Fréttablaðið - 20.12.2007, Page 72
60 20. desember 2007 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> EINS OG SPICE GIRLS
Beyoncé og stöllur hennar úr
Destiny‘s Child gætu fetað í fót-
spor kryddstúlknanna og komið
saman á ný. Kelly Rowland
sagði á dögunum að endur-
koma þeirra hefði vakið þær til
umhugsunar. Þær ætla að nýta
jólin til að hugsa málin.
Enn fjölgar í Spears-fjölskyldunni
en í þetta sinn er það ekki popp-
prinsessan Britney sem á von á
barni, heldur sextán ára systir
hennar, Jamie Lynn.
Jamie Lynn opinberar þungun-
ina í viðtali við tímaritið OK! og
segist vera komin þrjá mánuði á
leið. „Þetta var mjög óvænt og
algjört áfall,“ segir Jamie Lynn.
„Þegar ég hafði fengið þungunina
staðfesta hjá lækni sagði ég engum
frá henni í tvær vikur. Ég vildi
sjálf ákveða næsta skref án áhrifa
frá öðrum. Ég var hrædd en varð
að gera það sem var rétt fyrir
mig,“ segir Jamie Lynn.
Barnsfaðir Jamie Lynn er kær-
asti hennar til langs tíma, Casey
Aldridge. Skömmu áður en
þungunin kom í ljós sagð-
ist Jamie Lynn reyndar í
viðtali ekki eiga neinn
fastan kærasta en vilja
heldur halda möguleik-
um sínum opnum.
Móðir systranna,
Lynne Spears, átti erf-
itt með að kyngja frétt-
unum. „Ég trúði
þessu ekki því
hún hefur alltaf
verið svo var-
kár, brýtur ekki
einu sinni úti-
vistarreglurn-
ar sínar. Ég
fékk sjokk. Ég
meina, þetta er
litla sextán ára
barnið mitt,“
segir Lynne. Þetta verður þriðja
barnabarn hennar en Britney
Spears á tvo syni. „Eftir viku hafði
hún náð að meðtaka fréttirnar og
sýndi mér mikinn stuðning,“ segir
Jamie Lynn.
Britney Spears fékk ekki að vita
af þungun litlu systur um þakkar-
gjörðarhátíðina líkt og aðrir fjöl-
skyldumeðlimir, heldur frétti það
fyrst í gegnum fjölmiðla.
Jamie Lynn Spears leikur aðal-
hlutverkið í sjónvarpsþáttunum
Zoey 101 sem sjónvarpsstöðin
Nickolodeon sýnir. Enn er óvíst
hvernig þungunin mun hafa áhrif
á sjónvarpsþáttinn. Yfirmenn
Nickolodeon segjast í fréttayfir-
lýsingu virða ákvörðun Jamie
Lynn um að taka ábyrgð, og
að þessa stundina skipti
ekkert máli nema velferð
hennar.
„Það er pottþétt eitt-
hvað sem þið ættuð ekki
að gera, það er betra að
bíða,“ eru skilaboð
Jamie Lynn til annarra
unglinga um kynlíf
fyrir hjónaband.
„En ég get ekki
dæmt þegar ég
hef sjálf komið
mér í þessa
stöðu.“
Systir Britney ólétt
JAMIE LYNN SPEARS
Á von á barni sex-
tán ára gömul.
Einar Örn Einarsson hefur síð-
astliðin tvö ár boðið upp ýmis-
legt dót úr eigin handraða á
internetinu í aðdraganda
jólanna. Ágóðinn hefur runnið
óskiptur til góðgerðasamtak-
anna Oxfam, og þannig orðið
börnum í Mið- og Suður-Amer-
íku að liði. Einar Örn hefur
endurtekið leikinn í ár, en segir
þó að uppboðsmuni fari brátt
að skorta. „Fyrsta árið fór
alveg rosalega mikið. Þá seldi
ég einhverja þrjú hundruð
geisladiska, til dæmis. Svo
kláraðist ansi mikið í fyrra, og
í ár er þetta eiginlega bara
komið,“ segir hann og hlær
við.
Einar Örn segir það samt
hafa komið á óvart hversu
miklu hann náði að safna úr
eigin hirslum í ár. „Það er eig-
inlega alveg ótrúlegt hverju
maður sankar að sér á einu
ári,“ segir Einar, sem hefur
einnig beðið nokkur fyrirtæki
um að leggja sér lið. Hann býst
við því að ná að safna um tvö
hundruð þúsundum í ár, en
fyrsta uppboðið gaf af sér um
hálfa milljón. Ofan á upphæð-
ina úr uppboðunum bætast svo
afmælisgjafir Einars Arnar.
„Ég varð þrítugur í ár og benti
fólki á að gefa í þetta,“ útskýr-
ir hann.
Einar Örn kveðst ekki viss
um að hann geti endurtekið
leikinn að ári. „Í fyrra hélt ég
að það yrði síðasta skiptið. En
ég gæti reynt að fara einhverj-
ar aðrar leiðir á næsta ári,“
segir Einar Örn, sem væri afar
hlynntur því ef einhver vildi
stela hugmyndinni. „Alveg
endilega, bara,“ segir hann.
Uppboðum ársins fer að
ljúka, en þeir sem vilja kynna
sér vörurnar nánar, eða leggja
Einari lið með öðrum hætti,
geta kíkt á eoe.is/uppbod2007.
- sun
Fer að skorta uppboðsmuni
GEYMSLAN AÐ TÆMAST Einar Örn
Einarsson hefur síðastliðin tvö ár
boðið upp dót úr eigin handraða
til styrktar börnum í Mið- og
Suður-Ameríku, en nú fer að verða
fátt um fína drætti í geymslunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Klaufar fá helming upphæðar reikninga
sinna greidda. Aukin framlög verða til
Rásar 2 strax 1. apríl en þá losnar Ríkisút-
varpið undan biðlaunaákvæðum rúmlega
40 starfsmanna.
„Ég átti mjög góðan fund með útvarpsstjóra. Fyrst ber
að telja að hann er búinn að leysa Stóra Klaufamálið,“
sagði Jakob Frímann Magnússon í gær.
„Já, því er blessunarlega lokið,“ segir Páll Magnús-
son útvarpsstjóri.
„Þeir hjá FÍH og risarnir í Efstaleitinu eru búnir að
tala saman. Allir vilja leysa málið og Klaufar vilja enga
óvini eiga. RÚV vill greiða helming upphæðarinnar
sem reikningar kveða á um, eða 200 þúsund krónur, og
við göngum að því,“ segir Birgir Nielsen, trymbill í
kántríhljómsveitinni Klaufum.
Þar með er Stóra Klaufamálinu lokið sem slíku en
það gekk út á deilur um réttmæti reikninga sem Klauf-
ar og aðstoðarmenn lögðu inn til RÚV vegna útsend-
ingar frá kántrídansleik þeirra í Hafnarfirði. En
Klaufamálið velti þyngra hlassi. Jakob er alsæll með
fund sinn og Páls, segir þjóðina heppna að eiga nútíma-
legan og víðsýnan útvarpsstjóra. Nú geti tónlistar-
menn, í það minnsta hann sjálfur, þegar tekið til við að
halda gleðileg jól.
„Mitt erindi laut að stóru myndinni, almennum
aðbúnaði Rásar 2 og starfsfólks. Og hvernig tónlistar-
mönnum er iðulega gert að koma fram án endurgjalds
sökum fjárskorts rásarinnar. Skemmst er frá að segja
að hann meðtók allt sem ég hafði fram að færa og lýsti
yfir fullum vilja til að efla Rás 2 á nýju ári.“
Jakob útskýrir að um mánaðamót mars/apríl gangi í
garð nýtt fjárhagsár og þá skapist svigrúm til að efla
Rás 2 og gera löngu tímabæra bragarbót á.
„Útvarpsstjóri skilur mætavel mikilvægi Rásar 2 í
menningarlífinu. Hvernig hún hefur frá fyrstu tíð hlúð
að nýgræðingunum og grasrót tónlistarlífsins sem
hefur dafnað jafn farsællega og raun ber vitni,“ segir
Jakob. „Hann sagði blátt áfram að hann gæti aukið
framlög til Rásar 2 frá og með apríl 2008. Það eru góðar
fréttir og dugar mér að heyra í bili.“
Páll Magnússon staðfestir þennan skilning Jakobs.
Segir þá hafa rætt dágóða stund saman einkum um Rás
2 og hlutverk hennar í menningarlífi þjóðarinnar.
„Hugmyndir okkar eru ekki ósvipaðar þannig að ekki
voru þetta harðar deilur. Staðreyndin er sú að Ríkisút-
varpið gengur nú í gegnum erfitt skeið. Vitað var að
fyrstu tólf mánuðir hins nýstofnaða opinbera hlutafé-
lags yrði eyðimerkurganga. Sem er einkum vegna bið-
launaákvæðis en rúmlega 40 manns eru á biðlaunum.
Það er dýrt fyrir RÚV. Þessu tímabili lýkur 1. apríl en
þá eru liðnir 12 mánuðir frá stofnun félagsins. Þá mun
okkar hagur vænkast auk þess sem við erum að færa
mest af ráðstöfunarfé í dagskrána sjálfa. Rás 2 mun
njóta góðs af því.“ jakob@frettabladid.is
Stóra Klaufamálinu lokið
PÁLL MAGN-
ÚSSON Hagur
Ríkisútvarpsins
vænkast 1.
apríl en þá
hverfa rúmlega
40 manns af
biðlaunum.
JAKOB FRÍ-
MANN Fagnar
því ákaft að
fyrir liggi að
efla Rás 2.
BIRGIR NIELSEN
Klaufar vilja ein-
skis óvinir vera
og ætla að ganga
að tilboði RÚV.
Sendu sms
BTC KUF
á númerið
1900og þú
gætir unnið!
Vinningar eru DVD myndir,
varningur tengdur myndinni
og margt fleira!
SMS
LEIKUR
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
KOMIN Í VERSLANIR!