Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 38
38 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál- efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Efnahagsmál Í málgagni Sjálf-stæðisflokksins föstudaginn 14. desember er viðtal við Árna M. Mathie- sen fjármálaráð- herra, undir yfir- skriftinni „Metafgangur og aðhald aldrei meira“. Fram kemur hjá ráðherranum að afgangurinn, tæplega 40 millj- arðar króna, sé mesti afgangur sem samþykktur hafi verið við afgreiðslu fjárlaga. Þessi niður- staða fáist hvort sem litið er á fjárhæðina sjálfa eða á hlutfall tekjuafgangsins sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta er lík- lega rétt hjá ráðherranum. Hins vegar heldur hann því fram að aðhald hafi aldrei verið meira við afgreiðslu fjárlaga en nú. Þar er ekki hægt að vera sammála fjármálaráðherranum. Mæli- kvarðinn á aðhald í fjárlögum getur ekki falist eingöngu í því hve mikill tekjuafgangurinn er, þar ber fyrst og fremst að líta til þróunar útgjalda. 18% hækkun útgjalda Útgjaldaliður fjárlaga 2008 er rúmlega 18% hærri en var í fjár- lögum fyrir árið 2007. Við afgreiðslu þeirra fjárlaga gagn- rýndi m.a. Samfylkingin lausa- tök í ríkisfjármálum, sem væri fyrst og fremst vegna þess að 2007 væri kosningaár. Það á ekki við rök að styðjast hjá fjármála- ráðherra að fjárlög 2008 beri í sér mesta aðhald sem þekkist í ríkisfjármálum. Hann getur ekki leyft sér að slá ryki í augu almennings með því að benda á tekjuafganginn sem mælikvarða á aðhaldið. Þar er beinlínis verið að blekkja almenning í landinu. Ef tæplega 20% hækkun á útgjöldum fjárlaga milli ára kall- ast meira aðhald en áður í ríkis- fjármálum, þá er greinarhöfund- ur að misskilja tilveruna. Sér fræðingar í efnahagsmálum, innlendir og erlendir hafa að undanförnu varað við þróun ríkis- útgjalda og hvatt ríkisstjórnina til meira aðhalds. Aðstæður í efnahagsmálum kalla beinlínis eftir því. Við framsóknarmenn erum þeir einu á Alþingi sem höfum haldið þeim málflutningi á lofti. Hvað kom yfir sjálfstæðismenn? Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi gert út á þá ímynd að vera ábyrgur í ríkisfjármálum og hver þekkir ekki áróður þeirra um að vinstri flokkum sé ekki treystandi í þeim málum. Vinnu- brögð Sjálfstæðisflokksins í ríkis fjármálum og efnahags- málum í núverandi ríkisstjórn eru ekki í samræmi við þetta nú. Við framsóknarmenn áttum í samstarfi við sjálfstæðismenn í tólf ár, á þeim tíma urðu alger umskipti í ríkisfjármálum og efnahagsmálum, eftir þann tíma stendur ríkissjóður betur en nokkru sinni. Okkur tókst nánast að gera upp allar skuldir ríkis- sjóðs og á þeim tíma var sameigin- legt markmið flokkanna að halda vel utan um efnahagsmálin og halda útgjaldaþenslu fjárlaga í skefjum. Framsókn þjóðinni nauðsynleg Eftir áralangt samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn er erfitt að skilja hvað hefur komið yfir þann flokk eftir myndun núverandi ríkis- stjórnar. Ábyrgðarleysið er nú allsráðandi og engir tilburðir til þess að taka á í efnahags- málum og vinna markvisst að þeim stöðugleika sem verður að nást í efna- hagsmálum. Líklega er ein helsta skýring- in sú að Sjálfstæðis- flokkurinn sé í slæm- um félagsskap, hann láti til leiðast til að ausa út fjármunum úr ríkissjóði þar sem lausatökin eru augljós. Eða getur verið að komin sé upp þreyta í Sjálfstæðisflokknum eftir langt valdatímabil og þeim þyki þægilegra að vera ekki að standa í neinu stappi við að halda aftur af ríkisútgjöldunum? Allt þetta eru dæmi um það sem ekki má viðgangast. Sjálfstæðis- flokkurinn ber höfuð ábyrgð á ríkisfjármálunum og efnahags- stjórninni og við framsóknar- menn þekkjum ekki þau vinnu- brögð sem nú viðgangast af þeirra hálfu. Það er augljóst hvaða flokkur hefur sýnt mesta ábyrgð í ríkisfjármálum og efna- hagsmálum síðustu tólf ár. Þjóðin á eftir að vakna upp við vondan draum ef fram fer sem horfir og viðurkenna þá staðreynd að til- vera Framsóknarflokksins í landstjórninni er þjóðinni nauð- synleg og mikilvæg. Unnið gegn verðbólgumarkmið- um Útgjaldaþenslan í ríkisfjármál- unum eru ekki góð skilaboð í þær kjaraviðræður sem aðilar vinnumarkaðarins eiga í um þessar mundir. Auk þess spilar ríkisstjórnin algerlega frítt í baráttunni gegn verðbólgunni. Réttara væri reyndar að segja að hún ynni gegn þeim mark- miðum sem unnið er að. Fram- göngu ríkisstjórnarinnar má líkja við knattspyrnumann sem leggur sig sérstaklega fram við að skora í eigið mark. Slíkir leik- menn eru einfaldlega teknir útaf vellinum og settir á bekk- inn. Það munu kjósendur gera við stjórnarflokkana ef þeir bæta ekki ráð sitt. Stóra spurn- ingin þegar þetta er skrifað er sú, hvað mun Seðlabankinn gera þann 20. desember, þegar bank- inn tekur næstu ákvörðun um stýrivexti? Röng skilaboð Það er ekki sannleikanum sam- kvæmt hjá fjármálaráðherra þegar hann reynir að telja þjóð- inni trú um að aðhald hafi aldrei verið meira, þótt svo afgangur fjárlaga sé svona mikill. Það sem skiptir máli er þróun útgjalda. Þessi ummæli fjármálaráðherra sem fram koma í Morgunblaðinu 14. desember sl. eru til þess fall- in að senda röng skilaboð út í samfélagið. Þau eru ekki til þess fallin að hafa þau áhrif að það dragi úr þenslu og kröfum um aukin útgjöld í ríkiskerfinu. Í öðrum heimi? Ummæli ráðherrans gefa til kynna að hann sé í öðrum heimi. Þau staðfesta það sem við fram- sóknarmenn höfum haldið fram. Ríkisstjórnin er algerlega ábyrgðarlaus í efnahagsmálum og hefur enga meðvitund um það sem er að gerast. Það er almenningur í landinu og atvinnulífið sem munu taka á sig byrðarnar af því, með háum vöxtum og verðbólgu. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. Ráðherra í öðrum heimi UMRÆÐANUppeldi Það yrði undarleg útkoma ef próf væri lagt fyrir for- eldra um hvort þeir væru hæfir til að ala upp börn, tilbúnir að standa undir þeirri ábyrgð og fjárhags- legu skuldbindingu sem það krefst og hvort þeir hafi tíma fyrir börnin sín. Talið er að 85% af mannkyni séu alin upp við óæski legar aðstæður. Það er margt sem er hreinlega samþykkt í mörgum þjóðfélögum eins og drykkja for- eldra innan um börn, það má víst ekki tala illa um þá sem eru með sjúkdóminn sem kallaður er alkó- hólismi. Það er merkilegt að fólk skuli alltaf standa upp fyrir þeim en ekki þeim sem alkóhólisminn bitnar á. Það er skoðun mín að það sé andlegt ofbeldi að vera drukkinn eða í annarri vímu fyrir framan börnin sín. Það er samþykkt af alltof mörgum forráðamönnum barna að vera í áfengisvímu eða eiturlyfjavímu innan um börn. Margir álíta líka áfengi miklu skárra vímuefni en eiturlyf. Áfengið gerir alveg sama skaða og fíkni- efni, oft á hægvirkari hátt en stundum ekki á minni hraða. Svo ég taki dæmi frá heima- síðu SÁÁ um afleið- ingar drykkju:“... áfengissýki [er] talin sérstakur sjúkdómur sem þarf sérhæfðrar meðferðar við. Það sem áður var talið ein- kenni um geðveiki eða geðveilu hjá alkóhólistum er nú oftar talið afleiðing drykkjunnar fremur en orsök.“ Þannig að með áfengisdrykkju er hægt að áskapa sér geðsjúkdóm. Í beinu framhaldi af geðveikinni sem skapast, ætla ég að taka dæmi af heimasíðu Geðhjálpar þar sem afleiðingar geðraskana fyrir aðstandendur eru raktar: Algeng áhrif geðröskunar á fjölskyldu eru: - Reiði - Ráðleysi - Skömm - Ótti - Sorg - Vanmáttur Þegar foreldri, eða forráða- maður, tekur ákvörðun um að vera drukkið fyrir framan barnið sitt þá er það að sam- þykkja ákveðnar vísindalegar niðurstöður. Barnið mun að öllum líkindum læra það sem fyrir því er haft og verða alkó- hólisti í framtíðinni eða með- virkur einstaklingur sem þarf að upplifa óþarfa áhyggjur og óhamingju af völdum þess sem það býr með. Meðvirkt fólk á auðvelt með að festast í fórnar- lambshlutverkinu. Fórnarkostn- aðurinn af því að neita að taka ábyrgð og vera fullorðinn er himinhár fyrir börnin sem verða dramakóngar og -drottningar í framtíðinni. Afsakanir þeirra sem neita að fullorðnast og taka ábyrgð á því að vera foreldri eru á marga vegu eins og „ég nenni ekki að vera edrú, það er svo leiðinlegt“. Nú er Evrópuráðið farið af stað með verkefni sem leggur áherslu á að börn eru líka fólk. Þetta hefur vantað í umræðuna. Áður var talið að börn væru eign foreldra sinna og margir álitu að þeir gætu hegðað sér hvernig sem er í návist barna sinna. For- eldrum ber að uppfylla ákveðnar þarfir barna, til dæmis að sjá þeim fyrir mat, húsaskjóli, hrein- læti og klæðum. Tryggja þarf öryggi barna. Barnið þarfnast tilfinningalegrar hlýju, þ.e. að það sé metið að verðleikum. Örva þarf vitsmunaþroska barnsins, til dæmis með því að hvetja það til náms og aðstoða það við lær- dóm. Setja þarf barninu mörk, þannig það kunni að lifa í samfé- lagi við aðra. Það þarf að sýna barninu staðfestu, til dæmis með því að vera innan um þá fjöl- skyldumeðlimi sem eru barninu góðir og æskilegir. Áfengi, fíkniefnaneysla og óreglulegt líferni dregur veru- lega úr foreldrahæfni. Þegar partýið hefur staðið of lengi og allt er komið í óefni vegna fátæktar eða vanrækslu, sem sést langar leiðir á barninu, fær þetta fólk oft verktaka til að taka að sér uppeldishlutverkið, það er fósturforeldra eða upptökuheim- ili. Það er óþarfi að rekja afleið- ingarnar af því. Höfundur er móðir. Stolin æska MAGNÚS STEFÁNSSON Áður var talið að börn væru eign foreldra sinna og margir álitu að þeir gætu hegðað sér hvernig sem er í návist barna sinna. Foreldrum ber að upp- fylla ákveðnar þarfir barna. HALLDÓRA MARÍA STEINGRÍMSDÓTTIR Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35%
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.