Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 44
20. desember 2007 FIMMTUDAGUR6
Diesel-
stráka-
náttföt með
hliðarvösum.
Mjúk og
þægileg og fást í
versluninni Krakkar
í Kringlunni á 3.590 kr.
Jól í skókassa
GOTT ER AÐ GLEÐJA NÁUNGANN
Verkefnið Jól í skókassa er
alþjóðlegt verkefni sem felst í því
að fá börn jafnt sem fullorðna
til að gleðja önnur börn sem
búa við fátækt, sjúkdóma og
erfiðleika með því að gefa þeim
jólagjafir. Gjafirnar eru settar í
skókassa og til þess að tryggja
að börnin fái öll svipaða jólagjöf
er mælst til þess að tilteknir
hlutir séu í hverjum kassa.
Verkefnið er samvinnuverkefni
KFUM og KFUK og Biblíules-
hópsins Bleikjunnar. Verkefninu
var ýtt úr vör fyrir jólin 2004 og
hefur það vaxið jafnt og þétt.
Skókassarnir verða nú líkt og
síðustu þrjú ár sendir til Úkraínu
og verður meðal annars dreift á
munaðarleysingjaheimili, barna-
spítala og til barna einstæðra
mæðra sem búa við sára fátækt.
Tekið var á móti skókössum í
nóvember og eru þeir nú á leið
til barnanna, sem munu væntan-
lega gleðjast mikið yfir þeim.
Nánari upplýsingar má finna á
www.skokassar.net. - hs
Í öllum kössunum sem sendir eru
til barna úti í heimi er eitthvað
svipað.
Hjá sumum börnum er það árviss viðburður að fá ný náttföt fyrir
jólin. Þá skipa þægindin stóran sess en krúttlegheit skipta líka máli.
Barnaföt eru oftast nær þægileg og eru náttfötin þar engin undantekning.
Þau eru víð, mjúk og gott að skottast í þeim seint á aðfangadagskvöld eða
snemma á jóladag. Þetta er langþægilegasti klæðnaðurinn innanhúss, ekki of
heitur eða kaldur og auðvelt að hreyfa sig eða hreinlega liggja eins og skata.
Náttfötin fást í ýmsum stærðum og gerðum og geta oft hæft áhugamáli
barnsins. Það er til dæmis hægt að fá náttföt með risaeðlumyndum eða Mínu
mús, í kínverskum stíl og svo mætti lengi telja. Hér gefur að líta nokkur
dúlluleg dæmi um hvað finna má í barnafataverslunum borgarinnar.
hrefna@frettabladid.is
Jólanótt í notalegum
náttfötum
Bakhlutinn á bleiku
stúlknanáttfötun-
um með kínverska
sniðinu. Sætt
munstur á sæta
bossa.
Fagurbleik
stúlkna náttföt með
litlum fiðrildum og
maríubjöllum. Fást í
versluninni Krakkar á
3.590 kr.
Þessi ofurkrúttlegu
stelpunáttföt frá Diesel
eru með kínversku
sniði og fást í verslun-
inni Krakkar á 3.990.
Bolinn má einnig nota
með gallabuxum.
Þykk, mjúk og
teygjanleg klassísk
náttföt með köflum
frá Ductus. Þau
eru á góðu verði,
2.490 kr., og fást í
versluninni Krakkar
í Kringlunni.
Röndótt og lífleg bómullarnátt-
föt með litlum vösum framan á.
Litavalið minnir dálítið á áttunda
áratuginn og er því smá „retró“
stemning í þeim. Fást í Du pareil au
même á 2.290 kr.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Dásamlega grænblár velúrnáttgalli með
fallegum myndum af ýmsum blóma- og
fiðrildafurðudýrum. Sætur bleyjurass með
smellum og hosur fyrir tærnar. Fæst í Du
pareil au même á 2.590 kr.
Eiturgræn risaeðlunáttföt
fyrir alla sanna risaeðlu-
áhugamenn. Neðan úr
bolnum hangir lítil eðla
og eru náttbuxurnar
stuttbuxur.