Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 45

Fréttablaðið - 20.12.2007, Síða 45
FIMMTUDAGUR 20. desember 2007 7 Það leynir sér ekki í skólum landsins að jólin eru á næsta leiti. Allt svo fallega skreytt og hátíðlegt. Laugarnesskólinn í Reykjavík er þar engin undan- tekning. Löngu frímínútunum í Laugarnes- skóla er að ljúka þegar Frétta- blaðsfólk ber að. Börnin raða skónum utan við skólastofu dyrnar og ganga til sæta sinna. Þar bíða verkefnin. Flest eru að föndra eitthvað fallegt sem tengist jólun- um. Nú fer hver að verða síðastur því fríið byrjar eftir örfáa daga. Í stofu númer 18 eru 22 níu ára börn í óða önn að skreyta pappírs- poka sem eiga að verða umbúðir utan um jólagjafir. Gjafirnar hafa þau búið til sjálf líka en af því for- eldrarnir eru kannski að lesa þetta blað þá verður því ekki ljóstrað upp í mæltu máli hver gjöfin er. Það eitt getum við sagt að hún er glæsileg. Stofan angar af fínlegri mandarínulykt sem hæfir vel stemningunni. Lilja Benónýs- dóttir kennari er að skreyta vegg- ina með músastigum sem börnin hafa föndrað. Suma gerðu þau fyrr um morguninn, aðra einn óveðursdaginn. Þá mætti um helmingur bekkjarins í skólann að sögn Lilju og notaði tímann í skreytingar. „Það var sérstakur dagur. Frekar rólegur en eftir- minnilegur fyrir þá sem mættu,“ segir hún. gun@frettabladid.is Síðustu dagar fyrir frí Katla Þormóðsdóttir er að lita snjókarl. Þá er hvíti liturinn afar nauðsynlegur. Henni á hægri hönd er Árni Freyr Baldursson. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR „Ertu að segja mér að puttarnir á mér komi í Fréttablaðinu?“ spurði Valgeir Ingi Þórðarson ljósmyndarann. Við hlið hans situr Mímir Bodinaud og lengra frá Stephanie Adriana Vasi. Sunneva Líf Albertsdóttir vandar sig við listaverkið. Hilmar Aron Árnason og Pétur Kristján Guðnýjarson láta sig dreyma um dýrð- lega daga fram undan. ÞEKKTASTA HELGISAGAN UM UPPRUNA JÓLATRÉSINS ER SAGAN UM ENG- LANA ÞRJÁ SEM GUÐ SENDI TIL JARÐARINNAR TIL AÐ VELJA TRÉ ÞEGAR HALDA ÁTTI JÓL Í FYRSTA SINN. ÞETTA VORU ENGILL TRÚARINNAR, ENGILL VONARINNAR OG ENGILL KÆRLEIKANS. Englarnir flugu í áttina til skógarins mikla og ræddu málin á meðan. Engill trúarinnar tók fyrst til máls og sagði: „Eigi ég að velja jólatré, þá verður það að hafa krossmarkið á greinunum, en samt að vera beinvaxið og teygja sig upp til himins.“ Engill vonarinnar sagði: „Það tré sem ég kýs má ekki visna heldur verður það að vera grænt og kraftmikið allan veturinn eins og lífið sem sigrar dauðann.“ Engill kærleikans mælti: „Það tré sem mér á að geðjast að verður að vera skjólsælt tré sem breiðir greinar sínar vinalega út til að skýla öllum litlu fuglunum.“ Englarnir fundu grenitréð sem hefur kross á öllum greinunum, er grænt í vetrarsnjónum og veitir öllum litlum fuglum skjól. Þeir vildu síðan hver fyrir sig gefa því gjöf. Engill trúarinnar gaf því jólakerti til þess að staðið gæti af því himneskur ljómi eins og fyrstu jólanóttina. Engill vonarinnar setti stóra tindrandi stjörnu á toppinn. Engill kærleik- ans hengdi gjafir á fallegu grænu greinarnar og Guð gladdist yfir góðu englunum sínum. (Heimild: Kirkjan.is) - ve Uppruni jólatrésins Jólatré hafa verið útfærð á ýmsan hátt í gegnum tíðina en alltaf er leitast við að fá þau til þess að líkjast grenitrjám sem mest.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.