Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 62
50 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Bókakaffihúsið Glætan var opnað nýlega í Aðalstræti. Markmiðið er að bjóða upp á jákvæðan, skemmti- legan og uppbyggilegan fróðleik yfir kaffinu. „Ég gekk með hugmyndina að bókakaffi í maganum í nokkur ár. Síðan tók ég þátt í frumkvöðla- námskeiði fyrir konur hjá Iðn- tæknistofnun í fyrra, sem nefnist Brautargengi. Þar gat ég látið reyna á hugmyndina, þróað hana og fengið innblástur frá íslensk- um athafnakonum. Þar varð hug- myndin enn betri og síðan að veru- leika,“ segir Sæunn Þórisdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Glætunnar, bókakaffi sem opnaði nýlega í Aðalstrætinu í miðborg Reykjavíkur. „Markmiðið er að bjóða upp á notalegt umhverfi þar sem jákvæð- ar, skemmtilegar og uppbyggileg- ar bækur eru í boði með kaffinu. Enda þekkja flestir Íslendingar hvað er gott að drekka gott kaffi yfir góðri bók,“ segir Sæunn sem býður upp á fjöldann allan af ensk- um og íslenskum titlum. „Við erum til dæmis með mikið af tómstundar- , lista- og matreiðslubókum. En líka skáldsögur og barnaefni þar sem ég er meðal annars að stíla inn á enskukennslu fyrir krakka. Einnig erum við með hljóðbækur, mynd- diska og geisladisk. Síðast en ekki síst er ég með heilmikið efni fyrir leiðtoga og stjórnendur og fólk í viðskiptum. Sú deild á líka eftir að vaxa því það er fólk sem er sífellt að reyna að bæta sig,“ segir Sæunn, en allar bækurnar sem eru til sölu eru einnig í boði fyrir gesti sem vilja glugga í bók með kaffinu. Á neðri hæðinni er að sögn Sæunnar notaleg setustofa þar sem hægt er að halda fundi, en þar er einnig gott úrval af notuðum titlum á bæði ensku og íslensku. Auk þess að bjóða upp á kaffi og bækur eru einnig fjölbreyttar uppákomur á fimmtudögum, ýmist tónlist, ljóðalestur eða annað til skemmtunar. Einnig stefnir Sæunn á námskeiðahald eftir áramót. „Ég er með ýmiskonar efni sem tengist bæn, hugleiðslu og „soaking“ sem er nýtt form af hugleiðslu. Því er best lýst sem hugleiðslu með tón- list og stefnan er að bjóða upp á námskeið í því eftir áramót.“ Nafn staðarins er að sögn Sæunn- ar hugarsmíð þriggja kynslóða. „Við sátum saman og veltum fyrir okkur nafni þegar einni dætra minni varð að orði „Glætan“. Afi hennar var ekki lengi að grípa það á lofti og eftir stutta umhugsun voru við öll sátt við nafnið. Enda er þetta nafn sem fær fólk til að brosa sem er einmitt eitt af markmiðum Glætunnar,“ segir Sæunn. Ásamt kaffi og meðlæti er einn- ig súpa og brauð í hádeginu og þráðlaust net. Afgreiðslutími Glæt- unnar er kl. 8-18 nema á fimmtu- dögum þegar er opið til 22. Auk þess verður búðin opin lengur á aðventunni. Einnig eru fjölmargar uppákomur í desember að sögn Sæunnar, bæði tónlist og upplest- ur. Glætan er til húsa í Aðalstræti 9. rh@frettabladid.is Kaffi yfir bók- unum í bænum Í miðjum erli aðventunnar býður blússveitin Vinir Dóra upp á tækifæri til að slaka á og njóta þess að hlusta á lifandi blús. Við fyrstu sýn kann að virðast sem blúsinn sé ekki sérlega viðeigandi jólatónlist, en þegar nánar er að gáð er ljóst að í blúsnum býr ekki aðeins treginn og ómur af svita og tárum, heldur einnig gleðin og hamingja þeirra sem rísa úr fjötrum og fjárhúsum heimsins til frelsis og birtu. Það mætti því segja að blúsinn sé óðurinn til lífsins með öllum þess hæðum og lægðum. Það má því gera ráð fyrir að jólablús Vina Dóra verði öðruvísi aðventutónleikar. Vinir Dóra er sem fyrr skipuð þeim Halldóri Bragasyni gítarleikara og söngvara, Guðmundi Péturssyni gítarleik- ara, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Jóni Ólafssyni bassaleik- ara. Hljómsveitin fær til sín góða gesti á tónleikunum, þá Kristján Kristjánsson, betur þekktan sem KK, og Björgvin Gíslason gítarleik- ara, ásamt fleirum. Það má til gamans geta þess að þeir KK og Björgvin eru báðir sérlegir heiðursfélagar Blúsfélags Reykjavíkur, en þá nafnbót hljóta þeir tónlistarmenn sem hafa unnið gott starf í þágu blústónlistar hér á landi. Tónleikarnir fara fram annað kvöld á skemmtistaðnum Rúbín í Öskjuhlíð og hefjast kl. 21. Miðaverð er 2.000 kr. og opnar miðasalan í Rúbín kl. 19. Þessir tónleikar eru einstakt tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar, og hlusta á fremstu blústónlistarmenn landsins miðla tilfinningaþrunginni tónlist af sinni alkunnu snilld. - vþ Kl. 20.30 Sönghópurinn Reykjavík 5 heldur sína árlegu jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Sönghópinn skipa þau Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Gísli Magnason, Hera Björk Þórhalls- dóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Nú þegar jólahátíðin er við það að ganga í garð er undirbúningur á flestum landsins heimilum í algleymi. Jólatréð er ómissandi hluti af jólunum í huga margra Íslendinga þar sem það stendur ljósum prýtt í stofunni um nokkra stund. Eins og okkur þykir nú vænt um prúðbúnu jólatrén okkar þegar leikar standa sem hæst eru það færri sem láta sig varða örlög þeirra þegar þrettándinn er liðinn. Trjánum er kastað út af heimilum landsmanna eins og innbrotsþjófum um nótt og svo eru þau til ama langt fram í febrúarmánuð þar sem þau fjúka nakin og barrlaus um göturnar og þvælast fyrir ökumönnum og gangandi vegfarendum. Örlög jólatrjáanna hafa þó ekki farið fram hjá öllum. Ljósmyndarinn og Reykvíkingur- inn Kristín Hauksdóttir opnar í dag sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem ber heitið Greni/Tannenbaum. Sýningin er hugleiðing Kristínar um skógrækt og grenitré. Einkum er henni hugleikið hlutverk grenisins í tengslum við jólahátíðina og ekki síður það heimilis- leysi sem tekur við hjá trjánum að jólunum loknum. Hvort sýningin er ádeila á neyslu- hyggju íslensku jólanna skal ósagt látið, en á ljósmyndum Kristínar er ferðast um Reykjavík og nágrenni þar sem ýmislegt forvitnilegt og spaugilegt ber fyrir augu. Kristín Hauksdóttir er menntuð í myndlist og ljósmyndun frá Myndlista- og handíða- skólanum og frá Pratt Institute í New York. Sýningin Greni/Tannenbaum stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, frá og með deginum í dag og fram til 12. febrúar næstkomandi. - vþ Örlög grenitrjáa Sæunn Þórisdóttir lét gamlan draum verða að veruleika þegar hún opnaði bókakaff- ið Glætuna í Aðalstræti. HEIÐURSBLÚSARI KK kemur fram á blústónleikum annað kvöld. Jólablús með vinum ILLA FARIÐ MEÐ GOTT TRÉ Ljósmynd eftir Krist- ínu Hauksdóttur. Salurinn 2. prentun komin í verslanir Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.