Fréttablaðið - 20.12.2007, Side 68
56 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
Hefðin ræður ríkjum þegar
jólin eru annars vegar.
Allur aðdragandi jólanna er
hjá flestum í föstum skorð-
um og lítið má út af bregða
til að allt verði ómögulegt.
Kvikmyndirnar eiga þar
sína fulltrúa en í hugum
margra eru varla komin jól
án þess að fólk hafi horft á
eftirlætisjólamyndina sína.
Þrátt fyrir að jólin séu haldin til
minningar um fæðingu frelsarans
í fjósinu í Betlehem þá eiga vin-
sælustu jólamyndirnar fátt sam-
eiginlegt með frásögn Lúkasar-
guðspjallsins eins og það birtist í
Nýja testamentinu. En inntöku-
skilyrðin í jólamyndaflokkinn eru
hvorki ströng né háð því að hafa
einhvern jólaboðskap heldur verð-
ur myndin einfaldlega að gerast
þegar hátíð ljóss og friðar er á
næsta leiti.
Yndislegt líf
Sú kvikmynd sem flestir Banda-
ríkjamenn tengja við jólin er It’s a
Wonderful Life eða Yndislegt líf
eftir Frank Capra sem frumsýnd
var árið 1946 í Hollywood. Miklar
væntingar voru gerðar til mynd-
arinnar á sínum tíma en hún stóð
ekki undir væntingum í miðasölu
og reyndist hálfgert flopp. Kostn-
aður við gerð hennar var ógnarhár
og framleiðendurnir eyddu fúlg-
um fjár í að koma henni á fram-
færi. En allt kom fyrir ekki.
Myndin féll í skuggann af
stríðsmyndinni The Best Years of
Our Lives, um hermenn sem reyna
að taka upp sitt fyrra líf eftir
seinna stríð, saga sem átti að ein-
hverju leyti betur við bandarískt
þjóðfélag skömmu eftir að Rúss-
arnir höfðu fellt Hitler af stall
sínum. Óskarsverðlaunahátíðin
staðfesti þetta síðar þegar stríðs-
myndin rúllaði yfir Capra í Kodak-
höllinni og fékk fjögur stærstu
verðlaunin.
Trónir á toppnum
En sagan átti eftir að fella sinn
dóm og á meðan The Best Years of
Our Lives hefur fallið í gleymsk-
unnar dá lifir kvikmynd Capra. Og
virðist alltaf hafa einhverjar skír-
skotanir í þjóðfélagið. Myndin,
sem byggð er á smásögu rithöf-
undarins Philip Van Doren Stern,
fjallar um George Bailey sem
finnst líf sitt heldur ómögulegt og
telur sig vera byrði á öllum í kring-
um sig. Hann óskar þess einskis
meir en að hann hefði aldrei stigið
fæti á jörðina og ákveður að taka
eigið líf á jólanóttinni. En á síð-
ustu stundu er honum bjargað af
verndarengli sem tekur Bailey
með sér í ferðalag um lífskeið
hans. Og þótt Yndislegu lífi svipi
óneitanlega til ævintýris Charles
Dickens um Skrögg hefur engri
kvikmyndaútgáfu af þeirri sögu
tekist að komast með tærnar þar
sem Yndislegt líf hefur hælana.
Þótt áhorfendur hafi í fyrstu
ekki flykkst á myndina þá eru
áhrif Yndislegs lífs ótvíræð.
Myndin þykir sú áhrifamesta í
sögu bandarískrar kvikmynda-
gerðar að mati AFI og er meðal
tuttugu bestu kvikmynda í sög-
unni samkvæmt niðurstöðu sömu
samtaka. Frammistaða James
Stewart í hlutverki Baileys
þykir jafnframt ein af þeim tíu
bestu á hvíta tjaldinu.
Jólasveinninn og McClane
En það er ekki bara sagan
af Bailey sem er hafin
upp til skýjanna yfir
jólahaldið. Miracle
on 34th Street með
Natalie Wood í aðal-
hlutverki er einnig
vinsæl yfir hátíðarn-
ar beggja vegna Atl-
antshafsins. Sagan
um stúlkuna sem
trúir því ekki að jóla-
sveinninn sé til er í huga
margra holdgervingur jólanna; að
stundum verði maður að trúa án
þess að hafa sönnun fyrir því. Hin
unga Susan Walker á erfitt með að
trúa því að maðurinn sem mamma
hennar réð til að vera jólasveinn í
búðinni sinni sé í raun jólasveinn-
inn holdi klæddur. En þegar jólin
sjálf nálgast fara að renna á hana
tvær grímur og hún kemst að hinu
sanna um Kris Kringle. Kvik-
myndin, sem er frá árinu 1947,
þykir einstakur jólagullmoli og
fékk á sínum tíma þrenn Óskars-
verðlaun.
Þriðja myndin sem oft kemst
inn á lista yfir bestu bíómynd
aðventunnar verður seint talin
fanga hinn sanna jólaanda (ef
undan skilin er setningin „Ho, ho,
ho, now I have a machine gun“).
Fyrsta Die Hard-kvikmyndin með
Bruce Willis í hlutverki John
McClane nýtur yfirleitt mik-
illa vinsælda þegar nær
dregur aðfangadegi. Marg-
ir geta hreinlega ekki hugs-
að sér aðfangadag án
þess að hafa horft á
New York-lögguna
berja þýska þjófa
sundur og saman í
Nakatomi-bygging-
unni.
Nauðsynlegar kvikmyndir
fyrir jólahald þjóðarinnar
WILLIS OG JÓLIN John
McClane er kannski
ekki beint jólalegur að sjá en
er engu að síður stór hluti af
jólahaldinu.
TRÚIN BÝR TIL JÓLASVEIN Sagan
um Susan Walker sem trúir ekki á
jólasveininn þykir fanga hinn sanna
jólaanda.
Bræðurnir Joel og Ethan Coen eru
fremstir í kapphlaupinu um Óskarinn
eins og staðan er í dag. Kvikmynd
þeirra, No Country for Old Men,
hefur nú þegar tekið til sín helstu
verðlaunin sem nú er deilt út eins
og sælgæti í skóinn. Myndin trónir
í efsta sæti á lista AFI,
American Film Institue, yfir
bestu myndir ársins og hirti
aðalverðlaun gagnrýnenda
í New York, sem þykja
yfirleitt nokkuð spekings-
lega vaxnir þegar kemur
að verðlaunum.
Myndin fékk fjórar
tilnefningar til Golden
Globe-verðlaunanna en hún
segir frá veiðimanni sem
kemur sér í mikið klandur
eftir að hafa rambað á nokkur
lík, töluvert magn af heróíni
og tvær milljónir dollara. Með
helstu hlutverk fara þeir
Woody Harrelson og Tommy
Lee Jones en stjarna myndar-
innar þykir vera spænski
leikarinn Javier Bardem.
Myndin verður væntanlega
frumsýnd í febrúar hér á
landi.
Coen-bræður sigur-
sælir á hátíðum
Síðasta helgin fyrir jólin einkennist nokkuð
af því að kvikmyndahúsin eru að að geyma
síðustu konfektmolana þar til þjóðin mætir
útþanin eftir reykt kjöt og upp-
stúf, reiðubúin fyrir eftirrétt-
inn. Frumsýndar verða The
Golden Compass með Nicole
Kidman og Daniel Craig í
aðalhlutverki og I Am Legend
með Will Smith í aðalhlutverki.
Þó vekur ein kvikmynd athygli
sem tekin verður til sýningar um
helgina en það er We Own the
Night með þeim Mark Wahlberg,
Joaquin Phoenix og Robert
Duvall í aðalhlutverkum.
Myndin er byggð á sannsögulegum
atburðum sem áttu sér stað í New
York um miðjan níunda áratuginn
þegar rússneska mafían og
lögreglan í Stóra eplinu áttu í
blóðugu og miskunnarlausu
stríði.
Leikstjóri myndarinnar
er James Gray sem
virðist hafa tekið
miklu ástfóstri við þá
Wahlberg og Phoenix en
þeir léku einnig
aðalhlut-
verkin í
síðustu
mynd
hans,
The
Yards,
sem frumsýnd var fyrir sjö árum og var
þá tilefnd til Gullna pálmans á Cannes.
Phoenix hlaut þá einnig gagnrýnenda-
verðlaunin eftirsóttu fyrir leik sinn í
þeirri mynd auk The Gladiator og Quills.
Af öðrum myndum sem frumsýndar verða
um þessa helgi má nefna
Enchanted með Grey‘s Anatomy-
stjörnunni Patrick Dempsey í
aðalhlutverki.
Rússneska stríðið í New York
STJARNA Patrick Dempsey er að
verða jafn vinsæll fyrir leik sinní
Grey‘s Anatomy og George Clooney
varð á sínum tíma í E.R.
PHONIX Leikur aðalhlutverkið í
We Own the Night eftir leikstjór-
ann James Gray
> LEÐURBLÖKUÆÐI
Sannkallað Leðurblökuæði, eða
réttara sagt, Jókeræði, ríkir nú á
netinu eftir að fyrstu myndbrotin úr
næstu Batman-mynd láku á netið.
Þar má sjá
Heath Ledger
í hlutverki
Jókersins og
eru flestir
sammála
um að
þessi stutta
frammistaða
lofi mjög
góðu.
ÁHRIFAMIKIL Yndislegt líf með
James Stewart er í huga margra
hin eina og sanna jólamynd.
LÍKLEGIR TIL AFREKA Coen-
bræður virðast hafa gert enn
eitt meistarastykkið en nýjasta
kvikmynd þeirra sópar að sér
verðlaunum.
SENDU SMS JA ACF
Á NÚMERIÐ 1900 OG
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD
myndir, varningur tengdur myndinni
og margt fleira!
SMS
LEIKUR
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
JÓLAMYNDIN Í ÁR!
STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.