Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.12.2007, Qupperneq 32
[Hlutabréf] Norska fjármálaráðuneytið hefur samþykkt samruna Glitnis bank ASA og BNbank. Samruninn sem kallaður hefur verið Albatross- verkefnið verður þar af leiðandi á áætlun og mun ljúka í byrjun mars á næsta ári að því er fram kom í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Sameinuðum banka er einnig heimilt að yfirtaka öll hlutabréf í Glitnir Factoring ASA, Glitnir Securities ASA og 70 prósenta hluta í Glitnir Property Holding AS með dótturfyrirtækinu Glitnir Property Group, sem á fasteigna- félögin Union Eiendomskapital AS og Glitnir Norsk Næringsmegling AS. Áætlað er að formlegum sam- runa verði lokið 1. mars á næsta ári. Glitnir í Noregi sameinast BNbank FL Group tilkynnti í gær um sölu á 11,7 prósenta eignarhlut í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir það 12,7 prósent í félaginu. FL Group fékk rétt tæpa ellefu milljarða króna fyrir hlutinn að sögn Hall- dórs Kristmannssonar, fram- kvæmdastjóra samskiptasviðs FL Group. Um fimmtán milljónir hluta voru seldir á genginu 8 evrur á hlut. Í tilkynningu til Kauphallarinn- ar segir að salan sé liður í stefnu FL Group að minnka fjárfestingar í flugrekstri en fyrir söluna áttu félagið og finnska ríkið um 80 pró- sent af útistandandi hlutafé félags- ins. FL Group verður áfram annar stærsti hluthafi Finnair. Í hálffimm fréttum Kaupþings segir að salan á bréfum Finnair sé jákvæð fyrir FL Group. Reikna megi með að heildartap á fjárfest- ingunni í Finnair nemi rúmum 5,8 milljörðum króna á fjórða árs- fjórðungi að fjármagnskostnaði slepptum. Innleyst tap af sölunni nemi um 2,8 milljörðum króna. Til viðbótar bætist óinnleyst tap á bréfum sem enn eru í eigu FL Group upp á rúma þrjá milljarða króna. Sex milljarða tap á Finnair Peningaskápurinn ... „Ég held ekki að það sé markaðn- um til framdráttar að menn viti hvað hver og einn er að gera,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. OMX hefur ákveðið að innleiða auðkennaleysi í viðskiptum frá 26. maí á næsta ári. Svo verður á öllum mörkuðum hér og í Finnlandi. Í Svíþjóð verð- ur auðkennaleysið bundið við þau fimm fyrirtæki sem mest er versl- að með. OMX í Kaupmannahöfn hyggst hins vegar ekki gera þetta. Auðkennaleysi þýðir að ekki sést hverjir eiga í viðskiptum þegar þau eiga sér stað. Þórður segir þetta ekki draga úr gagnsæi því upplýsingarnar birt- ist eftir á. „Í lok dags. Þá kemur fram hverjir áttu í viðskiptum,“ segir Þórður. „Þetta er talið styrkja heilbrigða verðmyndun. Ekki verður tekið tillit til þess hverjir eigi í viðskipt- um. Menn verða að taka ákvarðan- ir út frá eigin forsendum, en ekki því sem aðrir eru að gera,“ segir Þórður og bætir því við að þetta tíðkist í öllum helstu kauphöllum austan hafs og vestan. Nafnlaus viðskipti FL Group hefur ákveðið að halda ekki áfram viðræðum við breska hugbúnaðarfyrirtækið Inspired Gaming Group um yfirtöku. Félagið segir í tilkynningu að í ljósi núverandi markaðsað- stæðna hafi verið ákveðið að gera það ekki að svo stöddu. FL Group á nú um 19 prósent í félaginu og hyggst áfram vinna með stjórn Inspired að vexti þess. Inspired þróar hug- búnaðarlausnir fyrir tölvu- tengdar leikjavélar og hefur markaðsráðandi stöðu í leikja- vélum fyrir afþreyingariðnað- inn í Bretland. Engin yfirtaka hjá FL Group Héraðsdómur hefur fellt úr gildi ákvörðun Kaup- hallarinnar frá því í fyrrahaust um að áminna Atorku Group og sekta um 2,5 milljónir króna. Kaup- höllin á að birta dóminn í fréttaveitu sinni, eða sæta dagsektum ella. Kauphöllin birti dóminn þegar í gær, en hefur, að sögn forstjóra hennar, ekki ákveðið hvort dómnum verður áfrýjað. Ákvörðun Kauphallar Íslands um að áminna og beita Atorku Group fjársekt upp á 2,5 milljónir króna 2. október í fyrra var ekki réttum grunni byggð. Atorka sætti sig ekki við úrskurð Kauphallarinnar og vísaði málinu til dómstóla. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu féll í gær. „Við förum rækilega yfir þetta mál með lögfræðingum okkar,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og býst við að fljótlega liggi fyrir ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstarétt- ar. Að mati Kauphallarinnar var misræmi milli fyrirsagnar og meg- inefnis fréttatilkynningar um afkomu Atorku Group sem birt var í fréttaveitu Kauphallarinnar í ágústlok í fyrra. Upp hófust þá bréfaskriftir og fundahöld milli Kauphallar og Atorku sem enduðu með því að leiðrétt tilkynning var birt 26. september 2006. Kauphöll- in taldi hana þó enn ekki fullnægj- andi og því var tekin ákvörðunin um áminningu og sekt. Héraðsdóm- ur bendir á að tilkynningin umdeilda hafi verið í samræmi við tilkynningu Atorku um uppgjör fyrsta ársfjórðungs, sem þó hafði verði birt athugasemdalaust. Í fyr- irsögn tilkynningarinnar um hálf- sársuppgjörið var hins vegar dreg- inn fram hagnaður móðurfélags Atorku, en ekki samstæðu félags- ins. Dómurinn bendir hins vegar á að lykiltölur úr samstæðureikn- ingnum hafi komið fram í tilkynn- ingunni og verið framarlega. Þannig segir dómurinn að þótt mikil áhersla hafi verið lögð á afkomu móðurfélags Atorku í leið- réttri tilkynningu sé ekki hægt að að fallast á með Kauphöllinni að þar hafi nær eingöngu verið veittar upplýsingar um niðurstöðu reikn- ingsskila móðurfélagsins. „Upp- lýstum lesanda tilkynningar stefn- anda [Atorku] 26. september 2006 mátti vera afkoma samstæðunnar ljós,“ segir dómurinn og bendir jafnframt á að ekki hafi verið gerð- ar neinar athugasemdir við reikn- ingsskil Atorku Group. „Að því er varðar fyrirsögn til- kynningarinnar frá 26. september 2006 þá er orðalag ákvæðis 2.1.6, að í fyrirsögn skuli koma fram efni til- kynningar, til þess fallið að gefa útgefendum ákveðið svigrúm, enda hefur sú verið raunin í tilkynning- um útgefenda í Kauphöll Íslands að þeir reyna að draga fram jákvæða þætti í uppgjörum sínum í fyrir- sögn,“ segir jafnframt í dómnum. Auk þess að fella ákvörðun Kaup- hallarinnar úr gildi og dæma hana til að bera 600 þúsund króna máls- kostnað þá er Kauphöllinni gert að birta dóminn í fréttakerfi hennar með sama hætti og gert var með áminningu Atorku. Þetta ákvæði dómsins uppfyllti Kauphöll Íslands þegar klukkan þrjú í gærdag, jafn- vel þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Dóminn kváðu upp Sigríður Ingv- arsdóttir héraðsdómari og með- dómsmennirnir Árni Harðarson lögmaður og Knútur Þórhallsson, löggiltur endurskoðandi. Héraðsdómur ógildir ákvörðun Kauphallar LÆKJARGATA 34 C • HAFNARFJÖRÐUR • WWW.GULLSMIDJAN.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.