hafði mikið fyrir að pakka þeim inn, en kaupin voru slæm af því að ég gleymdi þeim í biðsalnum. Ég hafði haft mikið fyrir að leita að sérstakri plakatabúð. Ég ætti eiginlega að fá bandaríska sendiráðið í málið, því að í sama vettvangi sá ég Erlu Ósk Lilliendahl koma í fylgd lögreglu með alvæpni.“ „Bestu kaupin voru hins vegar uppáhalds bókin mín, Kría siglir um Suðurhöf, eftir Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magnús- son, en ég rakst á hana í Eymundsson á 399 krónur síðastliðið vor. Það kom sér vel því að ég hafði týnt gamla eintakinu af bókinni minni. Bækurnar þeirra eru skemmtilegar, því að þetta eru ferðasögur Íslendinga sem seldu allt sem þeir áttu og ferðuðust um heiminn á skútu. Þetta er eitthvað viðkunnanlegasta fólk sem ég hef lesið um. Besta fjárfestingin sem ég gæti lagt í væri að skella mér sjálfur í svona heims- reisu á skútu. Svo eru þetta víst uppáhalds bækur Gísla Marteins líka.“ NEYTANDINN: ANDRÉS JÓNSSON ALMANNATENGILL Lenti í hrakförum á JFK 42.398 68.903 Þegar kaupa skal allar jólagjafirnar rétt fyrir jól er sniðugt að gera lista yfir hverjum skal gefa, þær gjafir sem koma til greina handa hverjum og einum og hugmyndir um verð áður en lagt er í hann. Eins er gott að velta fyrir sér hvort hægt sé að fá allar gjafirn- ar á einum stað. Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi og höfundur bókanna Viltu spara? og Viltu spara með mér?, segir að gott sé að velta fyrir sér hvar gjaf- irnar fáist og hvort hægt sé að skipuleggja innkaupin þannig að ekki þurfi að eyða tíma og orku í að rjúka á milli margra staða. „Annað ráð er að kanna hvort tveir eða fleiri geta verið saman um gjöf og þá er spurning hvort einhver hinna er til í að leggja á sig að kaupa gjöfina,“ segir Vigdís og leggur áherslu á að innkaupa- listar séu mikilvægir. „Þeir minna mann á, gera alla vinnu auðveldari og þegar maður er búinn að krossa við það sem hefur verið keypt er einu verki lokið. Þannig gegna þeir líka því hlutverki að losa mann við tilfinningu um að það sé meira eftir en raunverulega er,“ segir hún. „Ég myndi samt alltaf mæla með því að fólk skoði jólagjafir allt árið því að oft dettur maður niður á eitthvað sem hentar þeim sem maður ætlar að gefa. Ekkert er að því að kaupa jólagjöfina fyrr en í desember. Það er vont að vera í tímapressu með þetta eins og allt annað,“ segir Vigdís. Brynhildur Pétursdóttir, rit- stjóri Neytendablaðsins, ráðlegg- ur neytendum að bíða ekki með jólagjafainnkaupin fram á síðustu stundu því að þá sé hætta á að gjafir, sem keyptar eru, verði dýr- ari en ella. „Kannski bíða margir með nokkrar gjafir því að það er auðvitað stemning að kaupa gjafir á Þorláksmessu,“ segir hún. „Ef maður veit að maður ætlar að kaupa bók eða sæng eða eitt- hvað annað þá er maður stundum að geyma gjafir sem maður geng- ur að vísum en ef maður á eftir að kaupa mikið þá er meiri hætta á því að maður kaupi ekki nógu skynsamlega inn,“ segir Brynhild- ur og kveðst gjarnan gefa eitthvað sem auðvelt sé að skipta og kaupa þá í verslun þar sem auðvelt sé að finna eitthvað við allra hæfi. Bæði Vigdís og Brynhildur telja gott að gefa gjöf sem hægt er að nota, til dæmis kerti, mat og sæl- gæti, sérstaklega handa þeim sem eiga mikið af hlutum. ghs@frettabladid.is Þegar keypt er inn fyrir jólin á síðustu stundu ■ Skrifa lista yfir þiggjendur, gjafa- hugmyndir og verð ■ Kaupa allt á einum stað eða fáum stöðum ■ Vera með öðrum í gjöf og fá hinn til að sjá um innkaupin ■ Kaupa mat, ostakörfu, súkkulaði eða kerti sem nýtist öllum ■ Kaupa jólagjafir allt árið frekar en rétt fyrir jól RÁÐ VIÐ INNKAUPIN VIGDÍS STEFÁNS- DÓTTIR BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR MEIRA ÚR VERKI Á EINUM STAÐ Gott er að gera innkaupalista og merkja svo við þegar hver gjöf er keypt. Þannig er hægt að losna við þá tilfinningu að meiri vinna sé eftir en raunverulega er.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.