Fréttablaðið - 20.12.2007, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 20. desember 2007 39
UMRÆÐAN
Einelti
Einelti meðal fullorð-inna er síður en svo
einskorðað við vinnu-
staði. Segja má að ein-
elti geti skotið upp koll-
inum í alls kyns
aðstæðum þar sem sami
hópur hittist reglulega
hvort sem hann er skuld-
bundinn til þess eða kemur saman
til að njóta góðra stunda. Einelti
meðal fullorðinna er misgróft og
lýtur í raun svipuðum lögmálum og
einelti meðal barna og unglinga.
Til að flokkast sem einelti þarf að
vera um röð atvika að ræða í stað
eins ákveðins atburðar.
Einelti er skilgreint sem
ítrekaðar neikvæðar
athafnir sem einn eða
fleiri beina gegn öðrum
einstaklingi. Neikvæðar
athafnir eru sem dæmi
aðfinnslur svo sem að
gera grín að eða hæðast
að viðkomandi. Slíkar
aðfinnslur geta verið
hvort heldur sem er
þegar enginn heyrir til
og einnig í viðurvist annarra. Aðrar
neikvæðar athafnir eru baktal/róg-
burður, að sniðganga, einangra og
hafna aðila. Einnig ítrekuð gagn-
rýni, athugasemdir, aðfinnslur og
ásakanir. Einelti, eins og allt annað
ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án
tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða
búsetu.
Fullorðnir gerendur eineltis eru
bæði karlar og konur. Vísbendingar
eru um að gerendurnir sjálfir hafi
brotna sjálfsmynd og séu ekki allt
of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir
sjálfir hafi verið lagðir í einelti í
bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er
ekki algilt að gerandinn safni liði.
Algengara er þó að hann leggi sig
fram um að sannfæra félaga sína
um að gerast líka þátttakendur. Við-
mót og framkoma gerenda er í
mörgum alvarlegustu eineltismál-
unum sneydd allri samkennd í garð
þolandans.
Sé ekki um vinnustaðaeinelti að
ræða er markmið gerandans ekki
endilega að losna við viðkomandi úr
hópnum. Hverfi þolandinn af vett-
vangi en gerandinn ekki er ekki óal-
gengt að nýr einstaklingur taki
stöðu þolanda. Þolendur geta verið
af báðum kynjum. Flestir eiga það
sameiginlegt að upplifa skömm og
finnast þeir jafnvel með einhverj-
um hætti hafa kallað þetta yfir sig.
Talverðra fordóma gætir í þjóð-
félaginu en þeir lýsa sér t.a.m.
þannig að sumt fólk hefur tilhneig-
ingu til að álykta að sökin liggi að
mestu hjá þolandanum.
Á meðan fordóma er að finna í
samfélaginu er líklegt að einelti
meðal fullorðinna haldi áfram að
vera falið vandamál. Forvarnir gegn
einelti geta verið margvíslegar. Ein
hugmynd er sú að mynda samtök
sem hafa það að markmiði sínu að
sporna gegn og uppræta einelti
meðal fullorðinna. Slík samtök gætu
haft ýmis hlutverk s.s. að búa til
fræðsluefni, standa að fyrirlestrum
og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt.
Ef samtök sem þessi eiga að þrífast
þurfa þau helst að samanstanda af
einstaklingum með mismunandi
bakgrunn og fjölbreytta reynslu.
Um getur verið að ræða einstakl-
inga sem hafa brennandi áhuga á að
uppræta þennan vanda, fólk sem
hefur reynslu af því að vera lagt í
einelti, aðstandendur þeirra og jafn-
vel fyrrum gerendur.
Ef samtök sem hér er lýst eiga að
geta sinnt svo víðtæku hlutverki er
nauðsynlegt að þau starfi í náinni
samvinnu við stjórnvöld.
Höfundur er sálfræðingur.
Einelti fullorðinna ekki bundið við vinnustaði
UMRÆÐAN
Húsafriðun
Það er ekkert
nýtt að
deilt sé
um miðbæ
Reykja-
víkur. Við
munum
deilurnar
um húsin
við bak-
arabrekk-
una og
Amtmannsstíg, sem leiddu til
stofnunar Torfusamtakanna. Við
munum deilurnar um Smjörhúsið
við Hafnarstræti og við skulum
ekki gleyma Dillonshúsi sem flutt
var frá horni Suðurgötu og Tún-
götu og upp á Árbæjarsafn. Þar
stendur ekkert hús í dag. Væri
ekki ráð að flytja það til baka
aftur?
Einu sinni sögðu menn að kom-
inn væri tími til að setja stífelsi í
Tjörnina og flytja hana upp á
Árbæjarsafn. Auðvitað var það
sagt í gamansömum tón, en segir
samt sína sögu um tíðarandann þá.
Nú er tekist á um hús á Laugaveg-
inum. Hús, sem að margra mati
voru byggð af vanefnum. Fyrir
utan það að þessi hús eru fjarri
því að líkjast sinni upprunalegu
mynd. Látum það vera. En þegar
við metum, hvort við eigum að
halda í hús, eða hafna þeim, verð-
um við líka að horfa til þess í
hvaða samhengi þau voru byggð
og hvaða saga stendur að bygg-
ingu þeirra.
Það eru mörg hús í nútímanum
sem eiga líka skilið að þeim sé
sinnt. Ég nefni sérstaklega Nor-
ræna húsið í Reykjavík. Það er vel
teiknað hús, vel byggt og vel í
sveit sett. Samt sem áður hafa
menn þrengt verulega að húsinu.
Sumir segðu jafnvel að það sé
orðið að bílskúr nærliggjandi
húsa. Það skiptir ekki meginmáli.
Hitt skiptir miklu meira máli, að
aldur húsa segir ekkert endilega
allt um varðveislugildi þeirra og
jafnvel staðsetning þeirra hefur
heldur ekki úrslitaþýðingu. Þess
vegna var það dálítið sérkennilegt
að fundur verndarsamtaka húsa
við Laugaveg skyldi haldinn í
Boston. Tímanna tákn?
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðis flokksins í
Norðausturkjördæmi.
Verndum
Lauga-
veginn í
Boston
KOLBRÚN
BALDURSDÓTTIR
ÓLÖF NORDAL
Það eru mörg hús í nútímanum
sem eiga líka skilið að þeim
sé sinnt. Ég nefni sérstaklega
Norræna húsið í Reykjavík.
®
...um land allt!Office 1
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Jólaopnunartímar
verslana Office 1*
*nema í Smáralind - opið samkvæmt
opnunartímum Smáralindar
20. des. Fimmtudagur 09:00-22:00
21. des. Föstudagur 09:00-22:00
22. des. Laugardagur 10:00-22:00
23. des. Sunnudagur 10:00-23:00
24. des. Mánudagur 09:00-13:00 Þeir sem versla fyrir 20.000 krónur eða meir
í dag fimmtudaginn 20. desember 2007 hjá
okkur í Office 1 fá 1GB MP3 spilara að
verðmæti 4990 kr. á meðan birgðir endast.
FYLGIR
FRÍTT
MEÐ