Fréttablaðið - 20.12.2007, Qupperneq 75
FIMMTUDAGUR 20. desember 2007 63
Mugison, Sprengjuhöllin, Hjaltalín og Jakobínarína
verða á meðal þeirra sem koma fram á níundu
jólatónleikum X-ins 977, X-mas, á Gauki á Stöng í
kvöld. Eins og áður er miðaverð 977 krónur og
rennur allur ágóðinn til samtakanna Foreldrahús.
„Þetta er með því glæsilegra sem hefur verið
boðið upp á. Þessir tónleikar hafa alltaf verið
gríðarlega vel sóttir og það er klárt mál að það
verður einnig núna. Menn hafa horft afbrýðisemis-
augum á þennan glæsilega viðburð í gegnum árin
enda klikkar X-mas aldrei,“ segir Þorkell Máni
Pétursson á X-inu.
Allar hljómsveitirnar sem koma fram spila jólalag
og þau eru tekin upp og spiluð daginn eftir á X-inu.
„Sprengjuhöllin verður með frumsamið lag og svo
gerði Lada Sport jólalag í fyrra sem Lödumenn ætla
að spila í fyrsta skipti á X-mas. Það er einstaklega
vel heppnað og svo býst ég við „massífu“ frá Ultra
Mega Technobandinu Stefáni og Muga, enda er
Mugison með langbestu plötu ársins ásamt
Sprengjuhöllinni,“ segir Þorkell Máni. - fb
X-mas í níunda sinn í kvöld
SPRENGJUHÖLLIN Hljómsveitin Sprengjuhöllin spilar á árleg-
um jólatónleikum X-ins á Gauki á Stöng.
Heather Mills, sem á í harðvítugum skilnaði við Paul McCartney,
ætlar að semja kynlífshandbók fyrir konur. Mills, sem er
fyrrverandi nærfatafyrirsæta, vonast til að miðla af
reynslu sinni til annarra kvenna með bókinni.
„Heather telur að það sé markaður fyrir góða
kynlífshandbók,“ sagði kunningi hennar. „Hún
sagði að kynlífshandbækur séu venjulega
skrifaðar frá sjónarhóli karla og telur að hún
geti samið eina góða fyrir konur.“
Mills er sögð hafa áhyggjur af viðbrögðum
almennings vegna deilu sinnar við McCartney
og ætlar hugsanlega að gefa bókina út undir
fölsku nafni. „Hún vill miðla leyndarmálum
sínum um það hvernig á að laða til sín mann og
halda honum ánægðum í svefnherberginu,“
sagði kunninginn.
Mills hefur áður gefið út tvær sjálfsævisög-
ur sem komu út 1994 og 2002.
Skrifar um kynlíf
HEATHER MILLS Mills vill skrifa
kynlífshandbók handa konum.
Ómar Ragnarsson verður á meðal
þeirra sem taka lagið með
Ullarhöttunum í tilefni af tíundu
Þorláksmessutónleikum þeirra á
sunnudaginn. Í þetta sinn verða
þeir haldnir á skemmtistaðnum
Domo, sem er í sama húsi og
Sportkaffi var, þar sem Ullarhatt-
arnir spiluðu fyrst 1998.
„Það verður miklu tjaldað til í
þetta skiptið. Við verðum með
nokkra góða gesti sem heiðra
okkur með nærveru sinni. Þetta er
fólk sem hefur tengst jólunum
dálítið og Ómar Ragnarsson tekur
lagið með okkur. Hann hefur aldrei
gert það áður,“ segir Eyjólfur
Kristjánsson. Auk hans skipa
hljómsveitina þeir Stefán Hilmars-
son, Jón Ólafsson, Friðrik Sturlu-
son og Jóhann Hjörleifsson.
„Þetta hefur alltaf verið alveg
meiri háttar og gengið rosalega
vel. Við flytjum aðallega íslensk
dægur- og jólalög og ég veit að
þetta setur punktinn yfir i-ið hjá
sumum í jólastemningunni. Við
byrjum um leið og búðirnar loka á
Þorláksmessunni,“ segir Eyjólfur.
Forsala miða á tónleikana fer
fram á Domo á föstudag á milli 15
og 17.
Ómar með Ull-
arhöttunum
ULLARHATTARNIR Ullarhattarnir halda
sína tíundu Þorláksmessutónleika á
sunnudaginn.
ÓMAR RAGNARSSON Ómar ætlar að
syngja í fyrsta sinn með Ullarhöttunum.