Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 64

Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 64
Síðasta Súfistakvöld vetrarins verður haldið á kaffihúsi Súfist- ans á Laugavegi 18 í kvöld kl. 20. Að venju koma þar fram nýút- gefnir höfundar og lesa úr verk- um sínum fyrir gesti. Þar sem upplestrarkvöldið er það síðasta í þessari vel heppnuðu röð verður að teljast við hæfi að það eru engir aukvisar sem koma þar fram heldur lífsreynt fólk sem hefur marga fjöruna sopið á ólíkum sviðum lífsins. Fyrstan má nefna sjálfan Bubba Morthens sem les upp úr bók sinni Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð. Bubbi hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af vinsælustu en jafnframt umdeildustu lista- mönnum þjóðarinnar. Í bókinni sinni sýnir hann á sér nýja hlið; hann opinberar sinn innri rithöf- und og veiðimann fyrir þjóðinni. Þeir kumpánar Einar Bárðar- son og Arnar Eggert Thoroddsen lesa úr bókinni Öll trixin í bók- inni. Í bók þessari hefur Arnar skrásett sögu þess hvernig Einar barðist með kjafti og klóm til að komast á toppinn í hinum alræmda skemmtanabransa og vinna sér inn nafnbótina Umboðsmaður Íslands. Elísabet Jökulsdóttir les upp úr bók sinni Heilræði lásasmiðsins. Í bókinni fjallar Elísabet um ástar- samband sitt við mann sem hún kynntist á ferðalagi í New York. Elísabet segir ljúfsára sögu tveggja einstaklinga sem mætast um stund en hljóta á endanum að skilja. Síðasta skal nefna Guðrúnu Sig- fúsdóttur sem les upp úr bók Clare Dickens, Þegar ljósið slokknar. Hér er á ferð sagan af Titusi, syni Clare, en hann greind- ist með geðhvörf sextán ára gam- all. Þá upphófst erfið barátta við illvígan sjúkdóm sem Titus þurfti á endanum að lúta í lægra haldi fyrir. Þess ber að geta að ofantaldar bækur verða á sérstöku tilboði í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 í tilefni af Súfista- kvöldinu. - vþ FRIÐRIK OLGEIRSSON Áritar bók sína um Davíð Stefánsson á Akureyri í dag. Margir unnendur íslenskrar ljóðlistar geta eflaust vænst þess að fá bókina um skáldið ástsæla Davíð Stefánsson frá Fagraskógi í jólapakkann í ár. Persónuleg áritun frá Friðriki Olgeirssyni, höfundi bókarinnar, gerir góða gjöf enn betri og því er við hæfi að benda Akureyringum á að slíka áritun má einmitt nálgast í bókaverslun Eymundsson í Hafnarstræti kl. 16 í dag. Friðrik lætur ekki nægja að árita bókina heldur les hann einnig upp úr henni valda kafla. Þeir Akureyr- ingar sem enn hafa ekki fjárfest í eintaki geta því fengið að heyra eilítið sýnishorn af því sem í bókinni býr. Það hefur fyrir löngu sýnt sig að upplestrar af þessu tagi eru sannarlega hin besta hugmynd svona fyrir jólin þar sem þeir geta gert mikið til að hjálpa óákveðnum að gera upp hug sinn. - vþ Friðrik áritar bók sína 52 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR BUBBI MORTHENS Kemur fram sem rithöfundur á Súfistanum í kvöld. Stórlaxar á síðasta Súfistakvöldinu Tónleikar fara fram í Fríkirkj- unni í Reykja- vík nú á laugardag. Þar koma fram tónlistarkon- urnar Arnbjörg María Daníel- sen sópransöng- kona, Guðbjörg Sandholt messósópran- söngkona, Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari, Guðný Þóra Guðmundsdóttir fiðlu- og víóluleikari og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari. Þær flytja tónlist eftir nokkur ólík tónskáld. Má þar nefna Händel, Bach, Caccini, Brahms, Reger, Vivaldi og Humperdinck. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miðaverð er 1.500 kr., en 1.000 kr. fyrir nema og eldri borgara. - vþ ARNBJÖRG MARÍA DANÍELSEN Fjölbreytt efnisskrá

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.