Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 39
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Jens Ólafsson gengur í jakka afa síns og
alnafna.
Jens Ólafsson, sem fer með hlutverk Júdasar í söng-
leiknum Jesus Christ Superstar, heldur mikið upp á
jakka sem honum féll í skaut þegar afi hans og alnafni
féll frá. „Jakkinn var framleiddur í Heklu á Akureyri
og ég held að afi hafi í mesta lagi gengið í honum einu
sinni til tvisvar sinnum. Hann er blár með brúnu loð-
fóðri sem kemur sér sérstaklega vel þessa dagana,“
segir Jens.
Jens segist yfirleitt taka ástfóstri við nokkrar
flíkur og á það við um þennan jakka. „Þær flíkur sem
ég held upp á geng ég alveg út,“ útskýrir hann.
Aðspurður segist Jens aðallega skipta við Levi‘s-búð-
ina hér heima en kaupa sér annars föt á ferðalögum.
„Þá kaupi ég mér boli og einhverjar gallabuxur ef
ég dett inn í það,“ segir Jens, sem er greinilega
nokkuð laus við að vera haldinn fatadellu. „Ég er oft-
ast í gallabuxum og bol og mér líður best þannig,“
útskýrir Jens en hann er þessa dagana að ljúka æfing-
um á söngleiknum sem verður frumsýndur hinn 28.
desember næstkomandi.
Þetta er frumraun hans á leiksviði en hann er best
þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Brain
Police. vera@frettabladid.is
Júdas í jakka afa síns
Jens æfir þessa dagana stíft fyrir hlutverk Júdasar í söngleiknum Jesus Christ Superstar og er greinilega í karakter á milli æfinga.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FLOTT UM JÓLIN
Falleg jólanærföt undir
sparifötin setja punktinn yfir
i-ið og ekki er verra að hafa
þau rauð.
TÍSKA 2
JÓL Í GARÐINUM
Ef jólin verða rauð eins og allt
stefnir í er um að gera að lífga
upp á garðinn með skemmti-
legum ljósum.
JÓL 5
Enn betra golf 3
Enn betra golf
Eftir
Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan
Íslandsmeistara
og golfkennara
Eftir Arnar Má Ólafsson
landsliðsþjálfara og
Úlfar Jónsson
margfaldan Íslandsmeistar
a
GOLF
ENN BETRANBETRA
G
O
LF
Arnar M
ár Ó
lafsson og Úlfar Jónsson
11/20/07 11:46:42 PM
Jólabók golfarans!
Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is
eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson
Fæst í helstu bókabúðum og víðar!
Verð kr. 3.490,- m/vsk
Skart smíðað af
Hansínu og
Jens Guðjónssyni
Gullsmiðja Hansínu Jens
Laugavegi 42 • Sími 551 8448